Orkuinnviðum á Suðurnesjum ógnað Anton Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2024 09:01 Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni. Örfáum klukkustundum síðar höfðu vísindamenn keyrt hraunflæðilíkan sem fól í sér að hætt væri við að hraun frá eldgosinu ógnaði heitavatnslögn frá orkustöð HS Orku í Svartsengi sem flytur heitt vatn til byggðarlaganna á Suðurnesjum. Kl 12:05 sama dag rofnaði heitavatnslögnin eftir að hraunjaðarinn og glóandi hraunið fór yfir hana. Þar með var orðið heitavatnslaust á Suðurnesjum. Sú staðreynd blasið við að hraun hefur runnið nú í tvígang yfir hitaveitulagnir á Suðurnesjum. Í því ljósi hlýtur að teljast að mjög líklegt sé að virkjunin í Svartsengi fari undir hraun í náinni framtíð. Málið var á dagskrá á stjórnarfundi Sambands Sveitarfélaga Suðurnesjum á dögunum þar sem undirritaður situr fyrir hönd Suðurnesjabæjar. Stjórn SSS bókaði eftirfarandi „Svartasta myndin rættist í síðustu eldgosum í ljósi þess leggur stjórn S.S.S. áherslu á mikilvægi þess að huga að innviðum, m.a. að koma upp öðrum veitum á Reykjanesskaganum til að tryggja heitt vatn og raforku. Ljóst er að ekki dugar lengur að treysta á eina virkjun til húshitunar eins og verið hefur.“ Raforka Suðurnesjamenn þurfa á Suðurnesjalínu 2 að halda og það strax, Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnes heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Heitt vatn Heita vatnið er mikið hagsmunamál fyrir svæðið í heild sinni í raun stórt og veiga mikið öryggismál sem snertir alla Suðurnesjamenn. Hafin er vinna við það að endurvekja lághitaholur á svæðinu með 70 til 100 gráða heitu vatni með það fyrir augum að koma upp eins konar varahitaveitu. sem voru boraðar fyrir um 50 árum. Eru þær holur á Njarðvíkurheiði í Reykjanesbæ og á Rosmhvalanesi í Suðurnesjabæ. Kalt vatn Varavatnsból fyrir Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ er núna tilbúið. Vatnsbólið er staðsett við Árnarétt hjá Garði í Suðurnesjabæ. Ráðist var í verkið í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Suðurnesjum og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið að Lágum við Svartsengi Kalda vatnið er algjör grunnforsenda byggðar og atvinnulífs og það þarf að vera aðgengi að því þegar á reynir. Mikilvægt að þétta samtalið um næstu skref Það liggur í hlutarins eðlis að það þarf að hafa hraðar hendur um næstu skref. 30.000 manna samfélag á Suðurnesjum er undir ásamt starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ Þétta þarf markvisst samtöl Alþingismanna, Sveitarstjórnarmanna, Sérfræðinga og embættismanna til þess eins að veita málefnum sem snerta innviðaruppbyggingu á Suðurnesjum framgang í stjórnsýslu og stjórnsýslu ákvörðunum vegna þess að það liggur mikið við. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjalína 2 Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni. Örfáum klukkustundum síðar höfðu vísindamenn keyrt hraunflæðilíkan sem fól í sér að hætt væri við að hraun frá eldgosinu ógnaði heitavatnslögn frá orkustöð HS Orku í Svartsengi sem flytur heitt vatn til byggðarlaganna á Suðurnesjum. Kl 12:05 sama dag rofnaði heitavatnslögnin eftir að hraunjaðarinn og glóandi hraunið fór yfir hana. Þar með var orðið heitavatnslaust á Suðurnesjum. Sú staðreynd blasið við að hraun hefur runnið nú í tvígang yfir hitaveitulagnir á Suðurnesjum. Í því ljósi hlýtur að teljast að mjög líklegt sé að virkjunin í Svartsengi fari undir hraun í náinni framtíð. Málið var á dagskrá á stjórnarfundi Sambands Sveitarfélaga Suðurnesjum á dögunum þar sem undirritaður situr fyrir hönd Suðurnesjabæjar. Stjórn SSS bókaði eftirfarandi „Svartasta myndin rættist í síðustu eldgosum í ljósi þess leggur stjórn S.S.S. áherslu á mikilvægi þess að huga að innviðum, m.a. að koma upp öðrum veitum á Reykjanesskaganum til að tryggja heitt vatn og raforku. Ljóst er að ekki dugar lengur að treysta á eina virkjun til húshitunar eins og verið hefur.“ Raforka Suðurnesjamenn þurfa á Suðurnesjalínu 2 að halda og það strax, Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnes heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Heitt vatn Heita vatnið er mikið hagsmunamál fyrir svæðið í heild sinni í raun stórt og veiga mikið öryggismál sem snertir alla Suðurnesjamenn. Hafin er vinna við það að endurvekja lághitaholur á svæðinu með 70 til 100 gráða heitu vatni með það fyrir augum að koma upp eins konar varahitaveitu. sem voru boraðar fyrir um 50 árum. Eru þær holur á Njarðvíkurheiði í Reykjanesbæ og á Rosmhvalanesi í Suðurnesjabæ. Kalt vatn Varavatnsból fyrir Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ er núna tilbúið. Vatnsbólið er staðsett við Árnarétt hjá Garði í Suðurnesjabæ. Ráðist var í verkið í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Suðurnesjum og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið að Lágum við Svartsengi Kalda vatnið er algjör grunnforsenda byggðar og atvinnulífs og það þarf að vera aðgengi að því þegar á reynir. Mikilvægt að þétta samtalið um næstu skref Það liggur í hlutarins eðlis að það þarf að hafa hraðar hendur um næstu skref. 30.000 manna samfélag á Suðurnesjum er undir ásamt starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ Þétta þarf markvisst samtöl Alþingismanna, Sveitarstjórnarmanna, Sérfræðinga og embættismanna til þess eins að veita málefnum sem snerta innviðaruppbyggingu á Suðurnesjum framgang í stjórnsýslu og stjórnsýslu ákvörðunum vegna þess að það liggur mikið við. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun