Gistir í Grindavík í nótt: „Við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 21:17 Stefán er Grindvíkingur í húð og hár og er feginn að geta flutt aftur heim. Vísir/Sigurjón Heimakærir Grindvíkingar nýttu sér í dag breytt fyrirkomulag aðgengismála í bænum og sóttu ýmist vinnu eða huguðu að eigum sínum. Þrátt fyrir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi frá og með deginum í dag leyft Grindvíkingum að dvelja og starfa í bænum voru ekki ýkja margir í bænum því sem stendur er ekkert neysluvatn. Útlit er fyrir að mun fleiri sæki bæinn heim næstu daga þegar köldu vatni verður komið á í bænum en það verður gert í áföngum og byrjað á hafnarsvæði bæjarins. Stefán Kristjánsson, eigandi Einhamar Sefood, var mættur til vinnu í morgun til að undirbúa morgundaginn. „Fyrsti bátur hjá okkur, hann landar hjá okkur í Grindavíkurhöfn í fyrramálið, það er mikið fagnaðarefni. Við byrjum þá að slægja strax á eftir og við erum með sjó úr borholu, tandurhreinan sjó af 36 metra dýpi og notum hann og svo kemur vatnið vonandi síðan á morgun og svo byrjum við að flaka á fimmtudaginn.“ Stefán á von á að taka á móti um þrjátíu manns til vinnu á morgun. Þú ert ekkert smeykur sé ég? „Nei, ég er ekkert smeykur. Alls ekki, hef aldrei verið,“ sagði Stefán og skellti upp úr. Stefán ætlar raunar að gista heima í Grindavík í nótt og hann bauð fréttamanni og myndatökumanni inn fyrir. Þetta er fyrsta nóttin í hversu langan tíma? „Já, síðan síðasta rýming var. Ég var hérna þá nóttina og svo líka í gosinu þar áður.“ En þú ætlar að redda þér án þess að hafa neysluvatn. Ertu svona fyrirhyggjusamur? „Já, já ég er með 20 lítra kút úti í bíl sem ég á eftir að bera inn. Svo ætla ég að steikja mér kótilettur í kvöld og horfa á körfubolta.“ Stefán gerir ráð fyrir að fleiri Grindvíkingar flytji aftur í bæinn þegar kalda vatnið kemst í lag. „Já, við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík.“ Grindavík Sjávarútvegur Atvinnurekendur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12 Um 400 manns í Grindavík í dag Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim. 20. febrúar 2024 15:47 Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. 20. febrúar 2024 12:11 Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þrátt fyrir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi frá og með deginum í dag leyft Grindvíkingum að dvelja og starfa í bænum voru ekki ýkja margir í bænum því sem stendur er ekkert neysluvatn. Útlit er fyrir að mun fleiri sæki bæinn heim næstu daga þegar köldu vatni verður komið á í bænum en það verður gert í áföngum og byrjað á hafnarsvæði bæjarins. Stefán Kristjánsson, eigandi Einhamar Sefood, var mættur til vinnu í morgun til að undirbúa morgundaginn. „Fyrsti bátur hjá okkur, hann landar hjá okkur í Grindavíkurhöfn í fyrramálið, það er mikið fagnaðarefni. Við byrjum þá að slægja strax á eftir og við erum með sjó úr borholu, tandurhreinan sjó af 36 metra dýpi og notum hann og svo kemur vatnið vonandi síðan á morgun og svo byrjum við að flaka á fimmtudaginn.“ Stefán á von á að taka á móti um þrjátíu manns til vinnu á morgun. Þú ert ekkert smeykur sé ég? „Nei, ég er ekkert smeykur. Alls ekki, hef aldrei verið,“ sagði Stefán og skellti upp úr. Stefán ætlar raunar að gista heima í Grindavík í nótt og hann bauð fréttamanni og myndatökumanni inn fyrir. Þetta er fyrsta nóttin í hversu langan tíma? „Já, síðan síðasta rýming var. Ég var hérna þá nóttina og svo líka í gosinu þar áður.“ En þú ætlar að redda þér án þess að hafa neysluvatn. Ertu svona fyrirhyggjusamur? „Já, já ég er með 20 lítra kút úti í bíl sem ég á eftir að bera inn. Svo ætla ég að steikja mér kótilettur í kvöld og horfa á körfubolta.“ Stefán gerir ráð fyrir að fleiri Grindvíkingar flytji aftur í bæinn þegar kalda vatnið kemst í lag. „Já, við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík.“
Grindavík Sjávarútvegur Atvinnurekendur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12 Um 400 manns í Grindavík í dag Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim. 20. febrúar 2024 15:47 Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. 20. febrúar 2024 12:11 Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12
Um 400 manns í Grindavík í dag Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim. 20. febrúar 2024 15:47
Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. 20. febrúar 2024 12:11
Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?