Innlent

Bjarni lét full­trúa Rússa heyra það vegna Navalnís

Árni Sæberg skrifar
Bjarni Benediktsson er utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson er utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar

Forstöðumaður sendiráðs Rússlands í Reykjavík var kallaður í utanríkisráðuneytið í dag þar sem honum var gerð grein fyrir afstöðu Íslands vegna dauða Alexei Navalní. Afstaðan er einföld; Ísland fordæmir meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní, sem leiddi til andláts hans í síðustu viku.

Í fréttatilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að Ísland fordæmi einnig aðför rússneskra stjórnvalda að mannréttindum og frelsi fólks. Fjöldi fólks hafi verið fangelsaður fyrir að hafa opinberlega harmað andlátið og lýst samúð með málstað Navalnís.

Bjarni var fljótur að kenna Pútín um

Þetta eru ekki fyrstu viðbrögð utanríkisráðuneytisins við andláti Navalnís. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra beið ekki boðanna þegar fregnir bárust af andlátinu heldur dreif sig á samfélagsmiðla og kenndi Pútín Rússlandsforseta um.

„Það hryggir mig að heyra af fráfalli Alexei Navalní og ég votta fjölskyldu hans og stuðningsmönnum hans af einlægni samúð mína. Pútín og rússnesk stjórnvöld bera endanlega ábyrgð á andláti hans,“ sagði Bjarni á samfélagsmiðlinum X.


Tengdar fréttir

Heiðraði fangelsismálastjóra Rússlands

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heiðraði í gær Valerí Bojarínev, fangelsismálastjóra Rússlands, með því að hækka hann í tign. Bojarínev er nú undirherforingi en Pútín skrifaði undir stöðuhækkunina þann 19. febrúar, þremur dögum eftir að Alexei Navalní dó í fanganýlendu í Síberíu.

Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 

Sendi­herrar Banda­ríkjanna og Bret­lands minnast Naval­ní

Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi lögðu báðir blóm að minnisvarða um andófsmanninn Alexei Navalní nú um helgina. Talið er að um 400 manns hafi verið handteknir á fjöldafundum í kjölfar dauða Navalní í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×