Eins árs fangelsi fyrir að flytja inn lítra af amfetamíni Árni Sæberg skrifar 26. febrúar 2024 17:01 Konan var gómuð við komuna til landsins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið dæmd til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn rúman lítra af amfetamínbasa frá Póllandi. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 16. febrúar síðastliðinn. Þar segir að konan hafi verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 28. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 1.010 millilítrum af amfetamínbasa, með styrkleika 45 til 47 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hún hafi flutt fíkniefnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Gdansk í Póllandi til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Játaði skýlaust Í dóminum segir að konan hafi mætt fyrir dóminn, játað brot sitt án undandráttar og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins, sem krafðist upptöku amfetamínbasans. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Þá hafi hún krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhaldsvist yrði dregin frá dæmdri refsingu að fullri dagatölu. Aldrei brotið af sér áður Í dóminum segir að engra gagni hafi notið í málinu um að konan hefði áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Litið yrði til þessa og aldurs konunnar við ákvörðun refsingar sem og skýlausrar játningar og samvinnu hennar. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að brot konunnar hafi verið stórfellt. Í því sambandi væri einkum horft til verulegs hættueiginleika efnisins, styrkleika þess og magns, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Með vísan til þess og fordæmisgefandi dóms þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin eins árs fangelsisvist. Þá sæti konan upptöku alls amfetamínbasans. Loks segir að konan greiði allan sakarkostnað, 1,7 milljónir króna. Um væri að ræða kostnað vegna magngreiningar og matsgerðar rannsóknarstofu Háskóla Íslands auk þóknunar skipaðs verjanda konunnar á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem þyki hæfilega ákveðin, með hliðsjón af eðli og umfangi málsins og tímaskýrslu lögmannsins, 1,5 milljónir króna. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Fleiri fréttir Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 16. febrúar síðastliðinn. Þar segir að konan hafi verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 28. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 1.010 millilítrum af amfetamínbasa, með styrkleika 45 til 47 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hún hafi flutt fíkniefnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Gdansk í Póllandi til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Játaði skýlaust Í dóminum segir að konan hafi mætt fyrir dóminn, játað brot sitt án undandráttar og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins, sem krafðist upptöku amfetamínbasans. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Þá hafi hún krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhaldsvist yrði dregin frá dæmdri refsingu að fullri dagatölu. Aldrei brotið af sér áður Í dóminum segir að engra gagni hafi notið í málinu um að konan hefði áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Litið yrði til þessa og aldurs konunnar við ákvörðun refsingar sem og skýlausrar játningar og samvinnu hennar. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að brot konunnar hafi verið stórfellt. Í því sambandi væri einkum horft til verulegs hættueiginleika efnisins, styrkleika þess og magns, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Með vísan til þess og fordæmisgefandi dóms þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin eins árs fangelsisvist. Þá sæti konan upptöku alls amfetamínbasans. Loks segir að konan greiði allan sakarkostnað, 1,7 milljónir króna. Um væri að ræða kostnað vegna magngreiningar og matsgerðar rannsóknarstofu Háskóla Íslands auk þóknunar skipaðs verjanda konunnar á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem þyki hæfilega ákveðin, með hliðsjón af eðli og umfangi málsins og tímaskýrslu lögmannsins, 1,5 milljónir króna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Fleiri fréttir Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Sjá meira