Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2024 10:48 Frá skrifstofum i-Soon í Chengdu í suðurhluta Kína. Tölvuþrjótar á vegum fyrirtækisins hafa gert fjölmargar árásir víðsvegar um heim og fyrir margar kínverskar stofnanir á undanförnum átta árum. AP/Dake Kang Kínverskir hakkarahópar, sem tengjast yfirvöldum í Peking, beita umfangsmiklum tölvuárásum gegn erlendum ríkisstjórnum, fyrirtækjum og gegn innviðum í öðrum ríkjum. Hakkararnir notast við galla á kerfum fyrirtækja eins og Microsoft, Apple og Google. Þetta kemur fram í gögnum sem lekið var frá einum af þessum hópum en gögnin eru sögð veita einstaka innsýn í starfsemi þessara tölvuþrjóta, sem starfa á vegum fyrirtækja sem opinberar stofnanir ráða til að gera tölvuárásir, samkvæmt frétt Washington Post. Gögnin, sem koma frá fyrirtæki í Sjanghæ sem heitir i-Soon, voru birt á GitHub í síðustu viku og innihalda myndir, skjöl og skrár yfir samskipti milli fólks. Gögnin spanna átta ára tímabil og þau sýna að opinberar stofnanir í Kína gera samninga við einkafyrirtæki sem ráðið hafa hakkara til að gera tölvuárásir í öðrum ríkjum. Meðal ríkja sem nefnd eru í gögnunum eru Indland, Hong Kong, Taíland, Suður-Kórea, Bretland, Taívan og Malasía. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig lengi kvartað yfir ítrekuðum tölvuárásum kínverskra hakkara gegn stofnunum, rannsóknarstofum og fyrirtækjum, með því markmiði að koma gögnum yfir alls konar upplýsingar og þá sérstaklega upplýsingar um nýja tækni. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig sakað Kínverja um árásir á mikilvæga innvið í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Eitt skjal í gögnunum sýnir hvernig hakkarar i-Soon stálum 95,2 gígabætum af gögnum um innflytjendur frá Indlandi og þremur terabætum af gögnum um símtöl, gögn sem sýna hver hringdi í hvern og hvenær, frá Suður-Kóreu. Sjá einnig: Ástralir fjarlægja 900 öryggismyndavélar frá Kína úr opinberum byggingum Hakkarar i-Soon hafa einnig gert árásir á samskiptafyrirtæki í Hong Kong, Kasakstan, Malasíu, Mongólíu, Nepal og Taívan. Gögnin sýna einnig að hakkararnir komu höndum yfir umfangsmikil kortagögn af vegakerfi Taívan. Eyríkis sem ráðamenn í Kína segja að tilheyri þeim, í mjög einföldu máli sagt. Slík gögn gætu reynst mikilvæg komi til innrásar í Taívan, eins og ráðamenn í eyríkinu óttast. Sjá einnig: Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Gögnin gætu meðal annars hjálpað Kínverjum að gera Taívönum erfitt með að flytja herafla um eyjuna í aðdraganda innrásar. Eftir innrás gætu gögnin hjálpað Kínverjum að flytja herafla um Taívan. Nota einkafyrirtæki í opinberum tilgangi Í frétt New York Times um gögnin segir að þau varpi ljósi á það hvernig ráðamenn í Kína og forsvarsmenn njósnastofnanna noti einkafyrirtæki til að framkvæma tölvuárásir á vegum ríkisins, bæði gegn erlendum aðilum og til að vakta Kínverja. Þá sérstaklega minnihlutahópa og veðmálafyrirtæki í Kína og kínverska andhófsmenn á erlendri grundu. Sérfræðingur hjá Google, sem blaðamaður NYT ræddi við, segir i-Soon hafa verið að vinna fyrir innanríkisráðuneyti Kína, kínverska herinn og fyrir ríkislögreglustjóra Kína. Sjá einnig: Handteknir grunaðir um að reka kínverska lögreglustöð í New York Hakkarar hafa meðal annars borið kennsl á aðgerðasinna sem skrifa undir nafnleynd á samfélagsmiðlum, bæði utan og innan landamæra Kína. Þá hefur hótunum verið beitt gegn þessu fólki til að fá þau til að fjarlægja færslur sem falla ekki í kramið hjá embættismönnum. Fram kemur í frétt NYT að hakkarar i-Soon notuðu tól sem er sérstaklega þróað til að fara yfir aðganga á X (áður Twitter) og safna póstföngum, símanúmerum og öðrum persónuupplýsingum um notendur þar. AP fréttaveitan hefur eftir starfsmönnum i-Soon að lekinn sé til rannsóknar, bæði hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins og hjá lögreglunni. Haldinn var fundur í fyrirtækinu í gær og þá var starfsmönnum sagt að lekinn myndi ekki hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins og var starfsmönnum sagt að halda áfram vinnu eins og ekkert hefði gerst. Kína Tölvuárásir Tengdar fréttir Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan. 1. febrúar 2024 23:04 Lai Ching-te kjörinn forseti í Taívan Laí Chingte bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Taívan sem efnt var til á dögunum. Niðurstöðurnar komu í ljós í dag. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn hlýtur sigur í forsetakosningum í óþökk stjórnvalda í Peking en hann hefur verið horn í síðu ráðamanna þar síðan hann tók við stjórn embættisins. 13. janúar 2024 16:22 Kínverjar að verða vinalausir í Taívan Þegar styttist í að haldnar verða forsetakosningar í Taívan standa ráðamenn í Peking frammi fyrir því í fyrsta sinn í nokkurn tíma að eiga fáa vini á eyjunni. Viðhorf Taívana til meginlandsins og tilkalls ráðamanna þar til eyríkisins hefur breyst töluvert á undanförnum árum og það sama á við forsetaframbjóðendur. 29. desember 2023 13:43 Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. 4. ágúst 2023 11:06 Kínverskir tölvuþrjótar grunaðir um að stela milljörðum af Covid-styrkjum Kínverskir tölvuþrjótar sem taldir eru tengjast yfirvöldum í Kína, rændu milljónum dala af Covid-styrkjum í Bandaríkjunum. Þeir eru sagðir hafa rænt minnst tuttugu milljónum dala af atvinnuleysisbótum og stuðningslánum til fyrirtækja í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. 6. desember 2022 11:25 Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6. júlí 2022 22:01 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem lekið var frá einum af þessum hópum en gögnin eru sögð veita einstaka innsýn í starfsemi þessara tölvuþrjóta, sem starfa á vegum fyrirtækja sem opinberar stofnanir ráða til að gera tölvuárásir, samkvæmt frétt Washington Post. Gögnin, sem koma frá fyrirtæki í Sjanghæ sem heitir i-Soon, voru birt á GitHub í síðustu viku og innihalda myndir, skjöl og skrár yfir samskipti milli fólks. Gögnin spanna átta ára tímabil og þau sýna að opinberar stofnanir í Kína gera samninga við einkafyrirtæki sem ráðið hafa hakkara til að gera tölvuárásir í öðrum ríkjum. Meðal ríkja sem nefnd eru í gögnunum eru Indland, Hong Kong, Taíland, Suður-Kórea, Bretland, Taívan og Malasía. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig lengi kvartað yfir ítrekuðum tölvuárásum kínverskra hakkara gegn stofnunum, rannsóknarstofum og fyrirtækjum, með því markmiði að koma gögnum yfir alls konar upplýsingar og þá sérstaklega upplýsingar um nýja tækni. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig sakað Kínverja um árásir á mikilvæga innvið í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Eitt skjal í gögnunum sýnir hvernig hakkarar i-Soon stálum 95,2 gígabætum af gögnum um innflytjendur frá Indlandi og þremur terabætum af gögnum um símtöl, gögn sem sýna hver hringdi í hvern og hvenær, frá Suður-Kóreu. Sjá einnig: Ástralir fjarlægja 900 öryggismyndavélar frá Kína úr opinberum byggingum Hakkarar i-Soon hafa einnig gert árásir á samskiptafyrirtæki í Hong Kong, Kasakstan, Malasíu, Mongólíu, Nepal og Taívan. Gögnin sýna einnig að hakkararnir komu höndum yfir umfangsmikil kortagögn af vegakerfi Taívan. Eyríkis sem ráðamenn í Kína segja að tilheyri þeim, í mjög einföldu máli sagt. Slík gögn gætu reynst mikilvæg komi til innrásar í Taívan, eins og ráðamenn í eyríkinu óttast. Sjá einnig: Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Gögnin gætu meðal annars hjálpað Kínverjum að gera Taívönum erfitt með að flytja herafla um eyjuna í aðdraganda innrásar. Eftir innrás gætu gögnin hjálpað Kínverjum að flytja herafla um Taívan. Nota einkafyrirtæki í opinberum tilgangi Í frétt New York Times um gögnin segir að þau varpi ljósi á það hvernig ráðamenn í Kína og forsvarsmenn njósnastofnanna noti einkafyrirtæki til að framkvæma tölvuárásir á vegum ríkisins, bæði gegn erlendum aðilum og til að vakta Kínverja. Þá sérstaklega minnihlutahópa og veðmálafyrirtæki í Kína og kínverska andhófsmenn á erlendri grundu. Sérfræðingur hjá Google, sem blaðamaður NYT ræddi við, segir i-Soon hafa verið að vinna fyrir innanríkisráðuneyti Kína, kínverska herinn og fyrir ríkislögreglustjóra Kína. Sjá einnig: Handteknir grunaðir um að reka kínverska lögreglustöð í New York Hakkarar hafa meðal annars borið kennsl á aðgerðasinna sem skrifa undir nafnleynd á samfélagsmiðlum, bæði utan og innan landamæra Kína. Þá hefur hótunum verið beitt gegn þessu fólki til að fá þau til að fjarlægja færslur sem falla ekki í kramið hjá embættismönnum. Fram kemur í frétt NYT að hakkarar i-Soon notuðu tól sem er sérstaklega þróað til að fara yfir aðganga á X (áður Twitter) og safna póstföngum, símanúmerum og öðrum persónuupplýsingum um notendur þar. AP fréttaveitan hefur eftir starfsmönnum i-Soon að lekinn sé til rannsóknar, bæði hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins og hjá lögreglunni. Haldinn var fundur í fyrirtækinu í gær og þá var starfsmönnum sagt að lekinn myndi ekki hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins og var starfsmönnum sagt að halda áfram vinnu eins og ekkert hefði gerst.
Kína Tölvuárásir Tengdar fréttir Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan. 1. febrúar 2024 23:04 Lai Ching-te kjörinn forseti í Taívan Laí Chingte bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Taívan sem efnt var til á dögunum. Niðurstöðurnar komu í ljós í dag. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn hlýtur sigur í forsetakosningum í óþökk stjórnvalda í Peking en hann hefur verið horn í síðu ráðamanna þar síðan hann tók við stjórn embættisins. 13. janúar 2024 16:22 Kínverjar að verða vinalausir í Taívan Þegar styttist í að haldnar verða forsetakosningar í Taívan standa ráðamenn í Peking frammi fyrir því í fyrsta sinn í nokkurn tíma að eiga fáa vini á eyjunni. Viðhorf Taívana til meginlandsins og tilkalls ráðamanna þar til eyríkisins hefur breyst töluvert á undanförnum árum og það sama á við forsetaframbjóðendur. 29. desember 2023 13:43 Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. 4. ágúst 2023 11:06 Kínverskir tölvuþrjótar grunaðir um að stela milljörðum af Covid-styrkjum Kínverskir tölvuþrjótar sem taldir eru tengjast yfirvöldum í Kína, rændu milljónum dala af Covid-styrkjum í Bandaríkjunum. Þeir eru sagðir hafa rænt minnst tuttugu milljónum dala af atvinnuleysisbótum og stuðningslánum til fyrirtækja í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. 6. desember 2022 11:25 Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6. júlí 2022 22:01 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan. 1. febrúar 2024 23:04
Lai Ching-te kjörinn forseti í Taívan Laí Chingte bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Taívan sem efnt var til á dögunum. Niðurstöðurnar komu í ljós í dag. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn hlýtur sigur í forsetakosningum í óþökk stjórnvalda í Peking en hann hefur verið horn í síðu ráðamanna þar síðan hann tók við stjórn embættisins. 13. janúar 2024 16:22
Kínverjar að verða vinalausir í Taívan Þegar styttist í að haldnar verða forsetakosningar í Taívan standa ráðamenn í Peking frammi fyrir því í fyrsta sinn í nokkurn tíma að eiga fáa vini á eyjunni. Viðhorf Taívana til meginlandsins og tilkalls ráðamanna þar til eyríkisins hefur breyst töluvert á undanförnum árum og það sama á við forsetaframbjóðendur. 29. desember 2023 13:43
Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. 4. ágúst 2023 11:06
Kínverskir tölvuþrjótar grunaðir um að stela milljörðum af Covid-styrkjum Kínverskir tölvuþrjótar sem taldir eru tengjast yfirvöldum í Kína, rændu milljónum dala af Covid-styrkjum í Bandaríkjunum. Þeir eru sagðir hafa rænt minnst tuttugu milljónum dala af atvinnuleysisbótum og stuðningslánum til fyrirtækja í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. 6. desember 2022 11:25
Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6. júlí 2022 22:01