Varar við óafturkræfum skaða við notkun nikótínpúða Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. febrúar 2024 20:30 Stefán Pálmason segir skaðleg áhrif nikótínpúðanotkunar óafturkræf. Vísir/Egill Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns varar notendur nikótínpúða sem hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi undanfarin ár við óafturkræfum skaða fyrir tannholdið. Nikótínpúðar valdi því að tannholdið hörfi ásamt því að hafa álíka slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og reykingar. Í viðtali í Reykjavík síðdegis frá í dag segir Stefán að helsta afleiðing daglegrar nikótínpúðanotkunar sé það að tannholdið hörfi. Það geti valdið töluverðu lýti, segir hann. Þó öll kurl séu ekki komin til grafar með langtímaáhrif nikótínpúðaneyslu sé þetta vandamál sem hrjáir munntóbaksnotendur í stórum stíl. Kemísk erting nikótínpúðana valdi öðruvísi skemmdum í gómnum en valdi skemmdum þó. „Menn voru náttúrlega mikið að nota þetta íslenska munntóbak og það var auðvitað mikill áverki á tannholdið. Þetta var sett í þessar sprautur og var miklu stærra um sig og grófara. Það var kannski meira áverki á tannholdið og meiri líkur á því að brjóta það niður,“ segir Stefán. „Aftur á móti valda nikótínpúðarnir miklu meiri kemískri ertingu. Maður finnur það þegar maður tekur þessa nikótínpúða í vörina að fólki svíður undan þessu og slímhúðin verður oft bólgin. Þetta veldur kannski aðeins öðruvísi áhrifum og kannski aðeins hægara niðurbroti á tannholdi en þetta veldur því samt að tannholdið hörfi með tímanum og það getur verið mjög erfitt að laga það,“ bætir hann við. Skaðinn gangi ekki tilbaka Hann segir jafnframt að dældir í tannholdinu gangi ekki tilbaka. Hægt sé að græða slímhúð annars staðar frá og setja yfir en að það sé erfitt að laga almennilega. Stefán segir einnig að það taki stundum ekki nema nokkra mánuði fyrir slíka dæld að myndast. Það fari eftir því hvernig tannhold það sé með og hvað það taki oft í vörina. Einnig spili inn í hvort það taki alltaf í vörina á sama stað eða skipti á milli svæða. „Þetta getur líka kveikt á ofnæmisviðbrögðum hjá sumum. Ég hef séð meira bera á því. Fólk fær í rauninni ofnæmisviðbrögð í varaslímhúðina og tannholdið,“ segir Stefán. Geti aukið líkur á illkynja breytingum Hann ráðleggur þeim sem nota nikótínpúða að skipta reglulega um staði í munninum og dreifa álaginu á tannholdið. „Alltaf skynsamlegt að leyfa tannholdinu aðeins að jafna sig á milli.“ Stefán segir að þó tannholdið hörfi vissulega hægar við notkun púðanna en íslenska munntóbaksins sé ekki vitað hvað slíkar slímhúðarbólgur geri líkamanum til langs tíma litið. Þó minna sé af yfirlýstum krabbameinsvaldandi efnum í nikótínpúðum geti krónísk bólga stundum aukið líkur á illkynja breytingum. „Það er svo sem eitthvað sem kemur í ljós eftir tuttugu, þrjátíu ár.“ Verstu þekktu áhrif nikótínpúðanotkunar séu þó áhrif hennar á hjarta- og æðakerfið. Samkvæmt því sem Stefán segir eykur hún blóðþrýstingin og með tímanum getur það valdið æðakölkun og haft áhrif á hjarta- og æðakerfið í heild sinni. Hann segir að nikótínpúðanotkun hafi „klárlega mikil áhrif á langlífi.“ „Menn eru farnir að tala um það að það sé mun minni líkur á að fólk þrói með sér illkynja breytingar þegar það er að nota þessa púða samanborið við reykingar. Menn gleyma svolítið að horfa á þessa hjarta- og æðasjúkdóma. Það er ekkert endilega minni líkur á hjarta- og æðasjúkdómum þegar fólk er að nota þessa púða miðað við reykingarnar,“ segir Stefán. Að lokum ráðleggur hann þeim sem vilja hætta að taka í vörina að besta ráðið sé að byrja á því að skipta yfir í nikótíntyggjó eða plástra. Svo reyna að trappa það niður og að lokum hætta. Nikótínpúðar Reykjavík síðdegis Tannheilsa Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Tannlæknar uggandi yfir munntóbaksnotkun Tannlæknar sjá í auknu mæli illa farið tannhold vegna munntóbaksnotkunar. Þeir eru uggandi yfir þróuninni og óttast þau vandamál sem kunna að koma upp þegar fram líða stundir. 8. apríl 2012 19:00 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Í viðtali í Reykjavík síðdegis frá í dag segir Stefán að helsta afleiðing daglegrar nikótínpúðanotkunar sé það að tannholdið hörfi. Það geti valdið töluverðu lýti, segir hann. Þó öll kurl séu ekki komin til grafar með langtímaáhrif nikótínpúðaneyslu sé þetta vandamál sem hrjáir munntóbaksnotendur í stórum stíl. Kemísk erting nikótínpúðana valdi öðruvísi skemmdum í gómnum en valdi skemmdum þó. „Menn voru náttúrlega mikið að nota þetta íslenska munntóbak og það var auðvitað mikill áverki á tannholdið. Þetta var sett í þessar sprautur og var miklu stærra um sig og grófara. Það var kannski meira áverki á tannholdið og meiri líkur á því að brjóta það niður,“ segir Stefán. „Aftur á móti valda nikótínpúðarnir miklu meiri kemískri ertingu. Maður finnur það þegar maður tekur þessa nikótínpúða í vörina að fólki svíður undan þessu og slímhúðin verður oft bólgin. Þetta veldur kannski aðeins öðruvísi áhrifum og kannski aðeins hægara niðurbroti á tannholdi en þetta veldur því samt að tannholdið hörfi með tímanum og það getur verið mjög erfitt að laga það,“ bætir hann við. Skaðinn gangi ekki tilbaka Hann segir jafnframt að dældir í tannholdinu gangi ekki tilbaka. Hægt sé að græða slímhúð annars staðar frá og setja yfir en að það sé erfitt að laga almennilega. Stefán segir einnig að það taki stundum ekki nema nokkra mánuði fyrir slíka dæld að myndast. Það fari eftir því hvernig tannhold það sé með og hvað það taki oft í vörina. Einnig spili inn í hvort það taki alltaf í vörina á sama stað eða skipti á milli svæða. „Þetta getur líka kveikt á ofnæmisviðbrögðum hjá sumum. Ég hef séð meira bera á því. Fólk fær í rauninni ofnæmisviðbrögð í varaslímhúðina og tannholdið,“ segir Stefán. Geti aukið líkur á illkynja breytingum Hann ráðleggur þeim sem nota nikótínpúða að skipta reglulega um staði í munninum og dreifa álaginu á tannholdið. „Alltaf skynsamlegt að leyfa tannholdinu aðeins að jafna sig á milli.“ Stefán segir að þó tannholdið hörfi vissulega hægar við notkun púðanna en íslenska munntóbaksins sé ekki vitað hvað slíkar slímhúðarbólgur geri líkamanum til langs tíma litið. Þó minna sé af yfirlýstum krabbameinsvaldandi efnum í nikótínpúðum geti krónísk bólga stundum aukið líkur á illkynja breytingum. „Það er svo sem eitthvað sem kemur í ljós eftir tuttugu, þrjátíu ár.“ Verstu þekktu áhrif nikótínpúðanotkunar séu þó áhrif hennar á hjarta- og æðakerfið. Samkvæmt því sem Stefán segir eykur hún blóðþrýstingin og með tímanum getur það valdið æðakölkun og haft áhrif á hjarta- og æðakerfið í heild sinni. Hann segir að nikótínpúðanotkun hafi „klárlega mikil áhrif á langlífi.“ „Menn eru farnir að tala um það að það sé mun minni líkur á að fólk þrói með sér illkynja breytingar þegar það er að nota þessa púða samanborið við reykingar. Menn gleyma svolítið að horfa á þessa hjarta- og æðasjúkdóma. Það er ekkert endilega minni líkur á hjarta- og æðasjúkdómum þegar fólk er að nota þessa púða miðað við reykingarnar,“ segir Stefán. Að lokum ráðleggur hann þeim sem vilja hætta að taka í vörina að besta ráðið sé að byrja á því að skipta yfir í nikótíntyggjó eða plástra. Svo reyna að trappa það niður og að lokum hætta.
Nikótínpúðar Reykjavík síðdegis Tannheilsa Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Tannlæknar uggandi yfir munntóbaksnotkun Tannlæknar sjá í auknu mæli illa farið tannhold vegna munntóbaksnotkunar. Þeir eru uggandi yfir þróuninni og óttast þau vandamál sem kunna að koma upp þegar fram líða stundir. 8. apríl 2012 19:00 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Tannlæknar uggandi yfir munntóbaksnotkun Tannlæknar sjá í auknu mæli illa farið tannhold vegna munntóbaksnotkunar. Þeir eru uggandi yfir þróuninni og óttast þau vandamál sem kunna að koma upp þegar fram líða stundir. 8. apríl 2012 19:00
Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00