Salah, De Bruyne og Casemiro næstir á óskalista Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 19:15 Þessir þrír gætu yfirgefið ensku úrvalsdeildina í sumar. Getty Images Það er nóg um digra sjóði í Sádi-Arabíu og ætlar PIF, fjárfestingasjóður ríkisins, að halda áfram að sækja stór nöfn til Evrópu þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Eru þeir Kevin de Bruyne, Mohamed Salah og Casemiro efstir á óskalistanum að svo stöddu. Það er The Times sem greinir frá en þar segir að hinn 32 ára gamli De Bruyne sé efstur á óskalista PIF. Belgíski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli og er talið að mikið álag hjá Manchester City sé farið að taka sinn toll. Saudi clubs prepare big-money bid for Kevin De Bruynehttps://t.co/JhhPFksyF8— Paul Hirst (@hirstclass) February 23, 2024 Hann verður 33 ára gamall í sumar og á þá aðeins ár eftir af samningi. Þó Man City sé ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að fjármunum þá vill liðið forðast það að missa De Bruyne frá sér án greiðslu en síðasta sumar fór İlkay Gündoğan til Barcelona á frjálsri sölu. Framherjinn Mohamed Salah var þrálátlega orðaður við deildina í Sádi-Arabíu en hann verður 32 ára gamall í sumar. Þá rennur samningur hans líka út sumarið 2025. Casemiro fagnar 32. ára afmæli sínu í dag, 23. febrúar, en hann hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð. Hann var frá í nokkurn tíma vegna meiðsla og hefur virkað langt frá sínu besta þegar hann spilar. Man United er sagt tilbúið að losa leikmanninn næsta sumar komi álitlegt tilboð í hann en hann kostaði félagið drjúgan skilding er hann kom frá Real Madríd sumarið 2022. Ekki hefur komið fram hvaða félög eru á höttunum á eftir leikmönnunum þremur en ætli PIF stefni ekki á að deila þeim niður á þrjú félög svo þau séu hvað samkeppnishæfust. Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Það er The Times sem greinir frá en þar segir að hinn 32 ára gamli De Bruyne sé efstur á óskalista PIF. Belgíski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli og er talið að mikið álag hjá Manchester City sé farið að taka sinn toll. Saudi clubs prepare big-money bid for Kevin De Bruynehttps://t.co/JhhPFksyF8— Paul Hirst (@hirstclass) February 23, 2024 Hann verður 33 ára gamall í sumar og á þá aðeins ár eftir af samningi. Þó Man City sé ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að fjármunum þá vill liðið forðast það að missa De Bruyne frá sér án greiðslu en síðasta sumar fór İlkay Gündoğan til Barcelona á frjálsri sölu. Framherjinn Mohamed Salah var þrálátlega orðaður við deildina í Sádi-Arabíu en hann verður 32 ára gamall í sumar. Þá rennur samningur hans líka út sumarið 2025. Casemiro fagnar 32. ára afmæli sínu í dag, 23. febrúar, en hann hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð. Hann var frá í nokkurn tíma vegna meiðsla og hefur virkað langt frá sínu besta þegar hann spilar. Man United er sagt tilbúið að losa leikmanninn næsta sumar komi álitlegt tilboð í hann en hann kostaði félagið drjúgan skilding er hann kom frá Real Madríd sumarið 2022. Ekki hefur komið fram hvaða félög eru á höttunum á eftir leikmönnunum þremur en ætli PIF stefni ekki á að deila þeim niður á þrjú félög svo þau séu hvað samkeppnishæfust.
Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira