Tveir frambjóðendur myrtir á sama deginum Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2024 23:05 Lögregluþjónn stendur vörð í Maravatio í Mexíkó, eftir að tveir frambjóðendur til borgarstjóra voru skotnir til bana í gær. AP/Fernando Llano Tveir frambjóðendur til borgarstjóra í Vestur-Mexíkó voru skotnir til bana í gær. Morð eru mjög tíð víða í Mexíkó í aðdraganda kosninga en morðin voru framin í borginni Maravatio í héraðinu Michoacan, sem er eitt af hættulegri héruðum Mexíkó. Kosningabaráttan hefst ekki fyrr en á föstudaginn. Annar mannanna, Miguel Angel Reyes Zavala, var skotinn fyrir utan vinnustað hans í gær. Tveir menn eru sagðir hafa ekið upp að bíl hans, skotið hann til bana og keyrt á brot. Hann var í framboði fyrir Morena flokkinn, flokk Andres Manuel Lopez Opradors, forseta Mexíkó. Hinn hét Armando Perez Luna og var hann í framboði fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins (PAN). Luna fannst einnig í bíl sínum, þar sem hann hafði verið skotinn, nokkrum klukkustundum eftir að Zavala var myrtur, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Forsvarsmenn PAN hafa fordæmt morðin og segjast hafa varað við þörf á aukinni öryggisgæslu í marga mánuði. AFP segir að frá því í júní í fyrra hafi að minnsta kosti þrjátíu manns verði myrtir í tengslum við kosningar í Mexíkó. Þar af minnst sextán frambjóðendur. Fyrir kosningar vorið 2021 voru fjölmargir frambjóðendur myrtir og sagði Obrador þá að glæpagengi vildu hræða fólk frá því að taka þátt í kosningum. Sjá einnig: Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Glæpagengi eru mjög valdamikil í Mexíkó og glæpamenn oftar en ekki þungvopnaðir. Gengi þessi afla ekki eingöngu tekna með sölu og smygli fíkniefna heldur kúga þau fé af almenningi og eigendum fyrirtækja. Áhrif í borgarstjórnum skipta því miklu máli. Opinberar tölur segja að frá því yfirvöld í Mexíkó hófu átak gegn gengjum árið 2006 hafi fleiri en 420 þúsund morð verið framin í ríkinu. Í frétt CBS segir að átök milli tveggja mismunandi gengja hafi valdið miklum usla í Michoacan að undanförnu. Talið er að pólitískt ofbeldi hafi náð nýjum hæðum í fyrra og allt bendi til þess að þetta ár verði jafnvel verra. Mexíkó Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Kosningabaráttan hefst ekki fyrr en á föstudaginn. Annar mannanna, Miguel Angel Reyes Zavala, var skotinn fyrir utan vinnustað hans í gær. Tveir menn eru sagðir hafa ekið upp að bíl hans, skotið hann til bana og keyrt á brot. Hann var í framboði fyrir Morena flokkinn, flokk Andres Manuel Lopez Opradors, forseta Mexíkó. Hinn hét Armando Perez Luna og var hann í framboði fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins (PAN). Luna fannst einnig í bíl sínum, þar sem hann hafði verið skotinn, nokkrum klukkustundum eftir að Zavala var myrtur, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Forsvarsmenn PAN hafa fordæmt morðin og segjast hafa varað við þörf á aukinni öryggisgæslu í marga mánuði. AFP segir að frá því í júní í fyrra hafi að minnsta kosti þrjátíu manns verði myrtir í tengslum við kosningar í Mexíkó. Þar af minnst sextán frambjóðendur. Fyrir kosningar vorið 2021 voru fjölmargir frambjóðendur myrtir og sagði Obrador þá að glæpagengi vildu hræða fólk frá því að taka þátt í kosningum. Sjá einnig: Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Glæpagengi eru mjög valdamikil í Mexíkó og glæpamenn oftar en ekki þungvopnaðir. Gengi þessi afla ekki eingöngu tekna með sölu og smygli fíkniefna heldur kúga þau fé af almenningi og eigendum fyrirtækja. Áhrif í borgarstjórnum skipta því miklu máli. Opinberar tölur segja að frá því yfirvöld í Mexíkó hófu átak gegn gengjum árið 2006 hafi fleiri en 420 þúsund morð verið framin í ríkinu. Í frétt CBS segir að átök milli tveggja mismunandi gengja hafi valdið miklum usla í Michoacan að undanförnu. Talið er að pólitískt ofbeldi hafi náð nýjum hæðum í fyrra og allt bendi til þess að þetta ár verði jafnvel verra.
Mexíkó Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira