Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Magnús Jochum Pálsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. febrúar 2024 20:22 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. Fulltrúar breiðfylkingar stéttarfélaga, fagfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu í allan dag. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, um ákvörðun VR að ganga frá borði. Hlusta má á viðtalið eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur í klippunni að neðan. Sigríður Margrét sagði langtímakjarasamninga sem geta stuðlað að efnahagslegum stöðugleika á Íslandi vera það mikilvægasta sem verið væri að vinna að í viðræðunum. Henni þykir miður að VR hafi hætt þegar viðræðurnar voru komnar svona langt. Hver eru viðbrögð þín við útspili VR? „Okkur þykir það mjög miður að VR hafi ákveðið að slíta sig frá þessu samstarfi vegna þess að VR var áður búið að samþykkja launaliðinn sem við erum að semja um og eins var VR búið að samþykkja það að við værum að horfa til verðbólguviðmiða í svokölluðum forsenduákvæðum sem eru auðvitað nauðsynlegur hluti af því að gera svona langtímakjarasamninga,“ sagði hún. Öll stéttarfélög samþykkt viðmiðið nema VR Ragnar Þór sagði fyrr í dag að ágreiningur um forsenduákvæðið hafa snúið að tímasetningum. Sigríður segir sorglegt að 0,2 prósentustiga munur á verðbólguviðmiði hafi gert útslagið. Var ekki hægt að hliðra til tímasetningum? „Sorglega staðreyndin er sú að VR fer frá þessum viðræðum meðan það munar 0,2 prósentustigum á því verðbólguviðmiði sem við erum að horfa til og öll önnur stéttarfélög voru tilbúin til að samþykkja. Það munaði þremur mánuðum á viðmiðunartímabilinu sem við erum að horfa til varðandi verðbólguviðmiðin,“ sagði hún. „Frá okkar bæjardyrum séð finnst okkur þetta fyrst og fremst miður vegna þess að VR var búið að samþykkja þessa launastefnu, þennan launalið og eins líka það að horfa til þess að vera að miða við verðbólguviðmiðin í forsenduákvæðunum,“ sagði hún. „Fyrst og fremst hissa og sorgmædd“ Ragnar Þór sagði tímasetninguna á forsenduákvæðunum vera stóran þátt í viðræðunum. Sigríður setti spurningarmerki við ákvörðunina og segist bæði hissa og sorgmædd. Finnst þér þetta ábyrgðalaust af formanni eða stjórn VR að stíga frá borði? „Við setjum spurningarmerki við að þau stígi frá borði á þessum tímapunkti eftir að hafa verið búin að samþykkja launaliðinn, samþykkja það að horfa til verðbólguviðmiða. Við höfum svo sannarlega verið tilbúin til þess og vitum að það sé mikilvægt að það séu forsenduákvæði inni í svona langtímakjarasamningum,“ sagði Sigríður. „Við erum bara fyrst og fremst hissa og sorgmædd,“ bætti hún við. Nást samningar um helgina? „Við ætlum að gera okkar allra besta til að svo geti verið vegna þess að þetta eru tímamótasamningar sem við erum að gera. Gríðarlega mikilvægir samningar til að hér geti verið efnahagslegur stöðugleiki,“ sagði hún. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Fagfélögin undirbúa verkfallsaðgerðir Fagfélögin, sem innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS, samþykktu á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðahóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. 23. febrúar 2024 16:18 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Fulltrúar breiðfylkingar stéttarfélaga, fagfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu í allan dag. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, um ákvörðun VR að ganga frá borði. Hlusta má á viðtalið eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur í klippunni að neðan. Sigríður Margrét sagði langtímakjarasamninga sem geta stuðlað að efnahagslegum stöðugleika á Íslandi vera það mikilvægasta sem verið væri að vinna að í viðræðunum. Henni þykir miður að VR hafi hætt þegar viðræðurnar voru komnar svona langt. Hver eru viðbrögð þín við útspili VR? „Okkur þykir það mjög miður að VR hafi ákveðið að slíta sig frá þessu samstarfi vegna þess að VR var áður búið að samþykkja launaliðinn sem við erum að semja um og eins var VR búið að samþykkja það að við værum að horfa til verðbólguviðmiða í svokölluðum forsenduákvæðum sem eru auðvitað nauðsynlegur hluti af því að gera svona langtímakjarasamninga,“ sagði hún. Öll stéttarfélög samþykkt viðmiðið nema VR Ragnar Þór sagði fyrr í dag að ágreiningur um forsenduákvæðið hafa snúið að tímasetningum. Sigríður segir sorglegt að 0,2 prósentustiga munur á verðbólguviðmiði hafi gert útslagið. Var ekki hægt að hliðra til tímasetningum? „Sorglega staðreyndin er sú að VR fer frá þessum viðræðum meðan það munar 0,2 prósentustigum á því verðbólguviðmiði sem við erum að horfa til og öll önnur stéttarfélög voru tilbúin til að samþykkja. Það munaði þremur mánuðum á viðmiðunartímabilinu sem við erum að horfa til varðandi verðbólguviðmiðin,“ sagði hún. „Frá okkar bæjardyrum séð finnst okkur þetta fyrst og fremst miður vegna þess að VR var búið að samþykkja þessa launastefnu, þennan launalið og eins líka það að horfa til þess að vera að miða við verðbólguviðmiðin í forsenduákvæðunum,“ sagði hún. „Fyrst og fremst hissa og sorgmædd“ Ragnar Þór sagði tímasetninguna á forsenduákvæðunum vera stóran þátt í viðræðunum. Sigríður setti spurningarmerki við ákvörðunina og segist bæði hissa og sorgmædd. Finnst þér þetta ábyrgðalaust af formanni eða stjórn VR að stíga frá borði? „Við setjum spurningarmerki við að þau stígi frá borði á þessum tímapunkti eftir að hafa verið búin að samþykkja launaliðinn, samþykkja það að horfa til verðbólguviðmiða. Við höfum svo sannarlega verið tilbúin til þess og vitum að það sé mikilvægt að það séu forsenduákvæði inni í svona langtímakjarasamningum,“ sagði Sigríður. „Við erum bara fyrst og fremst hissa og sorgmædd,“ bætti hún við. Nást samningar um helgina? „Við ætlum að gera okkar allra besta til að svo geti verið vegna þess að þetta eru tímamótasamningar sem við erum að gera. Gríðarlega mikilvægir samningar til að hér geti verið efnahagslegur stöðugleiki,“ sagði hún.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Fagfélögin undirbúa verkfallsaðgerðir Fagfélögin, sem innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS, samþykktu á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðahóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. 23. febrúar 2024 16:18 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51
Fagfélögin undirbúa verkfallsaðgerðir Fagfélögin, sem innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS, samþykktu á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðahóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. 23. febrúar 2024 16:18