Hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi áður en það verður of seint Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 10:00 Hilary Franz, umhverfisráðherra Washingtonríkis, varr íslensk stjórnvöld við aðgerðaleysi. Vísir/Einar Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríkinu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna. Hilary Franz hefur verið umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum frá árinu 2017 og er í dag í framboði til ríkisstjóra fyrir Demókrataflokkinn. Franz var stödd hér á landi í tilefni frumsýningar heimildarmyndarinnar Laxaþjóð, sem fjallar um sjókvíaeldi hér á landi. Franz greip til róttækra aðgerða í heimaríki sínu í kjölfar þess að stórfelld slysaslepping varð, sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Það voru fjórar stórar eldisstöðvar við strendur okkar og þær flugu undir ratsjárgeisluann þangað til 19. ágúst 2017. Ég hafði verið í embætti í um átta mánuði þegar það varð algert hrun í einni eldisstöðinni,“ segir Franz. 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúru Washington af stofni Atlantshafslax, tegund semer ókunnugur Kyrrahafinu sem Washington liggur við. „Þeir blönduðust innlenda laxastofninum sem á satt best að segja á brattann að sækja.“ Við tók umfangsmikil aðgerð við að fanga eldislaxana. Enn þann dag í dag, rúmum sex árum síðar, hefur aðeins um helmingur þeirra verið fangaður. Hún segir laxeldisfyrirtækið hafa kennt háflóði um þetta umhverfisslys en: „Sannleikurinn er sá að þeir höfðu vanrækt viðhald í stöðinni þar sem gríðarleg þyngsli af hrúðurkörlum og fleiru hafði safnast á kvíarnar og netin. Þeir höfðu ekki hreinsað þær almennilega svo það þurfti ekki annað en sjávarfallastraum og þennan þunga til að eyðileggja kvína,“ segir Fanz. Víti til varnaðar Nú hefur laxeldi verið bannað í Washingtonríki. Eitt af áhyggjuefnunum var að lokun fiskeldisstöðva hefði neikvæð áhrif á hagkerfi smárra byggða en svo var ekki. Yfirvöld hafi tekið þátt í nýsköpun og aðstoðað fyrirtæki með sjálfbærni að leiðarljósi að komast á fót. „Við getum stundað fiskeldi án þess að það hafi áhrif á innlenda stofna með því að hafa það uppi á landi.“ Spurningin sé ekki hvort slysaslepping af sömu stærðargráðu og í Washington gerist hér á landi heldur hvenær. „Ef ég hefði gripið til aðgerða fyrir fram... Ég var ekki í aðstöðu, hvorki hvað þekkingu né forystu varðar, til að ég gæti það. Ef ég get hjálpað Íslendingum þá væri það: Ekki bíða. Ekki bíða eftir þessu hruni. Þetta land og forystumenn þess hafa enga afsökun. Þeir vita hvað getur gerst því þeir hafa séð það undanfarin ári hér á Íslandi. Og þeir geta litið til okkar og séð að það er bara tímaspursmál.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Bandaríkin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjókvíar byggingarleyfisskyldar og starfsemin sé því ólögleg Frá og með deginum í dag verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna sjókvía þar sem þau teljast mannvirki samkvæmt lögum. Lögfræðingur segir að stöðva þurfi starfsemi sjókvíaeldisfyrirtækja þar til búið sé að afla tilskilinna leyfa. Samfélagið hafi stórtapað á því að lögin hafi ekki verið virkjuð fyrr. 15. febrúar 2024 19:13 Heimsfrumsýning í Gamla bíó: „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps“ Viðamikil dagskrá fer fram annað kvöld í Gamla bíó þegar heimildarmynd um fiskeldi á Íslandi, Laxaþjóð, verður heimsfrumsýnd. Myndin er framleidd af bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia. 7. febrúar 2024 11:27 MAST íhugar að kæra Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara Hátt í þrjú hundruð frávik hafa orðið hjá fyrirtækjum í land- og sjóvkvíeldi hér á landi á síðustu þremur árum og þar af teljast ríflega sextíu alvarleg. Matvælastofnun íhugar að kæra fyrirtækið Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara vegna tveggja alvarlegra mála. 4. janúar 2024 18:30 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Hilary Franz hefur verið umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum frá árinu 2017 og er í dag í framboði til ríkisstjóra fyrir Demókrataflokkinn. Franz var stödd hér á landi í tilefni frumsýningar heimildarmyndarinnar Laxaþjóð, sem fjallar um sjókvíaeldi hér á landi. Franz greip til róttækra aðgerða í heimaríki sínu í kjölfar þess að stórfelld slysaslepping varð, sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Það voru fjórar stórar eldisstöðvar við strendur okkar og þær flugu undir ratsjárgeisluann þangað til 19. ágúst 2017. Ég hafði verið í embætti í um átta mánuði þegar það varð algert hrun í einni eldisstöðinni,“ segir Franz. 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúru Washington af stofni Atlantshafslax, tegund semer ókunnugur Kyrrahafinu sem Washington liggur við. „Þeir blönduðust innlenda laxastofninum sem á satt best að segja á brattann að sækja.“ Við tók umfangsmikil aðgerð við að fanga eldislaxana. Enn þann dag í dag, rúmum sex árum síðar, hefur aðeins um helmingur þeirra verið fangaður. Hún segir laxeldisfyrirtækið hafa kennt háflóði um þetta umhverfisslys en: „Sannleikurinn er sá að þeir höfðu vanrækt viðhald í stöðinni þar sem gríðarleg þyngsli af hrúðurkörlum og fleiru hafði safnast á kvíarnar og netin. Þeir höfðu ekki hreinsað þær almennilega svo það þurfti ekki annað en sjávarfallastraum og þennan þunga til að eyðileggja kvína,“ segir Fanz. Víti til varnaðar Nú hefur laxeldi verið bannað í Washingtonríki. Eitt af áhyggjuefnunum var að lokun fiskeldisstöðva hefði neikvæð áhrif á hagkerfi smárra byggða en svo var ekki. Yfirvöld hafi tekið þátt í nýsköpun og aðstoðað fyrirtæki með sjálfbærni að leiðarljósi að komast á fót. „Við getum stundað fiskeldi án þess að það hafi áhrif á innlenda stofna með því að hafa það uppi á landi.“ Spurningin sé ekki hvort slysaslepping af sömu stærðargráðu og í Washington gerist hér á landi heldur hvenær. „Ef ég hefði gripið til aðgerða fyrir fram... Ég var ekki í aðstöðu, hvorki hvað þekkingu né forystu varðar, til að ég gæti það. Ef ég get hjálpað Íslendingum þá væri það: Ekki bíða. Ekki bíða eftir þessu hruni. Þetta land og forystumenn þess hafa enga afsökun. Þeir vita hvað getur gerst því þeir hafa séð það undanfarin ári hér á Íslandi. Og þeir geta litið til okkar og séð að það er bara tímaspursmál.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Bandaríkin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjókvíar byggingarleyfisskyldar og starfsemin sé því ólögleg Frá og með deginum í dag verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna sjókvía þar sem þau teljast mannvirki samkvæmt lögum. Lögfræðingur segir að stöðva þurfi starfsemi sjókvíaeldisfyrirtækja þar til búið sé að afla tilskilinna leyfa. Samfélagið hafi stórtapað á því að lögin hafi ekki verið virkjuð fyrr. 15. febrúar 2024 19:13 Heimsfrumsýning í Gamla bíó: „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps“ Viðamikil dagskrá fer fram annað kvöld í Gamla bíó þegar heimildarmynd um fiskeldi á Íslandi, Laxaþjóð, verður heimsfrumsýnd. Myndin er framleidd af bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia. 7. febrúar 2024 11:27 MAST íhugar að kæra Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara Hátt í þrjú hundruð frávik hafa orðið hjá fyrirtækjum í land- og sjóvkvíeldi hér á landi á síðustu þremur árum og þar af teljast ríflega sextíu alvarleg. Matvælastofnun íhugar að kæra fyrirtækið Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara vegna tveggja alvarlegra mála. 4. janúar 2024 18:30 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Sjókvíar byggingarleyfisskyldar og starfsemin sé því ólögleg Frá og með deginum í dag verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna sjókvía þar sem þau teljast mannvirki samkvæmt lögum. Lögfræðingur segir að stöðva þurfi starfsemi sjókvíaeldisfyrirtækja þar til búið sé að afla tilskilinna leyfa. Samfélagið hafi stórtapað á því að lögin hafi ekki verið virkjuð fyrr. 15. febrúar 2024 19:13
Heimsfrumsýning í Gamla bíó: „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps“ Viðamikil dagskrá fer fram annað kvöld í Gamla bíó þegar heimildarmynd um fiskeldi á Íslandi, Laxaþjóð, verður heimsfrumsýnd. Myndin er framleidd af bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia. 7. febrúar 2024 11:27
MAST íhugar að kæra Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara Hátt í þrjú hundruð frávik hafa orðið hjá fyrirtækjum í land- og sjóvkvíeldi hér á landi á síðustu þremur árum og þar af teljast ríflega sextíu alvarleg. Matvælastofnun íhugar að kæra fyrirtækið Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara vegna tveggja alvarlegra mála. 4. janúar 2024 18:30