Óttast um mörgæsir vegna banvænnar fuglaflensu Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2024 23:35 Mörgæsir þykja ekki góðar í tveggja metra reglunni. Getty/Sebnem Coskun Banvænt afbrigði fuglaflensu hefur greinst á Suðurskautinu í fyrsta sinn. Vísindamenn óttast um mörgæsir og önnur dýr sem finnast hvergi annars staðar á jörðinni. Vísindamenn staðfestu um helgina að afbrigði fuglaflensu sem kallast H5N1 fannst í hræjum tveggja fugla en þetta afbrigði hefur valdið dauða gífurlegra margra fugla víða um heim á undanförnum árum, bæði villt dýr og alifugla. Fuglaflensan hefur nú teygt anga sinna til allra heimsálfa heimsins, að Ástralíu undanskilinni. Flensan hefur einnig greinst í spendýrum, eins og selum og öðrum dýrum sem koma saman í fjörum, samkvæmt frétt Washington Post. Mörgæsir gætu verið sérstaklega viðkvæmar gagnvart fuglaflensu, þar sem veiran hefur aldrei greinst á Suðurskautinu áður. Þess vegna er ólíklegt að þær beri nokkurs konar mótefni. Þá halda hundruð þúsunda mörgæsa til í stórum nýlendum og í miklu návígi við aðrar. Þá ógnar hækkandi sjávarhiti fyrir sunnan og tilheyrandi samdráttur á hafís þegar tilvist mörgæsa. Varað hefur verið við því að mörgæsir standi mögulega frammi fyrir útrýmingu vegna veðurfarsbreytinga. Í frétt Reuters segir að vísindamenn frá Argentínu og Spáni hafi unnið saman að því að greina sýni úr áðurnefndum hræjum fugla sem fundust á Suðurskautinu, fyrr á þessu ári. Það var í kjölfar þess að sagt var frá því í lok síðasta mánaðar að dauðar mörgæsir hefðu fundist, sem talið var að hefðu drepist vegna fuglaflensu. Suðurskautslandið Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Vísindamenn staðfestu um helgina að afbrigði fuglaflensu sem kallast H5N1 fannst í hræjum tveggja fugla en þetta afbrigði hefur valdið dauða gífurlegra margra fugla víða um heim á undanförnum árum, bæði villt dýr og alifugla. Fuglaflensan hefur nú teygt anga sinna til allra heimsálfa heimsins, að Ástralíu undanskilinni. Flensan hefur einnig greinst í spendýrum, eins og selum og öðrum dýrum sem koma saman í fjörum, samkvæmt frétt Washington Post. Mörgæsir gætu verið sérstaklega viðkvæmar gagnvart fuglaflensu, þar sem veiran hefur aldrei greinst á Suðurskautinu áður. Þess vegna er ólíklegt að þær beri nokkurs konar mótefni. Þá halda hundruð þúsunda mörgæsa til í stórum nýlendum og í miklu návígi við aðrar. Þá ógnar hækkandi sjávarhiti fyrir sunnan og tilheyrandi samdráttur á hafís þegar tilvist mörgæsa. Varað hefur verið við því að mörgæsir standi mögulega frammi fyrir útrýmingu vegna veðurfarsbreytinga. Í frétt Reuters segir að vísindamenn frá Argentínu og Spáni hafi unnið saman að því að greina sýni úr áðurnefndum hræjum fugla sem fundust á Suðurskautinu, fyrr á þessu ári. Það var í kjölfar þess að sagt var frá því í lok síðasta mánaðar að dauðar mörgæsir hefðu fundist, sem talið var að hefðu drepist vegna fuglaflensu.
Suðurskautslandið Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira