„Völlurinn og liðið breyttu leiknum í sameiningu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 22:31 Klopp fagnaði vel með stuðningsmönnum Liverpool í leikslok. Vísir/Getty Jurgen Klopp var gríðarlega ánægður eftir sigur Liverpool á Luton Town í kvöld en toppliðið var 1-0 undir í hálfleik. Hann sagði liðið ekki vera sigurstranglegra fyrir úrslitaleik deildabikarsins gegn Chelsea á sunnudag. Liverpool var 1-0 undir eftir fyrri hálfleikinn í kvöld en líkt og svo oft áður undir stjórn Klopp náði liðið að snúa við blaðinu og tryggja sér sigur eftir að hafa lent undir. Virgil Van Dijk og Cody Gakpo skoruðu með tveggja mínútna millibili í síðari hálfleiknum þar sem þeir leikurinn snerist áður en Luis Diaz og Harvey Elliott bættu mörkum við. „Ég var ánægður með margt í fyrri hálfleik. En ég sá að strákarnir og áhorfendur voru ekki eins ánægðir. Við byrjuðum ágætlega og þú þarft að venjast andstæðingnum. Síðan skora þeir en það var allt í góðu þar til á síðasta þriðjungnum og þar vorum við að flýta okkur of mikið.“ 56' Liverpool 1-1 Luton58' Liverpool 2-1 Luton71' Liverpool 3-1 LutonThree goals in 15 minutes for the league leaders pic.twitter.com/i00prJBD1O— B/R Football (@brfootball) February 21, 2024 „Ég sagði strákunum að þetta væri toppleikur og að við yrðum að vera yfirvegaðri á lykilaugnablikum. Síðan komu flugeldar og frábær mörk. Frábært kvöld og þetta var mjög gott.“ Luis Diaz fór illa með færi í byrjun leiks en tókst að skora þriðja markið sem gekk endanlega frá leiknum. „Hann skoraði og Cody Gakpo, hvílíkur leikur og hjá Ryan Gravenberch líka. Þeir voru allir frábærir. Caoimhin Kelleher þurfti að berjast gegn átta eða níu mönnum til að ná boltanum í föstum leikatriðum.“ Luis Diaz's father celebrating his goal pic.twitter.com/Lqva9f8M4G— TheKop.com (@TheKop_com) February 21, 2024 Undir lokin komu ungu leikmennirnir James McConnell og Jayden Danns inn á völlinn og áttu þátt í fjórða marki liðsins. „Krakkarnir komu inn og gerðu frábærlega. Það er gaman hvernig sagan og menningin kennir næstu kynslóð. Völlurinn og liðið breytti leiknum í sameiningu. Strákarnir eru tilbúnir og ég myndi ekki gera þetta ef þeir væru það ekki. Ég myndi ekki setja Bobby inn ef hann væri ekki klár. Það leit pínu út fyrir að leikmenn Luton væru búnir og ég treysti þeim einfaldlega vel.“ Seven #LFC players 21 years old or younger featured in the win vs Luton Town tonight. - Conor Bradley - Jarell Quansah - Harvey Elliott - Ryan Gravenberch- Bobby Clark - James McConnell - Jayden Danns The future is bright. pic.twitter.com/rwIb1b8im7— Bence Bocsák (@BenBocsak) February 21, 2024 Margir lykilmenn voru frá vegna meiðsla hjá Liverpool og óljóst hvort einhverjir þeirra verði komnir til baka þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag. „Við vitum ekkert. Við þurfum að sjá en ég hef sagt að svo lengi sem við erum með ellefu leikmenn þá reynum við. Verðum við sigurstranglegri? Nei, klárlega ekki. Síðan við spiluðum við Chelsea síðast hafa þeir bætt sig mikið og þetta verður erfitt.“ Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Liverpool var 1-0 undir eftir fyrri hálfleikinn í kvöld en líkt og svo oft áður undir stjórn Klopp náði liðið að snúa við blaðinu og tryggja sér sigur eftir að hafa lent undir. Virgil Van Dijk og Cody Gakpo skoruðu með tveggja mínútna millibili í síðari hálfleiknum þar sem þeir leikurinn snerist áður en Luis Diaz og Harvey Elliott bættu mörkum við. „Ég var ánægður með margt í fyrri hálfleik. En ég sá að strákarnir og áhorfendur voru ekki eins ánægðir. Við byrjuðum ágætlega og þú þarft að venjast andstæðingnum. Síðan skora þeir en það var allt í góðu þar til á síðasta þriðjungnum og þar vorum við að flýta okkur of mikið.“ 56' Liverpool 1-1 Luton58' Liverpool 2-1 Luton71' Liverpool 3-1 LutonThree goals in 15 minutes for the league leaders pic.twitter.com/i00prJBD1O— B/R Football (@brfootball) February 21, 2024 „Ég sagði strákunum að þetta væri toppleikur og að við yrðum að vera yfirvegaðri á lykilaugnablikum. Síðan komu flugeldar og frábær mörk. Frábært kvöld og þetta var mjög gott.“ Luis Diaz fór illa með færi í byrjun leiks en tókst að skora þriðja markið sem gekk endanlega frá leiknum. „Hann skoraði og Cody Gakpo, hvílíkur leikur og hjá Ryan Gravenberch líka. Þeir voru allir frábærir. Caoimhin Kelleher þurfti að berjast gegn átta eða níu mönnum til að ná boltanum í föstum leikatriðum.“ Luis Diaz's father celebrating his goal pic.twitter.com/Lqva9f8M4G— TheKop.com (@TheKop_com) February 21, 2024 Undir lokin komu ungu leikmennirnir James McConnell og Jayden Danns inn á völlinn og áttu þátt í fjórða marki liðsins. „Krakkarnir komu inn og gerðu frábærlega. Það er gaman hvernig sagan og menningin kennir næstu kynslóð. Völlurinn og liðið breytti leiknum í sameiningu. Strákarnir eru tilbúnir og ég myndi ekki gera þetta ef þeir væru það ekki. Ég myndi ekki setja Bobby inn ef hann væri ekki klár. Það leit pínu út fyrir að leikmenn Luton væru búnir og ég treysti þeim einfaldlega vel.“ Seven #LFC players 21 years old or younger featured in the win vs Luton Town tonight. - Conor Bradley - Jarell Quansah - Harvey Elliott - Ryan Gravenberch- Bobby Clark - James McConnell - Jayden Danns The future is bright. pic.twitter.com/rwIb1b8im7— Bence Bocsák (@BenBocsak) February 21, 2024 Margir lykilmenn voru frá vegna meiðsla hjá Liverpool og óljóst hvort einhverjir þeirra verði komnir til baka þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag. „Við vitum ekkert. Við þurfum að sjá en ég hef sagt að svo lengi sem við erum með ellefu leikmenn þá reynum við. Verðum við sigurstranglegri? Nei, klárlega ekki. Síðan við spiluðum við Chelsea síðast hafa þeir bætt sig mikið og þetta verður erfitt.“
Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira