Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2024 10:26 Flóttamannabúðir UNRWA í Khan Yunis í suðurhluta Gasa. Í tilkynningu Amnesty International segir að UNRWA sé að vinna ómetanlegt starf og skaðræði sé að láta af stuðningi við samtökin. Majdi Fathi/NurPhoto via Getty Images Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. Samtökin skora á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að láta af frystingu fjármögnunar til UNRWA - að snúa þeirri ákvörðun við án tafar og styðja við störf UNRWA. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ákvað þann 30. janúar að frysta stuðning til UNRWA að fresta greiðslu kjarnaframlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA), í kjölfar ásakana um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hafi átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas 7. október síðastliðinn. Amensty International viðurkennir alvarleika ásakana sem ísraelska ríkisstjórnin setti fram á hendur 12 af 30.000 starfsmönnum UNRWA um þátttöku þeirra í brotum á alþjóðalögum, þar á meðal stríðsglæpum, gegn ísraelskum borgurum þann 7. október. „Engu að síður hafa samtökin rannsakað sex blaðsíðna skjal sem inniheldur þær ásakanir sem Ísrael hefur lagt fram um málið og komust samtökin að þeirri niðurstöðu að þar eru engin sönnunargögn sem benda til þess að UNRWA beri ábyrgð á þeim sökum sem bornar hafa verið á hendur umræddum starfsmönnum. Reynast umræddar sakir á rökum reistar tengjast þær ekki á starfssviði þeirra hjá UNRWA.“ UNRWA að vinna ómetanlegt starf UNRWA tilkynnti um uppsögn hlutaðeigandi tíu starfsmanna en tveir úr hópi þeirra tólf sem sættu meintum sökum hafa verið drepnir. Undirstrikað er í áskoruninni að frystingin hafi hörmuleg áhrif á líf milljóna manna. Ásakanir á hendur fáeinum einstaklingum um verknað sem tengist ekki þeirra starfssviði réttlætir aldrei jafn róttæka ákvörðun og ríkisstjórn Íslands hefur tekið. „Í þeirri mannúðarneyð sem nú er á Gaza er það hlutverk UNRWA að veita aðstoð, mat og skjól gríðarlega mikilvægt og lífsnauðsynlegt, sérstaklega í ljósi þess að enginn annar aðili í mannúðarstarfi er til staðar sem getur fyllt skarðið,“ segir í tilkynningunni. Málið enn til skoðunar Þá er bent á að rúmlega 1,7 milljónir íbúa á Gaza séu vegalausir og nærri milljón þeirra hefur leitað skjóls í yfirfullum skólum og athvörfum sem UNRWA rekur. „Íslandsdeild Amnesty International kallar eftir því að ríkisstjórn Íslands tryggi UNRWA fjárhagsstuðning án tafar í ljósi hættu á hópmorði Palestínubúa á Gaza og fordæmi opinberlega áform ísraelskra stjórnvalda um nauðungarflutninga palestínskra íbúa á Gaza og staðfesti rétt þeirra til að snúa aftur til síns heima, sbr 194. ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá desember 1948.“ Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvað verður með frystinguna en Írar tilkynntu nýlega að þeir væru hættir við frystingu. Enn hefur ekki komið til þess að Ísland borgi ekki en það stefnir hins vegar í það. „Málið er enn til skoðunar. Samkvæmt rammasamningi við UNRWA skal kjarnaframlag Íslands greitt á fyrsta ársfjórðungi, eða fyrir lok mars,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Hver er þinn hirðir? Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. 7. febrúar 2024 11:00 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Samtökin skora á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að láta af frystingu fjármögnunar til UNRWA - að snúa þeirri ákvörðun við án tafar og styðja við störf UNRWA. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ákvað þann 30. janúar að frysta stuðning til UNRWA að fresta greiðslu kjarnaframlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA), í kjölfar ásakana um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hafi átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas 7. október síðastliðinn. Amensty International viðurkennir alvarleika ásakana sem ísraelska ríkisstjórnin setti fram á hendur 12 af 30.000 starfsmönnum UNRWA um þátttöku þeirra í brotum á alþjóðalögum, þar á meðal stríðsglæpum, gegn ísraelskum borgurum þann 7. október. „Engu að síður hafa samtökin rannsakað sex blaðsíðna skjal sem inniheldur þær ásakanir sem Ísrael hefur lagt fram um málið og komust samtökin að þeirri niðurstöðu að þar eru engin sönnunargögn sem benda til þess að UNRWA beri ábyrgð á þeim sökum sem bornar hafa verið á hendur umræddum starfsmönnum. Reynast umræddar sakir á rökum reistar tengjast þær ekki á starfssviði þeirra hjá UNRWA.“ UNRWA að vinna ómetanlegt starf UNRWA tilkynnti um uppsögn hlutaðeigandi tíu starfsmanna en tveir úr hópi þeirra tólf sem sættu meintum sökum hafa verið drepnir. Undirstrikað er í áskoruninni að frystingin hafi hörmuleg áhrif á líf milljóna manna. Ásakanir á hendur fáeinum einstaklingum um verknað sem tengist ekki þeirra starfssviði réttlætir aldrei jafn róttæka ákvörðun og ríkisstjórn Íslands hefur tekið. „Í þeirri mannúðarneyð sem nú er á Gaza er það hlutverk UNRWA að veita aðstoð, mat og skjól gríðarlega mikilvægt og lífsnauðsynlegt, sérstaklega í ljósi þess að enginn annar aðili í mannúðarstarfi er til staðar sem getur fyllt skarðið,“ segir í tilkynningunni. Málið enn til skoðunar Þá er bent á að rúmlega 1,7 milljónir íbúa á Gaza séu vegalausir og nærri milljón þeirra hefur leitað skjóls í yfirfullum skólum og athvörfum sem UNRWA rekur. „Íslandsdeild Amnesty International kallar eftir því að ríkisstjórn Íslands tryggi UNRWA fjárhagsstuðning án tafar í ljósi hættu á hópmorði Palestínubúa á Gaza og fordæmi opinberlega áform ísraelskra stjórnvalda um nauðungarflutninga palestínskra íbúa á Gaza og staðfesti rétt þeirra til að snúa aftur til síns heima, sbr 194. ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá desember 1948.“ Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvað verður með frystinguna en Írar tilkynntu nýlega að þeir væru hættir við frystingu. Enn hefur ekki komið til þess að Ísland borgi ekki en það stefnir hins vegar í það. „Málið er enn til skoðunar. Samkvæmt rammasamningi við UNRWA skal kjarnaframlag Íslands greitt á fyrsta ársfjórðungi, eða fyrir lok mars,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Hver er þinn hirðir? Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. 7. febrúar 2024 11:00 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Hver er þinn hirðir? Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. 7. febrúar 2024 11:00
Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34
„Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01