Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2024 15:16 Victor Orban forsætisráðherra Ungverjalands. EPA-EFE/FILIP SINGER Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins er vitnað til ræðu ungverska forsætisráðherrans á þinginu frá því fyrr í dag. Hann segir aðild Svía styrkja öryggi Ungverja. Greidd verða atkvæði um umsókn Svía síðdegis í dag. Svíar sóttu um inngöngu í NATO í febrúar í fyrra, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi drógu bæði lappirnar í að samþykkja umsókn Svía, þó umsókn Finna, sem sóttu um á svipuðum tíma, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum í apríl í fyrra. Tyrkir samþykktu umsóknina loksins í janúar eftir að sænsk stjórnvöld höfðu fallist á kröfur landsins um afhendingu á meintum uppreisnarmönnum Kúrda sem tyrknesk stjórnvöld hafa haft á lista yfir þá sem þau kalla hryðjuverkamenn. Orban og félagar meðal ungverskra stjórnvalda hafa verið hliðhollari Rússum en önnur stjórnvöld innan Evrópusambandsins. Þannig voru ungversk stjórnvöld einnig þau síðustu til að samþykkja aukinn stuðning til Úkraínu vegna innrásar Rússlands í landið. Gerðu vopnakaupasamning fyrir helgi Hefur sænska ríkisútvarpið haft eftir sérfræðingi í málinu að það sæti furðu að Ungverjar hafi dregið lappirnar eins lengi í málinu og raun ber vitni. Haft er eftir Viktori Orban forsætisráðherra Ungverjalands að ný samþykktur samningur um vopnasölu á milli landanna hafi vissulega haft áhrif. Greint var frá því á föstudag að ungversk og sænsk stjórnvöld hefðu gert með sér samninga um kaup fyrrnefndra stjórnvalda á fjórum Saab orrustuþotum frá Svíþjóð. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar fagnaði samningnum. Hefur Viktor Orban sagt að með samningum hafi tekist að endurskapa traust á milli landanna. NATO snúist þegar hólminn er komið alfarið um traust. NATO Ungverjaland Svíþjóð Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira
Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins er vitnað til ræðu ungverska forsætisráðherrans á þinginu frá því fyrr í dag. Hann segir aðild Svía styrkja öryggi Ungverja. Greidd verða atkvæði um umsókn Svía síðdegis í dag. Svíar sóttu um inngöngu í NATO í febrúar í fyrra, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi drógu bæði lappirnar í að samþykkja umsókn Svía, þó umsókn Finna, sem sóttu um á svipuðum tíma, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum í apríl í fyrra. Tyrkir samþykktu umsóknina loksins í janúar eftir að sænsk stjórnvöld höfðu fallist á kröfur landsins um afhendingu á meintum uppreisnarmönnum Kúrda sem tyrknesk stjórnvöld hafa haft á lista yfir þá sem þau kalla hryðjuverkamenn. Orban og félagar meðal ungverskra stjórnvalda hafa verið hliðhollari Rússum en önnur stjórnvöld innan Evrópusambandsins. Þannig voru ungversk stjórnvöld einnig þau síðustu til að samþykkja aukinn stuðning til Úkraínu vegna innrásar Rússlands í landið. Gerðu vopnakaupasamning fyrir helgi Hefur sænska ríkisútvarpið haft eftir sérfræðingi í málinu að það sæti furðu að Ungverjar hafi dregið lappirnar eins lengi í málinu og raun ber vitni. Haft er eftir Viktori Orban forsætisráðherra Ungverjalands að ný samþykktur samningur um vopnasölu á milli landanna hafi vissulega haft áhrif. Greint var frá því á föstudag að ungversk og sænsk stjórnvöld hefðu gert með sér samninga um kaup fyrrnefndra stjórnvalda á fjórum Saab orrustuþotum frá Svíþjóð. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar fagnaði samningnum. Hefur Viktor Orban sagt að með samningum hafi tekist að endurskapa traust á milli landanna. NATO snúist þegar hólminn er komið alfarið um traust.
NATO Ungverjaland Svíþjóð Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira