Önnur palestínsk fjölskylda komin til landsins: „Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 19:29 Sjálfboðaliðarnir fimm í Egyptalandi. Aðsend Palestínsk móðir og dætur hennar þrjár, sem dvalið hafa á Gasaströndinni, eru komnar til landsins. Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem hópur íslenskra sjálfboðaliða aðstoðar nú við að komast yfir Rafah-landamærin. Sigrún Johnson er einn fimm sjálfboðaliða sem lögðu leið sína til Egyptalands í vikunni til þess að aðstoða þá Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til landsins. Sigrún lenti seinni partinn í dag ásamt mæðgunum. Dæturnar þrjár eru þriggja, sex og tólf ára. Um er að ræða aðra fjölskyldusameininguna í tengslum við átökin á Gasa. Þegar er ein fjölskylda komin til landsins með hjálp Maríu Lilju Þrastardóttur, Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Kristínu Eiríksdóttur. Fjölskyldufaðirinn hefur dvalið hér á landi í tvö ár. Í samtali við Vísi segir Sigrún mikla fagnaðarfundi hafa átt sér stað þegar þau sameinuðust á Keflavíkurflugvelli í dag. „Þetta eru ótrúlega ljúfar og flottar stelpur,“ segir Sigrún um dæturnar þrjár. „Ég hef aðeins spjallað við pabbann sem er ekkert nema yndislegheitin. Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag.“ Unnið að komu átta til viðbótar Sigrún segir sjálfboðaliðana hafa aðstoðað mæðgurnar með pappírsvinnu sem hafi þurft að fylla út til þess að komast heim. Sjálfar hafi mæðgurnar, með aðstoð ættingja og vina, safnað pening fyrir ferðalaginu. „Þetta kom allt í gegn á mánudag en þær fengu ekki símtal fyrr en í gær um að þær myndu fá flug um kvöldið,“ segir Sigrún, en flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna sér um að bóka flug fyrir flóttafólk frá Gasa. Sigrún segir ferðalagið hafa gengið vel þrátt fyrir hnökra tengda pappírsvinnu. „Þær skilja takmarkaða ensku og hafa aldrei flogið áður þannig að þetta var svolítið nýtt fyrir þeim.“ Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem komist hafa á svokallaðan landamæralista, fengið leyfi til þess að fara yfir Rafah-landamærin. Restin af sjálfboðaliðunum vinnur nú að því að koma þeim átta sem eftir standa til landsins. Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn. 9. febrúar 2024 19:55 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Sigrún Johnson er einn fimm sjálfboðaliða sem lögðu leið sína til Egyptalands í vikunni til þess að aðstoða þá Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til landsins. Sigrún lenti seinni partinn í dag ásamt mæðgunum. Dæturnar þrjár eru þriggja, sex og tólf ára. Um er að ræða aðra fjölskyldusameininguna í tengslum við átökin á Gasa. Þegar er ein fjölskylda komin til landsins með hjálp Maríu Lilju Þrastardóttur, Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Kristínu Eiríksdóttur. Fjölskyldufaðirinn hefur dvalið hér á landi í tvö ár. Í samtali við Vísi segir Sigrún mikla fagnaðarfundi hafa átt sér stað þegar þau sameinuðust á Keflavíkurflugvelli í dag. „Þetta eru ótrúlega ljúfar og flottar stelpur,“ segir Sigrún um dæturnar þrjár. „Ég hef aðeins spjallað við pabbann sem er ekkert nema yndislegheitin. Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag.“ Unnið að komu átta til viðbótar Sigrún segir sjálfboðaliðana hafa aðstoðað mæðgurnar með pappírsvinnu sem hafi þurft að fylla út til þess að komast heim. Sjálfar hafi mæðgurnar, með aðstoð ættingja og vina, safnað pening fyrir ferðalaginu. „Þetta kom allt í gegn á mánudag en þær fengu ekki símtal fyrr en í gær um að þær myndu fá flug um kvöldið,“ segir Sigrún, en flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna sér um að bóka flug fyrir flóttafólk frá Gasa. Sigrún segir ferðalagið hafa gengið vel þrátt fyrir hnökra tengda pappírsvinnu. „Þær skilja takmarkaða ensku og hafa aldrei flogið áður þannig að þetta var svolítið nýtt fyrir þeim.“ Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem komist hafa á svokallaðan landamæralista, fengið leyfi til þess að fara yfir Rafah-landamærin. Restin af sjálfboðaliðunum vinnur nú að því að koma þeim átta sem eftir standa til landsins.
Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn. 9. febrúar 2024 19:55 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn. 9. febrúar 2024 19:55
Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09
Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent