Anníe Mist: Ef þið viljið vinna mig í The Open þá er tækifærið núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir lætur ekki sjö mánaða bumbu stoppa sig frá því að taka þátt í The Open í ár. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er kasólétt, eins og flestir vita, en það stoppar hana ekkert í því að mæta í lyftingasalinn. Það stoppar Anníe heldur ekkert í því að taka þátt í The Open í ár en það er fyrsta stig undankeppni heimsleikanna sem fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum í haust. The Open eru þrjár vikur af ákveðnum hópi æfinga sem allir þátttakendur þurfa að skila inn. Í hverri viku eru kynntar nýjar æfingar sem allir reyna sig við. Fyrsta vikan er 29. febrúar til 4. mars en sú síðasta er 14. til 18. mars. Það eiga fleiri nú möguleika á því að komast í fjórðungsúrslitin en þangað komast 25 prósent af keppendum í stað tíu prósenta undanfarin ár. Anníe á von á sér í maí og er því komin tæplega sjö mánuði á leið. Einhverjir hafa verið að forvitnast um það hvort hún myndi reyna að taka þátt í The Open í ár enda hefur hún verið dugleg að sýna frá sér æfa að undanförnu. Anníe er náttúrulega komin með stóra bumbu sem takmarkar hana auðvitað eitthvað en hún gefur engu að síður ekkert eftir við lyftingarnar. Hún svaraði líka forvitni aðdáenda sinna í nýjasta pistli sínum á samfélagsmiðlum. „Svo, erum við að taka þátt í The Open í ár? Þetta verður auðvitað allt öðruvísi fyrir mig en ég plana það að skrá mig til leiks og gera ‚sköluðu' útgáfuna þegar það á við og þegar það er best að vera skynsöm. Ég vil leika mér með ykkur,“ skrifaði Anníe. „Ef þið viljið vinna mig í The Open þá er tækifærið núna,“ skrifaði Anníe. Hún sýndi líka myndband af sér á fullu að lyfta með næstum því sjö mánaða bumbu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira
Það stoppar Anníe heldur ekkert í því að taka þátt í The Open í ár en það er fyrsta stig undankeppni heimsleikanna sem fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum í haust. The Open eru þrjár vikur af ákveðnum hópi æfinga sem allir þátttakendur þurfa að skila inn. Í hverri viku eru kynntar nýjar æfingar sem allir reyna sig við. Fyrsta vikan er 29. febrúar til 4. mars en sú síðasta er 14. til 18. mars. Það eiga fleiri nú möguleika á því að komast í fjórðungsúrslitin en þangað komast 25 prósent af keppendum í stað tíu prósenta undanfarin ár. Anníe á von á sér í maí og er því komin tæplega sjö mánuði á leið. Einhverjir hafa verið að forvitnast um það hvort hún myndi reyna að taka þátt í The Open í ár enda hefur hún verið dugleg að sýna frá sér æfa að undanförnu. Anníe er náttúrulega komin með stóra bumbu sem takmarkar hana auðvitað eitthvað en hún gefur engu að síður ekkert eftir við lyftingarnar. Hún svaraði líka forvitni aðdáenda sinna í nýjasta pistli sínum á samfélagsmiðlum. „Svo, erum við að taka þátt í The Open í ár? Þetta verður auðvitað allt öðruvísi fyrir mig en ég plana það að skrá mig til leiks og gera ‚sköluðu' útgáfuna þegar það á við og þegar það er best að vera skynsöm. Ég vil leika mér með ykkur,“ skrifaði Anníe. „Ef þið viljið vinna mig í The Open þá er tækifærið núna,“ skrifaði Anníe. Hún sýndi líka myndband af sér á fullu að lyfta með næstum því sjö mánaða bumbu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira