Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2024 08:40 Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka og niður um sjö prósentustig milli kannana. 32 prósent bera mikið traust til bankans. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Traust almennings til Seðlabankans hefur minnkað og þá hefur traust til borgarstjórnar Reykjavíkur aukist. Annars mælist traust til flestra stofnana svipað og á síðasta ári. Þetta er meðal helstu breytinga í Þjóðarpúlsi Gallups þar sem mælt er traust almennings til nokkurra opinberra stofnana samfélagsins. Í nýjustu könnuninni kemur fram að traust til Seðlabankans fari niður um sjö prósentustig og traust til borgarstjórnar fari upp um sex prósentustig. Traust til Landhelgisgæslunnar mælist sem fyrr mest af öllum þeim stofnunum sem könnunin náði til, en liðlega níu af hverjum tíu bera mikið traust til hennar, álíka margir og á síðasta ári. „Háskóli Íslands, embætti forseta Íslands og lögreglan koma þar á eftir en 70-73% bera mikið traust til þeirra. Það er svipað hlutfall og í fyrra. Traust til heilbrigðiskerfisins er óbreytt frá í fyrra og mælist 57%. Traust til ríkissáttasemjara mælist 55% sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Traust til umboðsmanns Alþingis stendur í stað frá síðustu mælingu, en um 46% bera mikið traust til hans. Gallup Ríflega fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Nær fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til dómskerfisins sem er svipað hlutfall og í síðustu mælingu. Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka, fer niður um 7 prósentustig og bera nú 32% mikið traust til bankans. Traust til hans hefur minnkað samtals um 30 prósentustig á síðustu þremur árum en það jókst um 31 prósentustig á árunum tveimur þar á undan. Það er því komið á svipað ról og það var á árunum 2014 til 2019. Rúmlega fjórðungur ber mikið traust til Alþingis og þjóðkirkjunnar en það er svipað hlutfall og í fyrra. Borgarstjórn Reykjavíkur endurheimtir það traust sem hún missti árið á undan, en 19% bera nú mikið traust til hennar. Hlutfallið hækkar um sex prósentustig frá síðustu mælingu og er svipað og það var árin 2019 til 2022. Bankakerfið nýtur minnst trausts þeirra stofnana sem eru mældar í Þjóðarpúlsinum en 16% bera mikið traust til þess. Hlutfallið mælist svipað og í fyrra,“ segir í tilkynningunni frá Gallup. Skoðanakannanir Seðlabankinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Þetta er meðal helstu breytinga í Þjóðarpúlsi Gallups þar sem mælt er traust almennings til nokkurra opinberra stofnana samfélagsins. Í nýjustu könnuninni kemur fram að traust til Seðlabankans fari niður um sjö prósentustig og traust til borgarstjórnar fari upp um sex prósentustig. Traust til Landhelgisgæslunnar mælist sem fyrr mest af öllum þeim stofnunum sem könnunin náði til, en liðlega níu af hverjum tíu bera mikið traust til hennar, álíka margir og á síðasta ári. „Háskóli Íslands, embætti forseta Íslands og lögreglan koma þar á eftir en 70-73% bera mikið traust til þeirra. Það er svipað hlutfall og í fyrra. Traust til heilbrigðiskerfisins er óbreytt frá í fyrra og mælist 57%. Traust til ríkissáttasemjara mælist 55% sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Traust til umboðsmanns Alþingis stendur í stað frá síðustu mælingu, en um 46% bera mikið traust til hans. Gallup Ríflega fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Nær fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til dómskerfisins sem er svipað hlutfall og í síðustu mælingu. Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka, fer niður um 7 prósentustig og bera nú 32% mikið traust til bankans. Traust til hans hefur minnkað samtals um 30 prósentustig á síðustu þremur árum en það jókst um 31 prósentustig á árunum tveimur þar á undan. Það er því komið á svipað ról og það var á árunum 2014 til 2019. Rúmlega fjórðungur ber mikið traust til Alþingis og þjóðkirkjunnar en það er svipað hlutfall og í fyrra. Borgarstjórn Reykjavíkur endurheimtir það traust sem hún missti árið á undan, en 19% bera nú mikið traust til hennar. Hlutfallið hækkar um sex prósentustig frá síðustu mælingu og er svipað og það var árin 2019 til 2022. Bankakerfið nýtur minnst trausts þeirra stofnana sem eru mældar í Þjóðarpúlsinum en 16% bera mikið traust til þess. Hlutfallið mælist svipað og í fyrra,“ segir í tilkynningunni frá Gallup.
Skoðanakannanir Seðlabankinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira