Orkuinnviðum á Suðurnesjum ógnað Anton Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2024 09:01 Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni. Örfáum klukkustundum síðar höfðu vísindamenn keyrt hraunflæðilíkan sem fól í sér að hætt væri við að hraun frá eldgosinu ógnaði heitavatnslögn frá orkustöð HS Orku í Svartsengi sem flytur heitt vatn til byggðarlaganna á Suðurnesjum. Kl 12:05 sama dag rofnaði heitavatnslögnin eftir að hraunjaðarinn og glóandi hraunið fór yfir hana. Þar með var orðið heitavatnslaust á Suðurnesjum. Sú staðreynd blasið við að hraun hefur runnið nú í tvígang yfir hitaveitulagnir á Suðurnesjum. Í því ljósi hlýtur að teljast að mjög líklegt sé að virkjunin í Svartsengi fari undir hraun í náinni framtíð. Málið var á dagskrá á stjórnarfundi Sambands Sveitarfélaga Suðurnesjum á dögunum þar sem undirritaður situr fyrir hönd Suðurnesjabæjar. Stjórn SSS bókaði eftirfarandi „Svartasta myndin rættist í síðustu eldgosum í ljósi þess leggur stjórn S.S.S. áherslu á mikilvægi þess að huga að innviðum, m.a. að koma upp öðrum veitum á Reykjanesskaganum til að tryggja heitt vatn og raforku. Ljóst er að ekki dugar lengur að treysta á eina virkjun til húshitunar eins og verið hefur.“ Raforka Suðurnesjamenn þurfa á Suðurnesjalínu 2 að halda og það strax, Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnes heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Heitt vatn Heita vatnið er mikið hagsmunamál fyrir svæðið í heild sinni í raun stórt og veiga mikið öryggismál sem snertir alla Suðurnesjamenn. Hafin er vinna við það að endurvekja lághitaholur á svæðinu með 70 til 100 gráða heitu vatni með það fyrir augum að koma upp eins konar varahitaveitu. sem voru boraðar fyrir um 50 árum. Eru þær holur á Njarðvíkurheiði í Reykjanesbæ og á Rosmhvalanesi í Suðurnesjabæ. Kalt vatn Varavatnsból fyrir Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ er núna tilbúið. Vatnsbólið er staðsett við Árnarétt hjá Garði í Suðurnesjabæ. Ráðist var í verkið í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Suðurnesjum og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið að Lágum við Svartsengi Kalda vatnið er algjör grunnforsenda byggðar og atvinnulífs og það þarf að vera aðgengi að því þegar á reynir. Mikilvægt að þétta samtalið um næstu skref Það liggur í hlutarins eðlis að það þarf að hafa hraðar hendur um næstu skref. 30.000 manna samfélag á Suðurnesjum er undir ásamt starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ Þétta þarf markvisst samtöl Alþingismanna, Sveitarstjórnarmanna, Sérfræðinga og embættismanna til þess eins að veita málefnum sem snerta innviðaruppbyggingu á Suðurnesjum framgang í stjórnsýslu og stjórnsýslu ákvörðunum vegna þess að það liggur mikið við. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjalína 2 Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni. Örfáum klukkustundum síðar höfðu vísindamenn keyrt hraunflæðilíkan sem fól í sér að hætt væri við að hraun frá eldgosinu ógnaði heitavatnslögn frá orkustöð HS Orku í Svartsengi sem flytur heitt vatn til byggðarlaganna á Suðurnesjum. Kl 12:05 sama dag rofnaði heitavatnslögnin eftir að hraunjaðarinn og glóandi hraunið fór yfir hana. Þar með var orðið heitavatnslaust á Suðurnesjum. Sú staðreynd blasið við að hraun hefur runnið nú í tvígang yfir hitaveitulagnir á Suðurnesjum. Í því ljósi hlýtur að teljast að mjög líklegt sé að virkjunin í Svartsengi fari undir hraun í náinni framtíð. Málið var á dagskrá á stjórnarfundi Sambands Sveitarfélaga Suðurnesjum á dögunum þar sem undirritaður situr fyrir hönd Suðurnesjabæjar. Stjórn SSS bókaði eftirfarandi „Svartasta myndin rættist í síðustu eldgosum í ljósi þess leggur stjórn S.S.S. áherslu á mikilvægi þess að huga að innviðum, m.a. að koma upp öðrum veitum á Reykjanesskaganum til að tryggja heitt vatn og raforku. Ljóst er að ekki dugar lengur að treysta á eina virkjun til húshitunar eins og verið hefur.“ Raforka Suðurnesjamenn þurfa á Suðurnesjalínu 2 að halda og það strax, Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnes heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Heitt vatn Heita vatnið er mikið hagsmunamál fyrir svæðið í heild sinni í raun stórt og veiga mikið öryggismál sem snertir alla Suðurnesjamenn. Hafin er vinna við það að endurvekja lághitaholur á svæðinu með 70 til 100 gráða heitu vatni með það fyrir augum að koma upp eins konar varahitaveitu. sem voru boraðar fyrir um 50 árum. Eru þær holur á Njarðvíkurheiði í Reykjanesbæ og á Rosmhvalanesi í Suðurnesjabæ. Kalt vatn Varavatnsból fyrir Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ er núna tilbúið. Vatnsbólið er staðsett við Árnarétt hjá Garði í Suðurnesjabæ. Ráðist var í verkið í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Suðurnesjum og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið að Lágum við Svartsengi Kalda vatnið er algjör grunnforsenda byggðar og atvinnulífs og það þarf að vera aðgengi að því þegar á reynir. Mikilvægt að þétta samtalið um næstu skref Það liggur í hlutarins eðlis að það þarf að hafa hraðar hendur um næstu skref. 30.000 manna samfélag á Suðurnesjum er undir ásamt starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ Þétta þarf markvisst samtöl Alþingismanna, Sveitarstjórnarmanna, Sérfræðinga og embættismanna til þess eins að veita málefnum sem snerta innviðaruppbyggingu á Suðurnesjum framgang í stjórnsýslu og stjórnsýslu ákvörðunum vegna þess að það liggur mikið við. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun