Ástæða til að skoða lögleiðingu kannabis í lækningaskyni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2024 20:02 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur ástæðu til að skoða hugmyndir um lögleiðingu kannabis í lækningaskyni, en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort formleg vinna hefjist um málið. Slíkar breytingar verði að vinna í samráði við dómsmálaráðuneytið. Fyrir helgi steig fjölskyldufaðir fram í viðtali og sagði sárt að þurfa að verða sér úti um ólöglega eiturlyfið kannabis til að lina þjáningar vegna tveggja sársaukafullra taugasjúkdóma sem hann glímir við. Maðurinn, Hómsteinn hefur prufað öll þau lyf sem læknar hafa skrifað upp á en ekkert virkað. Eina sem slær á verkina er kannabis sem gerir honum kleift að hreyfa sig um á daginn. Hann berst nú fyrir því að efnið verði gert löglegt í lækningaskyni undir eftirliti sérfræðinga. „Ég sá viðtal við þennan einstakling og heyrði hvað hann segir. Mér finnst algjör ástæða til að skoða það betur. Nú höfum við heimilað framleiðslu á slíkum olíum en þá er miðað við ákveðið gildi THC,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Mun hlusta á fagfólkið Olíurnar sem Willum vísar til eru CBD olíur og löglegar hér á landi en efnið THC sem hann nefnir er virka vímuefnið í Kannabisinu. Notkun þess er ólögleg hér á landi. „Það er ólögleg efni, þannig við þurfum að taka það samtal þá við fleiri en bara sérfræðinga í heilbrigðisráðuneytinu og fagfólk í heilbrigðisþjónustu. En við eigum að hlusta og kanna hvað hægt er að gera. Ég mun hlusta auðvitað á fagfólkið í þessu en er alltaf tilbúinn til að hitta viðkomandi af því að hann nefndi það að hann vildi hitta heilbrigðisráðherra.“ Samtal um lögleiðingu kannabis í lækningaskyni þurfi að gerast í samráði við dómsmálaráðherra og fleiri. En ætlar þú að hafa frumkvæði að því að hefja slíkt samtal? „Ég veit ekki með hversu formlegum hætti það er, en þessi umræða er komin í gang og hún hefur svo sem verið varðandi þessar olíur en hún heldur áfram. Hvort ég fari inn í það með einhverjum formlegum hætti hef ég ekki tekið neina ákvörðun um.“ Kannabis Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Fyrir helgi steig fjölskyldufaðir fram í viðtali og sagði sárt að þurfa að verða sér úti um ólöglega eiturlyfið kannabis til að lina þjáningar vegna tveggja sársaukafullra taugasjúkdóma sem hann glímir við. Maðurinn, Hómsteinn hefur prufað öll þau lyf sem læknar hafa skrifað upp á en ekkert virkað. Eina sem slær á verkina er kannabis sem gerir honum kleift að hreyfa sig um á daginn. Hann berst nú fyrir því að efnið verði gert löglegt í lækningaskyni undir eftirliti sérfræðinga. „Ég sá viðtal við þennan einstakling og heyrði hvað hann segir. Mér finnst algjör ástæða til að skoða það betur. Nú höfum við heimilað framleiðslu á slíkum olíum en þá er miðað við ákveðið gildi THC,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Mun hlusta á fagfólkið Olíurnar sem Willum vísar til eru CBD olíur og löglegar hér á landi en efnið THC sem hann nefnir er virka vímuefnið í Kannabisinu. Notkun þess er ólögleg hér á landi. „Það er ólögleg efni, þannig við þurfum að taka það samtal þá við fleiri en bara sérfræðinga í heilbrigðisráðuneytinu og fagfólk í heilbrigðisþjónustu. En við eigum að hlusta og kanna hvað hægt er að gera. Ég mun hlusta auðvitað á fagfólkið í þessu en er alltaf tilbúinn til að hitta viðkomandi af því að hann nefndi það að hann vildi hitta heilbrigðisráðherra.“ Samtal um lögleiðingu kannabis í lækningaskyni þurfi að gerast í samráði við dómsmálaráðherra og fleiri. En ætlar þú að hafa frumkvæði að því að hefja slíkt samtal? „Ég veit ekki með hversu formlegum hætti það er, en þessi umræða er komin í gang og hún hefur svo sem verið varðandi þessar olíur en hún heldur áfram. Hvort ég fari inn í það með einhverjum formlegum hætti hef ég ekki tekið neina ákvörðun um.“
Kannabis Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira