Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Grindvíkingar mega frá og með morgundeginum dvelja allan sólarhringinn í bænum en verða þar á eigin ábyrgð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann bæjarráðs um þessa breytingu, við verðum í beinni frá íbúafundi og heyrum í Magnúsi Tuma Guðmundssyni um mögulegar hættur í Grindavík.

Einn nokkurra sjálfboðaliða, sem hefur dvalið í Kaíró undanfarið og aðstoðað Palestínumenn út af Gasa, segir hræðilegt að þurfa að velja hverjum skuli bjarga fyrst. Við ræðum við Semu Erlu Serdar í kvöldfréttum.

Þá fer Kristján Már yfir þau tíðindi að fjöldi Íslendinga hefur rofið fjögur hundruð þúsunda múrinn og við prófum ný sýndarveruleikagleraugu sem hafa tröllriðið samfélagsmiðlum. Í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum fáum við góð sparnaðarráð og hittum Hrefnu Björk Sverrisdóttur sem telur að flestir geti jafnvel fundið milljón.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×