Fótbolti

Mbappe semur við Real Madrid og fær 22 milljarða bónus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe fær mjög vel borgað hjá Real Madrid.
Kylian Mbappe fær mjög vel borgað hjá Real Madrid. getty/Jean Catuffe

Franski knattspyrnumaðurinn og stórstjarnan Kylian Mbappe hefur komist að samkomulagi við Real Madrid. Hann gengur til liðs við spænska félagið þegar samningur hans við Paris Saint-Germain rennur út í sumar.

Hinn 25 ára gamli Mbappe hafði áður tilkynnt að hann myndi yfirgefa franska félagið í sumar. Mbappe hefur ekki skrifað undir samninginn við Real Madrid en allir aðilar hafa náð samkomulagi og því aðeins formsatriði að skrifa undir.

Mbappe er markahæsti leikmaður PSG frá upphafi með 244 mörk. Hann er af flestum talinn vera einn allra besti leikmaður heims.

Breska ríkisútvarpið segir að samningur Mbappe og Real Madrid sé til fimm ára og að hann fái fimmtán milljónir evra í árslaun sem jafngilda meira en 2,2 milljörðum íslenskra króna.

Mbappe fær líka að auki 150 milljónir evra í bónusgreiðslu fyrir að skrifa undir samninginn en sú greiðsla skiptist niður á árin fimm. Það er 22,3 milljarða bónus takk fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×