Markaveisla á Villa Park og Brighton bjargaði stigi í uppbótartíma Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2024 17:03 Douglas Luiz fagnar öðru marki sínu ásamt liðsfélögum. Catherine Ivill/Getty Images Þremur leikjum lauk rétt í þessu í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa vann öruggan sigur, líkt og Crystal Palace, á meðan Brighton rétt bjargaði stigi gegn Everton. Markaveisla á Villa Park Aston Villa og Nottingham Forest áttust við á Villa Park í æsispennandi leik sem endaði Heimamenn röðuðu mörkunum inn í upphafi. Ollie Watkins skoraði fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu og Douglas Luiz bætti svo tveimur mörkum við áður en Moussa Niakhaté skoraði fyrir gestina rétt áður en flautað var til hálfleiks. Morgan Gibbs White minnkaði muninn svo niður í eitt mark strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning hjá Divock Origi. Öll von um endurkomu lifði ekki lengi, Leon Bailey breikkaði bilið aftur fyrir Aston Villa á 61. mínútu, 4-2 og þar við sat. Crystal Palace heilluðu nýjan þjálfara Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði 3-0 gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Heimamenn spiluðu vel undir stjórn nýs þjálfara en Oliver Glasner tók á dögunum við starfi Roy Hodgson hjá Crystal Palace. Þeir gengu ágætlega í augun á nýjum þjálfara og sköpuðu sér heilan helling af marktækifærum. Josh Brownhill, leikmaður Burnley, var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann stöðvaði Jefferson Lerma frá því að sleppa einn í gegn. Manni fleiri fundu Palace menn loksins mörk í seinni hálfleik. Chris Richards opnaði reikninginn á 68. mínútu eftir stoðsendingu Jordan Ayew, sem skoraði annað markið sjálfur örskömmu síðar. Jean-Phillipe Mateta skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins af vítapunktinum á 79. mínútu. Fékk að líta gult áður en leikur hófst Brighton bjargaði stigi í uppbótartíma er þeir tóku á móti Everton, lokatölur 1-1. Leikur var ekki enn hafinn þegar Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, fór að rífa kjaft og fékk gult spjald frá dómara leiksins. Hans menn höfðu þó alla yfirburði í leiknum og sköpuðu sér mun fleiri færi, en gekk illa að koma boltanum í netið. Everton liðið lá þétt til baka og sóttu hratt í skyndisóknum. Það bar árangur fyrir gestina á 73. mínútu þegar Jarrad Branthwaite skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Everton. Billy Gilmour, leikmaður Brighton, fékk að fjúka af velli skömmu síðar og útlit var fyrir að Everton tækju öll stigin þrjú en fyrirliðinn Lewis Dunk bjargaði stigi fyrir Brighton með marki í uppbótartíma. Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. United - Fulham | Nú þarf einhver annar en Höjlund að skora? Manchester United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Daninn Rasmus Höjlund hefur skorað í sex deildarleikjum í röð. Liðið verður hins vegar án Höjlund á næstunni því hann er meiddur. 24. febrúar 2024 14:30 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Sjá meira
Markaveisla á Villa Park Aston Villa og Nottingham Forest áttust við á Villa Park í æsispennandi leik sem endaði Heimamenn röðuðu mörkunum inn í upphafi. Ollie Watkins skoraði fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu og Douglas Luiz bætti svo tveimur mörkum við áður en Moussa Niakhaté skoraði fyrir gestina rétt áður en flautað var til hálfleiks. Morgan Gibbs White minnkaði muninn svo niður í eitt mark strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning hjá Divock Origi. Öll von um endurkomu lifði ekki lengi, Leon Bailey breikkaði bilið aftur fyrir Aston Villa á 61. mínútu, 4-2 og þar við sat. Crystal Palace heilluðu nýjan þjálfara Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði 3-0 gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Heimamenn spiluðu vel undir stjórn nýs þjálfara en Oliver Glasner tók á dögunum við starfi Roy Hodgson hjá Crystal Palace. Þeir gengu ágætlega í augun á nýjum þjálfara og sköpuðu sér heilan helling af marktækifærum. Josh Brownhill, leikmaður Burnley, var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann stöðvaði Jefferson Lerma frá því að sleppa einn í gegn. Manni fleiri fundu Palace menn loksins mörk í seinni hálfleik. Chris Richards opnaði reikninginn á 68. mínútu eftir stoðsendingu Jordan Ayew, sem skoraði annað markið sjálfur örskömmu síðar. Jean-Phillipe Mateta skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins af vítapunktinum á 79. mínútu. Fékk að líta gult áður en leikur hófst Brighton bjargaði stigi í uppbótartíma er þeir tóku á móti Everton, lokatölur 1-1. Leikur var ekki enn hafinn þegar Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, fór að rífa kjaft og fékk gult spjald frá dómara leiksins. Hans menn höfðu þó alla yfirburði í leiknum og sköpuðu sér mun fleiri færi, en gekk illa að koma boltanum í netið. Everton liðið lá þétt til baka og sóttu hratt í skyndisóknum. Það bar árangur fyrir gestina á 73. mínútu þegar Jarrad Branthwaite skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Everton. Billy Gilmour, leikmaður Brighton, fékk að fjúka af velli skömmu síðar og útlit var fyrir að Everton tækju öll stigin þrjú en fyrirliðinn Lewis Dunk bjargaði stigi fyrir Brighton með marki í uppbótartíma.
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. United - Fulham | Nú þarf einhver annar en Höjlund að skora? Manchester United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Daninn Rasmus Höjlund hefur skorað í sex deildarleikjum í röð. Liðið verður hins vegar án Höjlund á næstunni því hann er meiddur. 24. febrúar 2024 14:30 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Sjá meira
Í beinni: Man. United - Fulham | Nú þarf einhver annar en Höjlund að skora? Manchester United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Daninn Rasmus Höjlund hefur skorað í sex deildarleikjum í röð. Liðið verður hins vegar án Höjlund á næstunni því hann er meiddur. 24. febrúar 2024 14:30