Kristinn segir málið upp á líf og dauða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 18:36 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fyrir utan dómsalinn í dag. Fjöldi fólks safnaðist þar saman til þess að sýna Julian Assange stuðning. vísir Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. Assange fer fram á heimild til áfrýjunar á úrskurði um framsal til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér þungan dóm. Verði kröfunni hafnað hefur Assange tæmt allar mögulegar leiðir innan breska dómskerfisins. Fari svo verður þess freistað að kæra niðurstöðuna til Mannréttindadómstóls Evrópu en Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir það veika von. Bæði sé erfitt að koma málinu að og einnig gætu Bretar hundsað möguleg tilmæli um að hinkra með framsalið. Lögmenn Assange kynntu röksemdir hans fyrir réttinum í dag og á morgun koma lögmenn bandarískra stjórnvalda fyrir réttinn. Fyrir utan Royal Court of Justice í Lundúnum í dag.vísir/AP Kristinn óttast að niðurstaðan verði Assange ekki í hag og segir málið upp á líf og dauða. „Það er engin spurning um að svo sé og það er í sjálfu sér það læknisfræðilega mat sem hefur verið sett fram hér að það sé mikil hætta, sjálfsvígshætta, ef hann verður settur í fangaflug og þarf að sæta einangrun bæði fram að réttarhöldum og eftir réttarhöldin. Því að einangrunarvist er nokkuð vís þegar kemur að Julian í bandarísku fangelsi,“ sagði Kristinn þegar hann ræddi við fréttastofu fyrir utan dómshúsið eftir að málið var tekið fyrir í dag. „Það að eiga yfir höfði sér 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum er svo í sjálfu sér dauðarefsing og það mun þýða það að hann mun bera beinin í bandarísku fangelsi. Svo þetta er upp á líf og dauða. Og ekki bara fyrir Julian Assange heldur líka fyrir blaðamennsku því með þessu yrði sett alvarlegt fordæmi sem aðrir blaðamenn í heiminum þyrftu mögulega að gjalda fyrir. Því hann er fyrsti blaðamaðurinn sem hefur verið ákærður á grundvelli njósnalöggjafarinnar en alveg örugglega ekki sá síðasti.“ Stella Assange, eiginkona Julians Assange, ávarpaði stuðningsmenn í dag.vísir/ap Stærstu mótmælin hingað til Kristinn segir mótmælin fyrir utan dómsalinn í dag hafa verið þau stærstu frá því að slagurinn hófst og bendir á að breskir og evrópskir þingmenn auk fulltrúa frá mannréttindasamtökum hafi verið með ávörp. „Það er gríðarlegur og vaxandi stuðningur og vitund um það hversu alvarlegt þetta mál er þegar litið er til undirliggjandi forsendna, því þetta snýst ekki um líf eins manns, þetta snýst um framtíð blaðamennskunnar og það er eitthvað sem allir hafa viðurkennt sem hafa litið alvarlega á málið,“ segir Kristinn. Mál Julians Assange Bretland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Assange fer fram á heimild til áfrýjunar á úrskurði um framsal til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér þungan dóm. Verði kröfunni hafnað hefur Assange tæmt allar mögulegar leiðir innan breska dómskerfisins. Fari svo verður þess freistað að kæra niðurstöðuna til Mannréttindadómstóls Evrópu en Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir það veika von. Bæði sé erfitt að koma málinu að og einnig gætu Bretar hundsað möguleg tilmæli um að hinkra með framsalið. Lögmenn Assange kynntu röksemdir hans fyrir réttinum í dag og á morgun koma lögmenn bandarískra stjórnvalda fyrir réttinn. Fyrir utan Royal Court of Justice í Lundúnum í dag.vísir/AP Kristinn óttast að niðurstaðan verði Assange ekki í hag og segir málið upp á líf og dauða. „Það er engin spurning um að svo sé og það er í sjálfu sér það læknisfræðilega mat sem hefur verið sett fram hér að það sé mikil hætta, sjálfsvígshætta, ef hann verður settur í fangaflug og þarf að sæta einangrun bæði fram að réttarhöldum og eftir réttarhöldin. Því að einangrunarvist er nokkuð vís þegar kemur að Julian í bandarísku fangelsi,“ sagði Kristinn þegar hann ræddi við fréttastofu fyrir utan dómshúsið eftir að málið var tekið fyrir í dag. „Það að eiga yfir höfði sér 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum er svo í sjálfu sér dauðarefsing og það mun þýða það að hann mun bera beinin í bandarísku fangelsi. Svo þetta er upp á líf og dauða. Og ekki bara fyrir Julian Assange heldur líka fyrir blaðamennsku því með þessu yrði sett alvarlegt fordæmi sem aðrir blaðamenn í heiminum þyrftu mögulega að gjalda fyrir. Því hann er fyrsti blaðamaðurinn sem hefur verið ákærður á grundvelli njósnalöggjafarinnar en alveg örugglega ekki sá síðasti.“ Stella Assange, eiginkona Julians Assange, ávarpaði stuðningsmenn í dag.vísir/ap Stærstu mótmælin hingað til Kristinn segir mótmælin fyrir utan dómsalinn í dag hafa verið þau stærstu frá því að slagurinn hófst og bendir á að breskir og evrópskir þingmenn auk fulltrúa frá mannréttindasamtökum hafi verið með ávörp. „Það er gríðarlegur og vaxandi stuðningur og vitund um það hversu alvarlegt þetta mál er þegar litið er til undirliggjandi forsendna, því þetta snýst ekki um líf eins manns, þetta snýst um framtíð blaðamennskunnar og það er eitthvað sem allir hafa viðurkennt sem hafa litið alvarlega á málið,“ segir Kristinn.
Mál Julians Assange Bretland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent