Nýr kór þingmanna ætlar að troða upp eftir tvær vikur Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2024 15:52 Jakob Frímann Magnússon er kórstjóri hins nýstofnaða Alþingismannakórs. Frumraun kórsins verður í þingmannaveislu 8. mars. vísir/vilhelm Mikil leynd hvílir yfir starfsemi nýstofnaðs Alþingismannakórs en Jakob Frímann Magnússon, Flokki fólksins, er kórstjóri. Jakob fangaði því í ræðu nú áðan að í dag hafi fyrsta æfing alþingiskórsins nýstofnaða verið haldin. Og svo ekki orð um það meira. Inga fékk gæsahúð af einskærri gleði Vísi tókst ekki að ná í Jakob til að inna hann nánar eftir starfi kórsins en náði hins vegar í skottið á einni sópransöngkonu sem var hátt uppi eftir æfinguna, sem fram fór í hádeginu. Um er að ræða Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og hún segir stefna í 20 manna kór. Þeir sem mættu á fyrstu æfinguna voru 14 en vitað er um 6 til 8 manns sem ekki komust vegna anna við nefndarstörf og annað. „Þetta var dásamlegt. Já, ég er sópranskvísa,“ segir Inga sem upplýsir að Jakob stjórni kórnum af mikilli fagmennsku. Kórinn er með allar raddir; bassa, tenór, alt og sópran. Og fengu meðlimir kórsins skrár með sínum röddum og svo var þetta stillt saman í dag. Inga er sópranskvísa í kórnum og hún fékk gæsahúð á fyrstu æfingunni, svo vel hljómuðu raddir hins þverpólitíska kórs.vísir/vilhelm „Þetta var yndislegt og gekk vel. Maður fékk bara gæsahúð af gleði. Við getum alveg sungið saman. Þvílíkar raddir hérna. Fallegur samsöngurinn hér á þinginu, að minnsta kosti á kóræfingum hjá honum Jakobi.“ Þverpólitískur kór Inga segir að kórinn skipi fulltrúar úr öllum flokkum og þetta hafi verið fagur samsöngur sem fyllti loftin. Tvö lög voru æfð í dag en leynd ríkir um hvaða lög. Það komi allt í ljós. „Við ætlum að troða upp í fyrsta skipti í þingmannaveislunni sem verður 8. mars. Þetta eru örfáar æfingar og svo verður okkur hent í djúpu laugina. Það er draumur að rætast hér. Við erum brosmild og glöð í þinginu í dag,“ segir Inga. Formaður flokksins er sannfærð um að söngurinn lengi lífið: „Það er ótrúleg fegurð í því að átta ólíkir flokkar á alþingi bresta glöð saman í söng. Ég ætla að þetta muni vekja athygli víðar en hér heima, til að mynda að þeir hætti að slást í Bretlandi og tekið okkur sér til fyrirmyndar. Mörg þjóðþing þar sem ekki veitti af að létta sér lundina með söng.“ Alþingi Tónlist Kórar Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Jakob fangaði því í ræðu nú áðan að í dag hafi fyrsta æfing alþingiskórsins nýstofnaða verið haldin. Og svo ekki orð um það meira. Inga fékk gæsahúð af einskærri gleði Vísi tókst ekki að ná í Jakob til að inna hann nánar eftir starfi kórsins en náði hins vegar í skottið á einni sópransöngkonu sem var hátt uppi eftir æfinguna, sem fram fór í hádeginu. Um er að ræða Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og hún segir stefna í 20 manna kór. Þeir sem mættu á fyrstu æfinguna voru 14 en vitað er um 6 til 8 manns sem ekki komust vegna anna við nefndarstörf og annað. „Þetta var dásamlegt. Já, ég er sópranskvísa,“ segir Inga sem upplýsir að Jakob stjórni kórnum af mikilli fagmennsku. Kórinn er með allar raddir; bassa, tenór, alt og sópran. Og fengu meðlimir kórsins skrár með sínum röddum og svo var þetta stillt saman í dag. Inga er sópranskvísa í kórnum og hún fékk gæsahúð á fyrstu æfingunni, svo vel hljómuðu raddir hins þverpólitíska kórs.vísir/vilhelm „Þetta var yndislegt og gekk vel. Maður fékk bara gæsahúð af gleði. Við getum alveg sungið saman. Þvílíkar raddir hérna. Fallegur samsöngurinn hér á þinginu, að minnsta kosti á kóræfingum hjá honum Jakobi.“ Þverpólitískur kór Inga segir að kórinn skipi fulltrúar úr öllum flokkum og þetta hafi verið fagur samsöngur sem fyllti loftin. Tvö lög voru æfð í dag en leynd ríkir um hvaða lög. Það komi allt í ljós. „Við ætlum að troða upp í fyrsta skipti í þingmannaveislunni sem verður 8. mars. Þetta eru örfáar æfingar og svo verður okkur hent í djúpu laugina. Það er draumur að rætast hér. Við erum brosmild og glöð í þinginu í dag,“ segir Inga. Formaður flokksins er sannfærð um að söngurinn lengi lífið: „Það er ótrúleg fegurð í því að átta ólíkir flokkar á alþingi bresta glöð saman í söng. Ég ætla að þetta muni vekja athygli víðar en hér heima, til að mynda að þeir hætti að slást í Bretlandi og tekið okkur sér til fyrirmyndar. Mörg þjóðþing þar sem ekki veitti af að létta sér lundina með söng.“
Alþingi Tónlist Kórar Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira