Fyrrverandi útkastari vann sitt fyrsta PGA-mót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2024 14:01 Jake Knapp fékk steypibað eftir að hann tryggði sér sigur á Mexico Open. getty/Orlando Ramirez Bandaríkjamaðurinn Jake Knapp vann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni um helgina. Ekki eru nema þrjú ár síðan hann réði sig sem dyravörð á skemmtistað. Knapp, sem er 29 ára, var með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á Mexico Open. Forysta hans hvarf hins vegar á fyrstu sjö holunum á lokahringnum. En Knapp náði sér aftur á strik og endaði á nítján höggum undir pari, tveimur höggum á undan Sami Valimaki frá Finnlandi. „Ég var kannski ekki upp á mitt besta, það er ljóst. Ég vissi að þetta yrði spennandi og erfitt. En ég var mjög hreykinn af því hvernig ég spilaði undir lokin,“ sagði Knapp. Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá honum á undanförnum árum. Fyrir þremur árum mistókst honum að tryggja sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og réði sig í kjölfarið sem dyravörður á skemmtistað. „Þeir þurftu öryggisvörð og ég sagði að ég vissi ekki hvort ég væri nógu stór en ég gæti staðið þarna og þóst vera harður,“ sagði Knapp. Þrír af átta sigurvegurum á PGA-mótaröðinni á þessu ári hafa unnið sitt fyrsta mót á ferlinum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Cognizant Classic, er um næstu helgi. Golf Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Knapp, sem er 29 ára, var með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á Mexico Open. Forysta hans hvarf hins vegar á fyrstu sjö holunum á lokahringnum. En Knapp náði sér aftur á strik og endaði á nítján höggum undir pari, tveimur höggum á undan Sami Valimaki frá Finnlandi. „Ég var kannski ekki upp á mitt besta, það er ljóst. Ég vissi að þetta yrði spennandi og erfitt. En ég var mjög hreykinn af því hvernig ég spilaði undir lokin,“ sagði Knapp. Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá honum á undanförnum árum. Fyrir þremur árum mistókst honum að tryggja sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og réði sig í kjölfarið sem dyravörður á skemmtistað. „Þeir þurftu öryggisvörð og ég sagði að ég vissi ekki hvort ég væri nógu stór en ég gæti staðið þarna og þóst vera harður,“ sagði Knapp. Þrír af átta sigurvegurum á PGA-mótaröðinni á þessu ári hafa unnið sitt fyrsta mót á ferlinum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Cognizant Classic, er um næstu helgi.
Golf Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira