Tæplega sjötíu prósent íslenskra fanga hafa aldrei greitt í stéttarfélag eða lífeyrissjóð Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. febrúar 2024 07:01 Tæplega sjötíu prósent íslenskra fanga hafa aldrei greitt í stéttarfélag eða lífeyrissjóð og fæstir þeirra sem ljúka afplánun taka virkan þátt á vinnumarkaði. Þetta eru helstu niðurstöður úr könnun sem Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, gerði í íslenskum fangelsum. Niðurstöðurnar gefa tilefni til þess að stjórnvöld skoði félagshagfræðilega þætti fangelsunar gaumgæfilega með tilliti til þeirra úrræða sem bjóðast þegar fangar hafa greitt skuld sína gagnvart samfélaginu með fangelsisvist. Að mati Afstöðu endurspegla niðurstöður könnunarinnar þá staðreynd að íslenskir fangar eru upp til hópa einstaklingar sem misst hafa af tækifærum í lífinu sem öðrum þykja sjálfsögð. Einstaklingar sem hafa glímt hafa við mikinn félagslegan vanda sem litað hefur líf þeirra á alla vegu og orðið til þess að þeir beygi af réttri braut. Þar sem endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er mjög há og gera má ráð fyrir að annar hver einstaklingur hljóti fangelsisdóm aftur má draga þá ályktun að fæstir þeir sem fara í gegnum fangelsiskerfið hér á landi fari nokkurn tíma á vinnumarkað. Sú ályktun er meðal annars byggð á þeirri staðreynd að dómþolum er gert að greiða sektir, bætur, sakarkostnað og uppsöfnuð meðlög. Þetta eru skuldir sem fylgja miðanum út í frelsið og tekur því við sannkallað skuldafangelsi sem varað getur út ævina. Skuldafangelsið birtist helst í því að 70% af launum viðkomandi eru sjálfkrafa dregin frá upp í umræddar skuldir þrátt fyrir að augljóst megi heita að ekki nokkur einstaklingur í veikri stöðu geti lifað af 30% launa sinna. Þetta leiðir óumflýjanlega til þess að fyrrum dómþolar finna sér störf í svörtu hagkerfi og komast því í raun aldrei almennilega út í hið frjálsa samfélag. Líkurnar aukast því verulega á áframhaldandi glæpastarfsemi sem oftar en ekki endar með nýjum fangelsisdómi. Afstaða telur þetta verulegt áhyggjuefni og ljóst að félagslegt stuðningsnet eftir afplánun er þakið götum. Stjórnvöld verða að opna augun fyrir því að þetta fyrirkomulag hindrar farsæla aðlögun að samfélaginu og eykur ítrekunartíðni glæpa með tilheyrandi afleiðingum fyrir samfélagið allt. Afstaða skorar á ríkisstjórnina að setja á fót starfshóp þvert á ráðuneyti til að skoða í grunninn tengslin á milli efnahagslegra erfiðleika, takmarkaðra atvinnutækifæra og þátttöku í glæpum með tilliti til núverandi fyrirkomulags og finna leiðir til að styðja við fyrrverandi fanga í þessari stöðu. Tryggja verður að félagslegt stuðningsnet skili árangri og víkja frá þeirri stefnu sem stuðlar að skuldafangelsi. Könnunin var lögð fyrir sextíu fanga úrtak í íslenskum fangelsum og var svarhlutfall um 90%, sem er alls ekki sjálfsagt. Könnunin var einföld og eingöngu leitað svara við því í hvaða stéttarfélag og í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi hafði greitt í einhvern tíma á ævinni fyrir afplánun. Niðurstöðurnar voru jafnframt á þá leið að 45% þeirra sem höfðu greitt í þessa sjóði greiddu í Eflingu stéttarfélag og Gildi lífeyrissjóð. Sú niðurstaða leiðir jafnframt til þess að frekari rannsókna er þörf þegar kemur að efnahagslegum tengslum við glæpastarfsemi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Lífeyrissjóðir Stéttarfélög Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Tæplega sjötíu prósent íslenskra fanga hafa aldrei greitt í stéttarfélag eða lífeyrissjóð og fæstir þeirra sem ljúka afplánun taka virkan þátt á vinnumarkaði. Þetta eru helstu niðurstöður úr könnun sem Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, gerði í íslenskum fangelsum. Niðurstöðurnar gefa tilefni til þess að stjórnvöld skoði félagshagfræðilega þætti fangelsunar gaumgæfilega með tilliti til þeirra úrræða sem bjóðast þegar fangar hafa greitt skuld sína gagnvart samfélaginu með fangelsisvist. Að mati Afstöðu endurspegla niðurstöður könnunarinnar þá staðreynd að íslenskir fangar eru upp til hópa einstaklingar sem misst hafa af tækifærum í lífinu sem öðrum þykja sjálfsögð. Einstaklingar sem hafa glímt hafa við mikinn félagslegan vanda sem litað hefur líf þeirra á alla vegu og orðið til þess að þeir beygi af réttri braut. Þar sem endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er mjög há og gera má ráð fyrir að annar hver einstaklingur hljóti fangelsisdóm aftur má draga þá ályktun að fæstir þeir sem fara í gegnum fangelsiskerfið hér á landi fari nokkurn tíma á vinnumarkað. Sú ályktun er meðal annars byggð á þeirri staðreynd að dómþolum er gert að greiða sektir, bætur, sakarkostnað og uppsöfnuð meðlög. Þetta eru skuldir sem fylgja miðanum út í frelsið og tekur því við sannkallað skuldafangelsi sem varað getur út ævina. Skuldafangelsið birtist helst í því að 70% af launum viðkomandi eru sjálfkrafa dregin frá upp í umræddar skuldir þrátt fyrir að augljóst megi heita að ekki nokkur einstaklingur í veikri stöðu geti lifað af 30% launa sinna. Þetta leiðir óumflýjanlega til þess að fyrrum dómþolar finna sér störf í svörtu hagkerfi og komast því í raun aldrei almennilega út í hið frjálsa samfélag. Líkurnar aukast því verulega á áframhaldandi glæpastarfsemi sem oftar en ekki endar með nýjum fangelsisdómi. Afstaða telur þetta verulegt áhyggjuefni og ljóst að félagslegt stuðningsnet eftir afplánun er þakið götum. Stjórnvöld verða að opna augun fyrir því að þetta fyrirkomulag hindrar farsæla aðlögun að samfélaginu og eykur ítrekunartíðni glæpa með tilheyrandi afleiðingum fyrir samfélagið allt. Afstaða skorar á ríkisstjórnina að setja á fót starfshóp þvert á ráðuneyti til að skoða í grunninn tengslin á milli efnahagslegra erfiðleika, takmarkaðra atvinnutækifæra og þátttöku í glæpum með tilliti til núverandi fyrirkomulags og finna leiðir til að styðja við fyrrverandi fanga í þessari stöðu. Tryggja verður að félagslegt stuðningsnet skili árangri og víkja frá þeirri stefnu sem stuðlar að skuldafangelsi. Könnunin var lögð fyrir sextíu fanga úrtak í íslenskum fangelsum og var svarhlutfall um 90%, sem er alls ekki sjálfsagt. Könnunin var einföld og eingöngu leitað svara við því í hvaða stéttarfélag og í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi hafði greitt í einhvern tíma á ævinni fyrir afplánun. Niðurstöðurnar voru jafnframt á þá leið að 45% þeirra sem höfðu greitt í þessa sjóði greiddu í Eflingu stéttarfélag og Gildi lífeyrissjóð. Sú niðurstaða leiðir jafnframt til þess að frekari rannsókna er þörf þegar kemur að efnahagslegum tengslum við glæpastarfsemi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun