Freyr Alexandersson stýrði Lyngby fyrir áramót en í jólafríinu gerðist hann þjálfari KV Kortrijk í Belgíu. Í hans stað réð Lyngby kraftaverkamanninn frá Klaksvík í Færeyjum, hinn norska Magne Hoseth. Sá hefur nú tapað fyrstu tveimur deildarleikjum sínum.
Lyngby tapaði 3-2 fyrir FC Nordsjælland en sýndi þó fína takta sóknarlega, það var munna um þá í kvöld þegar liðið sótti Randers heim. Íslendingarnir þrír - Kolbeinn Birgir Finnsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Sævar Atli Magnússon – voru allir í byrjunarliðinu. Sævar Atli var tekinn af velli á 64. mínútu.
OPVARMNINGEN ER I FULD GANG #SammenForLyngby pic.twitter.com/itM2G4L3a5
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) February 23, 2024
Staðan var markalaus í hálfleik en á 59. mínútu varð miðvörðurinn Magnus Jensen fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Reyndist það eina mark leiksins og lokatölur 1-0 Randers í vil. Lyngby er nú í 9. sæti með 15 stig að loknum 19 leikjum.
Í dönsku B-deildinni lék Ari Leifsson allan leikinn í 2-1 útisigri Kolding á AC Horsens. Davíð Ingvarsson sat hins vegar á bekknum.
Kolding er í 6. sæti með 28 stig að loknum 19 leikjum.