Erlent

Á­rásar­maðurinn fannst í Thames

Jón Þór Stefánsson skrifar
Abdul Shokoor Ezedi og var 35 ára gamall,
Abdul Shokoor Ezedi og var 35 ára gamall, Lögreglan í Bretlandi

Maðurinn sem skvetti sýru eða öðrum eiturefnum í mæðgur í London í lok janúarmánaðar fannst látinn í Thames-ánni sem liggur í gegnum borgina.

Ekkert hafði spurst til mannsins, sem hét Abdul Shokoor Ezedi og var 35 ára gamall,eftir að hann framdi árásina, nema í öryggismyndavélakerfi þar sem hann stóð yfir Chelsea-brúnni í London.

Krufning bendir til þess að dánarmein Ezedi hafi verið drukknun.

Konan sem árásin beindist að var fyrrverandi maki hans, en hann skvetti eiturefnum einnig í tvær barnungar dætur hennar, átta og þriggja ára gamlar. 

Efnin sem hann notaði voru þó svo sterk að tólf særðust í árásinni, meðal annars fólk sem kom að særðum mæðgunum.

Ezedi hlaut líka áverka vegna eitursins og var greint frá því að þeir gætu mögulega orðið honum sjálfum að bana.


Tengdar fréttir

Móðurinni haldið sofandi

Móðurinni sem varð fyrir því að sýru var skvett framan í hana í London á miðvikudagskvöld er haldið sofandi. Hún er alvarlega slösuð. Dætur hennar tvær sem einnig urðu fyrir árásinni eru ekki eins hætt komnar.

Leita enn að manninum sem skvetti sýrunni

Breska lögreglan fór inn í og rannsakaði fimm byggingar í leit sinni að Abdul Ezedi, sem skvetti sýru á konu og tvær dætur hennar á miðvikudag. Ekki hefur sést til mannsins síðan á miðvikudagskvöld og liggur móðirin þungt haldin.

Leita manns sem skvetti eiturefnum framan í mæðgur

Lögreglan í London leitar árásarmanns sem talinn er hafa skvett eiturefnum framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar, átta og þriggja ára, í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Fólk sem kom konunni til aðstoðar hlaut brunasár í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×