Full vinna að vera í fæðingarorlofi en nærandi að gleyma sér aðeins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 11:30 Sólveig Einarsdóttir og Eva Sigrún Guðjónsdóttir standa fyrir matarhlaðvarpinu Bragðheimar. Aðsend Þær Eva Sigrún Guðjónsdóttir og Sólveig Einarsdóttir eru miklir matgæðingar og gætu ekki gleymt því að borða sama hversu uppteknar þær eru. Stöllurnar kynntust nýverið í fæðingarorlofi og ákváðu að sameina krafta sína með hlaðvarpinu Bragðheimar, sem fjallar einmitt um mat. Þrjú börn með tíu daga millibili Eva Sigrún og Sólveig eignuðust þrjú börn með tíu daga millibili en Eva eignaðist tvíbura. Það kom fljótlega í ljós að þær deildu miklum áhuga á mat og matargerð. Þegar þær áttuðu sig á því að lasagnað þeirra innihéldi nákvæmlega sömu hráefni segja þær að eitthvað hafi gerst. „Það leið ekki á löngu fyrr en við rönkuðum við okkur í stúdíó við tökur á fyrsta þætti af Bragðheimum,“ segja stelpurnar en á þremur vikum hafa þær gefið út fjóra þætti sem þær segja einkennast af fróðleik, gríni og babbli tengdu mat, matargerð og matarmenningu. Samhliða hlaðvarps þáttunum halda þær uppi Instagram síðu Bragðheima og deila því sem þær hafa verið að kokka og ræða í síðustu þáttum. View this post on Instagram A post shared by Bragðheimar (@bragdheimar) Aldrei tengt við konur sem gera allt í orlofinu Sólveig er mikill ástríðukokkur og hefur lengi viljað gera eitthvað meira úr þessu áhugamáli sínu. „Af einhverjum ástæðum hafði mér aldrei dottið í hug að gera hlaðvarp. Mér fannst það örugglega bara einhver klisja. En auðvitað er það frábær hugmynd. Það eru ekki bara við vinkonur mínar sem erum alltaf að tala um mat, eiginlega allir tala mikið um mat, meðvitað eða ómeðvitað.“ Hún segir að það hafi verið algjör draumur að kynnast Evu í orlofinu og þær hafi fljótt komist að því að þær vildu gera eitthvað saman. „Það er full vinna að vera í fæðingarorlofi. Ég hef aldrei tengt við konur sem gera allt í fæðingarorlofinu sínu. Fara í ræktina, stofna fyrirtæki og halda stórar veislur. Eins upptekinn og maður er í orlofi með ungabarn og annað á leikskóla þá er nærandi að fá vettvang til að gleyma börnunum í smá stund, setja niður með glænýrri vinkonu og grínast um góðan mat.“ Dýrmætt að geta gleymt sér um stund Eva sem er mikil mataráhugakona var búin að vera með hugmyndina um matarhlaðvarp í maganum í mörg ár en aldrei látið til skarar skríða. Það var síðan í göngu á örlagaríkum og gráum miðvikudags eftirmiðdegi þar sem hlutirnir fara að rúlla. Á einungis tveimur vikum voru þær Eva og Solla búnar að taka upp þrjá þætti og segja þær að þættirnir hafi hlotið bæði góðar og miklar undirtektir. „Það er auðvitað nóg að gera í fæðingarorlofi með tvíbura, ef orlof má kalla, en það er alveg ofboðslega dýrmætt að geta gleymt sér um stund í Bragðheima-brasi,“ segir Eva létt í bragði og bætir við: „Ég lít á Bragðheima sem samfélagslegt verkefni. Flest elskum við góðan mat og í Bragðheimum ræðum við um alls konar mat og góð ráð tengd matargerð sem ætti að hafa hvetjandi og jákvæð áhrif á hlustendur. Við spjöllum við fjölbreyttan hóp viðmælenda sem deila góðum ráðum í eldhúsinu sínu, segja okkur frá sakbitnu sælunni sinni og þar fram eftir götunum. Bragðheimar eru fyrir sælkerann, sjoppuna og meðaljóninn.“ Ástin og lífið Matur Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira
Þrjú börn með tíu daga millibili Eva Sigrún og Sólveig eignuðust þrjú börn með tíu daga millibili en Eva eignaðist tvíbura. Það kom fljótlega í ljós að þær deildu miklum áhuga á mat og matargerð. Þegar þær áttuðu sig á því að lasagnað þeirra innihéldi nákvæmlega sömu hráefni segja þær að eitthvað hafi gerst. „Það leið ekki á löngu fyrr en við rönkuðum við okkur í stúdíó við tökur á fyrsta þætti af Bragðheimum,“ segja stelpurnar en á þremur vikum hafa þær gefið út fjóra þætti sem þær segja einkennast af fróðleik, gríni og babbli tengdu mat, matargerð og matarmenningu. Samhliða hlaðvarps þáttunum halda þær uppi Instagram síðu Bragðheima og deila því sem þær hafa verið að kokka og ræða í síðustu þáttum. View this post on Instagram A post shared by Bragðheimar (@bragdheimar) Aldrei tengt við konur sem gera allt í orlofinu Sólveig er mikill ástríðukokkur og hefur lengi viljað gera eitthvað meira úr þessu áhugamáli sínu. „Af einhverjum ástæðum hafði mér aldrei dottið í hug að gera hlaðvarp. Mér fannst það örugglega bara einhver klisja. En auðvitað er það frábær hugmynd. Það eru ekki bara við vinkonur mínar sem erum alltaf að tala um mat, eiginlega allir tala mikið um mat, meðvitað eða ómeðvitað.“ Hún segir að það hafi verið algjör draumur að kynnast Evu í orlofinu og þær hafi fljótt komist að því að þær vildu gera eitthvað saman. „Það er full vinna að vera í fæðingarorlofi. Ég hef aldrei tengt við konur sem gera allt í fæðingarorlofinu sínu. Fara í ræktina, stofna fyrirtæki og halda stórar veislur. Eins upptekinn og maður er í orlofi með ungabarn og annað á leikskóla þá er nærandi að fá vettvang til að gleyma börnunum í smá stund, setja niður með glænýrri vinkonu og grínast um góðan mat.“ Dýrmætt að geta gleymt sér um stund Eva sem er mikil mataráhugakona var búin að vera með hugmyndina um matarhlaðvarp í maganum í mörg ár en aldrei látið til skarar skríða. Það var síðan í göngu á örlagaríkum og gráum miðvikudags eftirmiðdegi þar sem hlutirnir fara að rúlla. Á einungis tveimur vikum voru þær Eva og Solla búnar að taka upp þrjá þætti og segja þær að þættirnir hafi hlotið bæði góðar og miklar undirtektir. „Það er auðvitað nóg að gera í fæðingarorlofi með tvíbura, ef orlof má kalla, en það er alveg ofboðslega dýrmætt að geta gleymt sér um stund í Bragðheima-brasi,“ segir Eva létt í bragði og bætir við: „Ég lít á Bragðheima sem samfélagslegt verkefni. Flest elskum við góðan mat og í Bragðheimum ræðum við um alls konar mat og góð ráð tengd matargerð sem ætti að hafa hvetjandi og jákvæð áhrif á hlustendur. Við spjöllum við fjölbreyttan hóp viðmælenda sem deila góðum ráðum í eldhúsinu sínu, segja okkur frá sakbitnu sælunni sinni og þar fram eftir götunum. Bragðheimar eru fyrir sælkerann, sjoppuna og meðaljóninn.“
Ástin og lífið Matur Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira