„Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2024 19:27 Talið er að fráveitukerfið í austurhluta Grindavíkur sé laskað. Björn Steinbekk Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. Þetta kom fram í máli Atla Geirs Júlíussonar á íbúafundi Grindvíkinga í kvöld. Hann segir að á miðvikudag verði byrjað á því að hleypa köldu vatni inn á hafnarsvæði bæjarins klukkan 10, 13 og 14. „Þetta þarf að gerast í ákveðnum skrefum og svo munum við byrja að þreifa fyrir okkur inni í bænum eftir það. Af því að við höfum ekkert vatn á kerfinu, þannig að við vitum í raun og veru ekki alveg hvernig staðan er á dreifikerfi vatnsveitunnar í bænum. Það mun raungerast fyrir okkur þegar vatnið kemst á stofninn og við byrjum að láta þetta seitla inn í bæinn. Vonandi mun það ganga vel, vatnsveitan okkar sýndi ótrúlega seigju.“ Fráveitan tekur lengri tíma Atli Geir segir að lengri tíma muni taka að koma fráveitukerfi bæjarins í lag. „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum á meðan við höfum ekki vatn. Meðfram þessari vinnu vonumst við til þess að geta farið að nota fráveitukerfið okkar og við munum meta það jafnt og þétt hvernig fráveitan liggur út. Fyrir þennan viðburð 14. janúar var fráveitan orðin virk hjá okkur. Það er ákveðin bjartsýni í vestari hlutanum og hafnarsvæðinu, af því að þar höfum við ekki séð svona miklu aflögun á landinu. En við erum nokkuð vissir um að austurhlutinn sé að einhverju leyti tjónaður.“ Hann segir að það að gera við kalda vatnið í austari hluta bæjarins sé nánast að „ljúga það saman“ en þegar kemur af fráveitunni þurfi að treysta á sjálfrennsli og slíkt. Það gæti orðið flóknari aðgerð. Vatn Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Þetta kom fram í máli Atla Geirs Júlíussonar á íbúafundi Grindvíkinga í kvöld. Hann segir að á miðvikudag verði byrjað á því að hleypa köldu vatni inn á hafnarsvæði bæjarins klukkan 10, 13 og 14. „Þetta þarf að gerast í ákveðnum skrefum og svo munum við byrja að þreifa fyrir okkur inni í bænum eftir það. Af því að við höfum ekkert vatn á kerfinu, þannig að við vitum í raun og veru ekki alveg hvernig staðan er á dreifikerfi vatnsveitunnar í bænum. Það mun raungerast fyrir okkur þegar vatnið kemst á stofninn og við byrjum að láta þetta seitla inn í bæinn. Vonandi mun það ganga vel, vatnsveitan okkar sýndi ótrúlega seigju.“ Fráveitan tekur lengri tíma Atli Geir segir að lengri tíma muni taka að koma fráveitukerfi bæjarins í lag. „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum á meðan við höfum ekki vatn. Meðfram þessari vinnu vonumst við til þess að geta farið að nota fráveitukerfið okkar og við munum meta það jafnt og þétt hvernig fráveitan liggur út. Fyrir þennan viðburð 14. janúar var fráveitan orðin virk hjá okkur. Það er ákveðin bjartsýni í vestari hlutanum og hafnarsvæðinu, af því að þar höfum við ekki séð svona miklu aflögun á landinu. En við erum nokkuð vissir um að austurhlutinn sé að einhverju leyti tjónaður.“ Hann segir að það að gera við kalda vatnið í austari hluta bæjarins sé nánast að „ljúga það saman“ en þegar kemur af fráveitunni þurfi að treysta á sjálfrennsli og slíkt. Það gæti orðið flóknari aðgerð.
Vatn Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17
Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27
Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56