Pochettino: Ekki í mínum höndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 14:00 Mauricio Pochettino ræðir við leikmenn sína í klefanum á Wembley. Getty/Darren Walsh Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, var enn á ný spurður út í framtíð sína hjá félaginu á blaðamannafundi fyrir bikarleik liðsins í kvöld. Chelsea tapaði úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn og Pochettino á enn eftir að vinna titil í enska fótboltanum. Chelsea er líka aðeins í ellefta sæti í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að fjárfesta rosalega í leikmönnum síðustu misseri. Allur þessi peningur í nýja leikmenn en lítill sem enginn árangur inn á vellinum. Chelsea mætir Leeds í bikarnum í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn var Pochettino spurður af því hversu mikinn tíma hann hefði til að snúa hlutunum við á Stamford Bridge. „Þetta er ekki í mínum höndum. Það er mjög gott samband milli mín og eigendanna sem og við íþróttastjórann. Það er undir þeim komið hvort þeir vilja treysta ferlinu,“ sagði Mauricio Pochettino. BBC segir frá. „Þegar við töpum þá snýst alltaf umræðan um peningana en eigendurnir vilja búa til eitthvað öðruvísi. Þetta er bara byrjunin á verkefninu. Þess vegna er ekki hægt að líkja þessu saman við fortíðina. Samt er þetta alltaf Chelsea og milljarðurinn og það er erfitt að berjast á móti þeirri umræðu,“ sagði Pochettino. „Það segir enginn eitthvað neikvætt um Liverpool eða City. Þá er það bara að þú vinnur þegar þú vinnur og tapar þegar þú tapar. Þetta er allt öðruvísi með Chelsea vegna allrar pressunnar út af þessum einum milljarði punda sem félagið eyddi í leikmannahópinn. Að mínu mati er það ósanngjarnt en ég sætti mig við ólíka skoðun á því,“ sagði Pochettino. Pochettino talaði við eigendurna eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Við sögðum frá okkar sýn á leikinn og möguleika okkar á að vinna þarna bikar. Við spiluðum vel í níutíu mínútur,“ sagði Pochettino. "Gary, I have a very good relationship with him. Sometimes it can be unfair in my opinion and in that case I think it is unfair."Mauricio Pochettino responds to Gary Neville's "blue billion-pound bottlejobs" comment pic.twitter.com/z2DhQAH2xi— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024 Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Chelsea tapaði úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn og Pochettino á enn eftir að vinna titil í enska fótboltanum. Chelsea er líka aðeins í ellefta sæti í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að fjárfesta rosalega í leikmönnum síðustu misseri. Allur þessi peningur í nýja leikmenn en lítill sem enginn árangur inn á vellinum. Chelsea mætir Leeds í bikarnum í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn var Pochettino spurður af því hversu mikinn tíma hann hefði til að snúa hlutunum við á Stamford Bridge. „Þetta er ekki í mínum höndum. Það er mjög gott samband milli mín og eigendanna sem og við íþróttastjórann. Það er undir þeim komið hvort þeir vilja treysta ferlinu,“ sagði Mauricio Pochettino. BBC segir frá. „Þegar við töpum þá snýst alltaf umræðan um peningana en eigendurnir vilja búa til eitthvað öðruvísi. Þetta er bara byrjunin á verkefninu. Þess vegna er ekki hægt að líkja þessu saman við fortíðina. Samt er þetta alltaf Chelsea og milljarðurinn og það er erfitt að berjast á móti þeirri umræðu,“ sagði Pochettino. „Það segir enginn eitthvað neikvætt um Liverpool eða City. Þá er það bara að þú vinnur þegar þú vinnur og tapar þegar þú tapar. Þetta er allt öðruvísi með Chelsea vegna allrar pressunnar út af þessum einum milljarði punda sem félagið eyddi í leikmannahópinn. Að mínu mati er það ósanngjarnt en ég sætti mig við ólíka skoðun á því,“ sagði Pochettino. Pochettino talaði við eigendurna eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Við sögðum frá okkar sýn á leikinn og möguleika okkar á að vinna þarna bikar. Við spiluðum vel í níutíu mínútur,“ sagði Pochettino. "Gary, I have a very good relationship with him. Sometimes it can be unfair in my opinion and in that case I think it is unfair."Mauricio Pochettino responds to Gary Neville's "blue billion-pound bottlejobs" comment pic.twitter.com/z2DhQAH2xi— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024
Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira