Erlent

Tveir á­kærðir fyrir morð í sigur­göngu Kansas City Chiefs

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Þau sem særðust í árásinni eru á aldrinum 8 til 47 ára. 
Þau sem særðust í árásinni eru á aldrinum 8 til 47 ára.  AP

Tveir karlmenn eru ákærðir fyrir morð eftir að kona lét lífið og 22 særðust í skotárás í lestarstöð nærri sigurgöngu ameríska fótboltaliðsins Kansas City Chiefs síðasta miðvikudag, fjórum dögum eftir að ofurskálin fór fram.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir lögreglu að árásin hafi brotist úr vegna rifrildis milli tveggja manna í lestarstöð í miðri borginni, sem endaði með því að annar þeirra, Lyndell Mays, dró upp skotvopn. Í kjölfarið hafi fleiri viðstaddir gert það sama, þar á meðal Dominic Miller.

Jean Peters Baker saksóknari í Jackson County sagði á blaðamannafundi að Mays og Miller hefðu verið ákærðir fyrir annars stigs morð og ólöglegan vopnaburð. Miller er sagður hafa skotið hina 43 ára gömlu Lisu Lopez Galavan til bana. 

Mennirnir særðust báðir í árásinni og liggja enn á sjúkrahúsi. 

Tvö ungmenni voru í kjölfar árásarinnar ákærð fyrir vopnalagabrot og að streitast á móti handtöku. Ungmennin eru bæði yngri en átján ára. 

Peter Bakers segir að búast megi við fleiri ákærum í tengslum við árásina. Hún segir að leitast verði við að draga alla þá sem hleyptu af skotum þegar árásin átti sér stað til ábyrgðar. 


Tengdar fréttir

Mahomes biður fyrir Kansas City

Sigurhátíð Kansas City Chiefs liðsins breyttist í martröð í gær þegar skotið var á fjölda fólks í meistaraskrúðgöngu liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×