„Get bara sjálfum mér um kennt“ Aron Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2024 11:00 Það er væntanlega mjög erfitt að segja nei þegar að kallið kemur frá liði eins og Arsenal. Rúnar Alex stökk á tækifærið að ganga til liðs við félagið og þrátt fyrir lítinn spilatíma er um að ræða ákvörðun sem hann sér ekki eftir að hafa tekið. Vísir/Getty Þrátt fyrir fá tækifæri sér íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson, ekki eftir þeirri ákvörðun sinni á sínum tíma að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. Rúnar Alex varð fyrsti íslenski markvörðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni og er eini íslenski markvörðurinn til þessa til að afreka það. Alls spilaði hann sex leiki fyrir Skytturnar frá Norður-Lundúnum en mestum tíma, sem leikmaður þessa sögufræga félags, eyddi þó á láni frá því hjá félögum á borð við Alanyaspor í Tyrklandi, OH Leuven í Belgíu og nú síðast Cardiff City í ensku B-deildinni. Rúnar Alex samdi við danska úrvalsdeildarfélagið FC Kaupmannahöfn í upphafi mánaðarins og þar með lauk tíma hans sem leikmanni Arsenal. Þó svo að tækifærin hafi verið af skornum skammti hjá þeim rauðklæddu sér Rúnar ekki eftir því að hafa gengið til liðs við félagið á sínum tíma. „Ég mun alltaf vera rosalega stoltur af því að hafa verið leikmaður Arsenal,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að ef að hlutirnir hefðu þróast aðeins öðruvísi þá hefði ég ekki verið sendur á láni frá félaginu þrisvar sinnum og upplifað þetta flakk, þessar róteringar.“ Alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik „Ég get bara sjálfum mér um kennt. Það er ég sem að stóð mig ekki nógu vel í leiknum gegn Manchester City til að mynda. Ég mun aldrei sjá eftir þessu. Þetta hefur styrkt mig ótrúlega mikið sem manneskju og var ótrúlega skemmtilegt á meðan á þessu stóð. Núna var bara kominn rétti tíminn til þess að prófa eitthvað nýtt.“ Og nefnir Rúnar Alex þarna leik Arsenal og Manchester City í enska deildarbikarnum í desember árið 2020. Rúnar stóð vaktina í marki Skytanna í leiknum sem endaði með 4-1 sigri og átti Rúnar erfiðan dag. Þessi leikur gegn Manchester City sem þú minnist á. Situr hann í þér? „Nei ekki neitt. Þetta er bara hluti af fótboltanum. Maður spilar leiki sem maður stendur sig vel í og svo leiki sem maður stendur sig illa í. Það er bara hluti af lífinu að fara í gegnum erfið tímabil. Svona upp og niður sveiflur. Það eru alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik. Fyrir mér er þetta bara hluti af lærdómnum og vegferðinni sem fylgir því að vera íþróttamaður og manneskja. Þetta situr ekki í mér.“ Fékk sjokk Þegar að Rúnar skipti yfir til Arsenal frá franska félaginu Dijon á sínum tíma, segist hann hafa fengið smá sjokk er hann sá stærðina og umfangið í kringum alla starfsemi Arsenal. „Maður fékk bara smá sjokk þegar að maður kom til félagsins. Maður mætir þarna inn og æfingarsvæðið og öll aðstaða er rosaleg. Ég veit ekki hvað það voru margir æfingarvellir og starfsmenn í kringum okkur að sjá til þess að við værum að æfa með réttu keilurnar og vestin til að mynda. Það var bara á einhverju öðru stigi. Þá vorum við með tíu manna sjúkrateymi og svo voru aðrir tíu í því að klippa fyrir okkur myndbönd. Stærðin á öllu var bara svo rosaleg. Þetta var alveg smá sjokk að sjá það hversu mikill munur er bara á fótbolta og fótbolta. En svo í grunninn eru þetta bara ellefu leikmenn á móti öðrum ellefu í níutíu mínútna fótboltaleik.“ Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Rúnar Alex varð fyrsti íslenski markvörðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni og er eini íslenski markvörðurinn til þessa til að afreka það. Alls spilaði hann sex leiki fyrir Skytturnar frá Norður-Lundúnum en mestum tíma, sem leikmaður þessa sögufræga félags, eyddi þó á láni frá því hjá félögum á borð við Alanyaspor í Tyrklandi, OH Leuven í Belgíu og nú síðast Cardiff City í ensku B-deildinni. Rúnar Alex samdi við danska úrvalsdeildarfélagið FC Kaupmannahöfn í upphafi mánaðarins og þar með lauk tíma hans sem leikmanni Arsenal. Þó svo að tækifærin hafi verið af skornum skammti hjá þeim rauðklæddu sér Rúnar ekki eftir því að hafa gengið til liðs við félagið á sínum tíma. „Ég mun alltaf vera rosalega stoltur af því að hafa verið leikmaður Arsenal,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að ef að hlutirnir hefðu þróast aðeins öðruvísi þá hefði ég ekki verið sendur á láni frá félaginu þrisvar sinnum og upplifað þetta flakk, þessar róteringar.“ Alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik „Ég get bara sjálfum mér um kennt. Það er ég sem að stóð mig ekki nógu vel í leiknum gegn Manchester City til að mynda. Ég mun aldrei sjá eftir þessu. Þetta hefur styrkt mig ótrúlega mikið sem manneskju og var ótrúlega skemmtilegt á meðan á þessu stóð. Núna var bara kominn rétti tíminn til þess að prófa eitthvað nýtt.“ Og nefnir Rúnar Alex þarna leik Arsenal og Manchester City í enska deildarbikarnum í desember árið 2020. Rúnar stóð vaktina í marki Skytanna í leiknum sem endaði með 4-1 sigri og átti Rúnar erfiðan dag. Þessi leikur gegn Manchester City sem þú minnist á. Situr hann í þér? „Nei ekki neitt. Þetta er bara hluti af fótboltanum. Maður spilar leiki sem maður stendur sig vel í og svo leiki sem maður stendur sig illa í. Það er bara hluti af lífinu að fara í gegnum erfið tímabil. Svona upp og niður sveiflur. Það eru alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik. Fyrir mér er þetta bara hluti af lærdómnum og vegferðinni sem fylgir því að vera íþróttamaður og manneskja. Þetta situr ekki í mér.“ Fékk sjokk Þegar að Rúnar skipti yfir til Arsenal frá franska félaginu Dijon á sínum tíma, segist hann hafa fengið smá sjokk er hann sá stærðina og umfangið í kringum alla starfsemi Arsenal. „Maður fékk bara smá sjokk þegar að maður kom til félagsins. Maður mætir þarna inn og æfingarsvæðið og öll aðstaða er rosaleg. Ég veit ekki hvað það voru margir æfingarvellir og starfsmenn í kringum okkur að sjá til þess að við værum að æfa með réttu keilurnar og vestin til að mynda. Það var bara á einhverju öðru stigi. Þá vorum við með tíu manna sjúkrateymi og svo voru aðrir tíu í því að klippa fyrir okkur myndbönd. Stærðin á öllu var bara svo rosaleg. Þetta var alveg smá sjokk að sjá það hversu mikill munur er bara á fótbolta og fótbolta. En svo í grunninn eru þetta bara ellefu leikmenn á móti öðrum ellefu í níutíu mínútna fótboltaleik.“
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira