Íslendingar „eigi að skammast sín“ fái hann ekki stig í Eurovision Samúel Karl Ólason og Eiður Þór Árnason skrifa 17. febrúar 2024 13:36 Lagið sem Isaak flutti heitir Always on the Run. Isaak Guderian bar í gær sigur úr býtum í Söngvakeppni Þýskalands og mun því keppa fyrir hönd landsins í Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Isaak er hálf-íslenskur en móðir hans er íslensk. Hann á von á tólf stigum frá Íslandi þegar hann flytur lagið Always on the Run á stóra sviðinu í Malmö Arena þann 11. maí og kæmi það honum á óvart ef Þýskaland væri hvergi að finna í stigagjöf Íslendinga. Ef svo færi „ættu þau að skammast sín,“ sagði Isaak léttur í bragði í viðtali sem tekið var fyrir keppnina í Þýskalandi. Hann naut fyrst athygli í Þýskalandi þegar hann tók þátt í X-Factor þar í landi árið 2011 en samkvæmt frétt Eurovisionworld vann Isaak einnig hæfileikakeppnina Show your Talent árið 2021. Isaak er á 28. aldursári. Var götulistamaður Lagið sem Isaak flytur var samið af honum sjálfum, Greg Taro, Kevin Lehr og Leo Salminen. Hann segir textann fjalla um það hvernig hann á það til að einbeita sér að því sem er fallegt í lífi sínu og ýta öllu neikvæðu til hliðar. Þetta sé óheilbrigð hegðun. „Svona myndast stærðarinnar stormviðri og ég hleyp frá því.“ Tengist þetta beint inn í titil lagsins sem þýðist á íslensku sem Alltaf á hlaupum. Isaak fæddist í bænum Espelkamp í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi þar sem búa um 25 þúsund íbúar. Þýskir miðlar greina frá því að hann hafi látið reyna á líf sem götulistamaður þegar hann var yngri og tekið þátt í áðurnefndum hæfileikakeppnum í sjónvarpi. Hann hafi þó fyrst almennilega skotist á stjörnuhimininn með framlagi sínu í undankeppni Þýskalands fyrir Eurovision. Venju samkvæmt fer framlag Þýskalands beint í lokakeppni Eurovision og þarf Isaak því ekki að vinna hug og hjörtu fólks fyrst á undanúrslitakvöldi. Eurovision Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hann á von á tólf stigum frá Íslandi þegar hann flytur lagið Always on the Run á stóra sviðinu í Malmö Arena þann 11. maí og kæmi það honum á óvart ef Þýskaland væri hvergi að finna í stigagjöf Íslendinga. Ef svo færi „ættu þau að skammast sín,“ sagði Isaak léttur í bragði í viðtali sem tekið var fyrir keppnina í Þýskalandi. Hann naut fyrst athygli í Þýskalandi þegar hann tók þátt í X-Factor þar í landi árið 2011 en samkvæmt frétt Eurovisionworld vann Isaak einnig hæfileikakeppnina Show your Talent árið 2021. Isaak er á 28. aldursári. Var götulistamaður Lagið sem Isaak flytur var samið af honum sjálfum, Greg Taro, Kevin Lehr og Leo Salminen. Hann segir textann fjalla um það hvernig hann á það til að einbeita sér að því sem er fallegt í lífi sínu og ýta öllu neikvæðu til hliðar. Þetta sé óheilbrigð hegðun. „Svona myndast stærðarinnar stormviðri og ég hleyp frá því.“ Tengist þetta beint inn í titil lagsins sem þýðist á íslensku sem Alltaf á hlaupum. Isaak fæddist í bænum Espelkamp í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi þar sem búa um 25 þúsund íbúar. Þýskir miðlar greina frá því að hann hafi látið reyna á líf sem götulistamaður þegar hann var yngri og tekið þátt í áðurnefndum hæfileikakeppnum í sjónvarpi. Hann hafi þó fyrst almennilega skotist á stjörnuhimininn með framlagi sínu í undankeppni Þýskalands fyrir Eurovision. Venju samkvæmt fer framlag Þýskalands beint í lokakeppni Eurovision og þarf Isaak því ekki að vinna hug og hjörtu fólks fyrst á undanúrslitakvöldi.
Eurovision Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira