Spyr sig hvað fylli mælinn hjá íslenskum bændum Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 27. febrúar 2024 21:09 Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir mótmæli bænda um Evrópu eiga hljómgrunn meðal starfsbræðra sinna hér á landi. Vísir/Einar Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir stöðu íslenskra bænda dapra en að engin mótmæli hafi verið skipulögð líkt og víða í Evrópu um þessar mundir. Hún segir Bændasamtökin fylgjast vel með aðgerðum bænda úti í heimi. Bændur í Evrópu hafa undanfarið verið að mótmæla aðgerðarleysi Evrópusambandsinsþegar kemur að lágu matvöruverði, ódýrri innfluttri vöru og þungu regluverki er varðar búgreinar. Mótmælin hafa verið hvað hörðust í Brussel í Belgíu þar sem höfuðstöðvar Evrópuþingsins eru. Þar hafa bændur lokað götum, sprautað mykju á lögreglumenn og grýtt þá. „Bændur í Evrópu eru líkt og íslenskir bændur að mótmæla meðal annars slælegri afkomu og regluverki og auknum innflutningi á dýraafurðum,“ segir Vigdís. Hún segir að þó íslenskir bændur hafi ekki efnt til slíkra aðgerða viti hún ekki hvað geti hugsanlega verið kornið sem fyllir mælinn. Viðkvæmar viðræður varðandi kolefnisskatt á landbúnað standi yfir í Danmörku og fari Ísland að þeirra fordæmi gæti dregið til tíðinda. „ Við erum náttúrlega þekkt fyrir það að líta til nágrannalandanna þegar kemur að slíku regluverki,“ segir Vigdís. Innflutningur matvæla stóraukist Vigdís segir jafnframt stöðu íslenskra bænda hafa verið mjög dapra og markaðshlutdeild innlendra matvæla farið minnkandi. Innflutningur á matvælum erlendis frá hafi aukist til muna. „Hér áður fyrr var markaðshlutdeild á íslensku nautakjöti um áttatíu prósent en er nú komin í kringum 60 til 65 prósent. Þannig að innflutningurinn er að aukast og við þurfum að horfa til þess að það er kannski ekki verið að framleiða matvælin undir sömu starfsskilyrðum og við erum að gera hér,“ segir Vigdís. Landbúnaður Kjaramál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Bændur í Evrópu hafa undanfarið verið að mótmæla aðgerðarleysi Evrópusambandsinsþegar kemur að lágu matvöruverði, ódýrri innfluttri vöru og þungu regluverki er varðar búgreinar. Mótmælin hafa verið hvað hörðust í Brussel í Belgíu þar sem höfuðstöðvar Evrópuþingsins eru. Þar hafa bændur lokað götum, sprautað mykju á lögreglumenn og grýtt þá. „Bændur í Evrópu eru líkt og íslenskir bændur að mótmæla meðal annars slælegri afkomu og regluverki og auknum innflutningi á dýraafurðum,“ segir Vigdís. Hún segir að þó íslenskir bændur hafi ekki efnt til slíkra aðgerða viti hún ekki hvað geti hugsanlega verið kornið sem fyllir mælinn. Viðkvæmar viðræður varðandi kolefnisskatt á landbúnað standi yfir í Danmörku og fari Ísland að þeirra fordæmi gæti dregið til tíðinda. „ Við erum náttúrlega þekkt fyrir það að líta til nágrannalandanna þegar kemur að slíku regluverki,“ segir Vigdís. Innflutningur matvæla stóraukist Vigdís segir jafnframt stöðu íslenskra bænda hafa verið mjög dapra og markaðshlutdeild innlendra matvæla farið minnkandi. Innflutningur á matvælum erlendis frá hafi aukist til muna. „Hér áður fyrr var markaðshlutdeild á íslensku nautakjöti um áttatíu prósent en er nú komin í kringum 60 til 65 prósent. Þannig að innflutningurinn er að aukast og við þurfum að horfa til þess að það er kannski ekki verið að framleiða matvælin undir sömu starfsskilyrðum og við erum að gera hér,“ segir Vigdís.
Landbúnaður Kjaramál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira