Santos vill hundrað milljónir frá Kimmel Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2024 10:07 George Santos og Jimmy Kimmel. EPA George Santos, fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur höfðað mál gegn þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel, ABC og Disney. Er það vegna þess að Kimmel gabbaði Santos til að taka upp myndband sem notað var til að gera grín að hinum smánaða fyrrverandi þingmanni. Það gerði Kimmel og starfsfólk hans í gegnum forritið Cameo, þar sem hægt er að greiða fólki fyrir taka upp myndbönd eftir ákveðnu handriti. Oft er þetta notað til að fá frægt fólk til að kasta kveðjum á vini og vandamenn. Í lögsókn Santos segir að Kimmel hafi leynt því hver hann væri og þannig platað Santos til að taka upp myndbönd og nota „félagslyndan“ persónuleika hans til að gera grín að sér. Undir fölsku nafni Eins og þekkt er var Santos sem var kallaður „lygni þingmaðurinn“, vikið af þingi undir lok síðasta árs, eftir að hann var ákærður fyrir fjársvik og fyrir að ljúga að þinginu. Skömmu eftir að hann var kjörinn á þing árið 2022 fóru fregnir af ósannindum hans að berast. Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Santos heldur því fram að Kimmel hafi að minnsta kosti fjórtán sinnum sent inn beiðnir í gegnum Cameo þar sem hann sagði ekki hver hann væri raunverulega og beðið hann um að taka upp skilaboð. Þessi skilaboð hafa svo verið sýnd í þætti Kimmel, undir yfirskriftinni: „Mun Santos segja það?“. Minnst fimm myndbönd hafa verið sýnd í þætti Kimmel. Í einu slíku myndbandi fékk Kimmel Santos til að óska meintum sigurvegara í nautakjötsátkeppni til hamingju með að hafa étið 2,7 kíló af nautahakki á hálftíma. Umrætt innslag hefst eftir um sex mínútur og fimmtíu sekúndir í myndbandinu hér að neðan. Í tölvupósti til blaðamanns AP fréttaveitunnar segir Robert Fantone, lögmaður Santos, að falskar beiðnir Kimmels á Cameo hafi verið fyndnar en hann hafi klárlega brotið lög. Santos fer fram á 750 þúsund dali í skaðabætur, hið minnsta, þar sem hann vill að frekari skaðabætur verði ákveðnar í réttarhöldum. 750 þúsund dalir samsvara rúmum hundrað milljónum króna. Bandaríkin Mál George Santos Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Það gerði Kimmel og starfsfólk hans í gegnum forritið Cameo, þar sem hægt er að greiða fólki fyrir taka upp myndbönd eftir ákveðnu handriti. Oft er þetta notað til að fá frægt fólk til að kasta kveðjum á vini og vandamenn. Í lögsókn Santos segir að Kimmel hafi leynt því hver hann væri og þannig platað Santos til að taka upp myndbönd og nota „félagslyndan“ persónuleika hans til að gera grín að sér. Undir fölsku nafni Eins og þekkt er var Santos sem var kallaður „lygni þingmaðurinn“, vikið af þingi undir lok síðasta árs, eftir að hann var ákærður fyrir fjársvik og fyrir að ljúga að þinginu. Skömmu eftir að hann var kjörinn á þing árið 2022 fóru fregnir af ósannindum hans að berast. Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Santos heldur því fram að Kimmel hafi að minnsta kosti fjórtán sinnum sent inn beiðnir í gegnum Cameo þar sem hann sagði ekki hver hann væri raunverulega og beðið hann um að taka upp skilaboð. Þessi skilaboð hafa svo verið sýnd í þætti Kimmel, undir yfirskriftinni: „Mun Santos segja það?“. Minnst fimm myndbönd hafa verið sýnd í þætti Kimmel. Í einu slíku myndbandi fékk Kimmel Santos til að óska meintum sigurvegara í nautakjötsátkeppni til hamingju með að hafa étið 2,7 kíló af nautahakki á hálftíma. Umrætt innslag hefst eftir um sex mínútur og fimmtíu sekúndir í myndbandinu hér að neðan. Í tölvupósti til blaðamanns AP fréttaveitunnar segir Robert Fantone, lögmaður Santos, að falskar beiðnir Kimmels á Cameo hafi verið fyndnar en hann hafi klárlega brotið lög. Santos fer fram á 750 þúsund dali í skaðabætur, hið minnsta, þar sem hann vill að frekari skaðabætur verði ákveðnar í réttarhöldum. 750 þúsund dalir samsvara rúmum hundrað milljónum króna.
Bandaríkin Mál George Santos Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira