Lífið

Tígrísdýr stökk á Gústa B í Dubai

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Gústi B var staddur við tökur á nýju myndbandi tónlistarmannanna Patrik og Daniil í Dubai þegar tígrisdýr stökk á hann.
Gústi B var staddur við tökur á nýju myndbandi tónlistarmannanna Patrik og Daniil í Dubai þegar tígrisdýr stökk á hann. Víkingur Heiðar

Tónlistarmennirnir Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, og Daniil eru staddir í Dubai við tökur á nýju tónlistarmyndbandi þar sem tígrisdýr og hlébarði eru í aðalhlutverki. Með þeim eru útvarpsmaðurinn Gústi B, Víkingur Heiðar Arnórsson, Logi Snær plötusnúður og Arnar Dór Ólafsson myndatökumaður.

Við tökurnar stökk tígrisdýrið á Gústa, sem slapp þó ómeiddur. Dýrið er í eigu Sultan M Khoory, eiganda einkadýragarðs, og vinar Víkings Heiðars.

„Tígrisdýrið var nú bara eitthvað að leika og er rosalega geðgott. Vinur Víkings, sem býr hérna úti í Dubai, á það. Ég verð að viðurkenna að mér brá pínu þegar það stökk á mig, en ég meiddi mig ekkert sko. Ég elska dýr,“ segir Gústi í samtali við Vísi.

Félagarnir við tökur á myndbandinu.Gústi B
Patrik

Tökur í eyðimörkinni

Félagarnir virðast fljótir að aðlagast nýjum menningarheimum en fljótlega eftir að þeir lentu í Dubai mátti sjá þá birta myndband á Instagram þar sem þeir klæddust hvítum kuflum með slæður á höfði líkt og klæðnaður heimamanna.

„Heimamenn tóku okkur fagnandi í klæðunum og við fengum mörg hrós. Það er merki um virðingu hér að klæðast þessum klæðum,“ segir Gústi.

„Næstu dagar fara í tökur enda nóg til að mynda. Í dag erum við að fara í eyðimörkina að taka upp svo það er bara lazer fókus.“ 

Gústi B, Víkingur og Patrik komnir í klæðnað heimamanna.Gústi B

Patrik grípur orðið og segir Gústa hafa farið brosandi á koddann í gærkvöldi eftir verslunarferð í eina stærstu verslunarmiðstöð heims.

„Við náðum einum verslunarleiðangri í gær þar sem Gústi fékk að versla eitthvað og labbaði út með eina Louis Vuitton Duffel bag. Sjálfur var ég bara rólegur,“ segir Patrik.


Tengdar fréttir

Þakk­látur að geta valið tón­listina fram yfir herinn

Tónlistarmaðurinn Daniil hefur náð miklum árangri í íslenskum tónlistarheimi en hann var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og var að senda frá sér plötuna 600. Hann verður með stóra útgáfutónleika í Gamla Bíó á morgun, föstudagskvöld, þar sem öllu verður til tjaldað. Blaðamaður tók púlsinn á þessum 21 árs gamla rappara, sem byrjaði að gera tónlist fyrir fjórum árum síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×