Mátti kenna Leoncie við nektardans Árni Sæberg skrifar 16. febrúar 2024 15:27 Leoncie fær ekki krónu frá Helga Jónssyni. Aðsend Landsréttur hefur staðfest sýknu Helga Jónssonar, eiganda og umsjónarmanns Glatkistunnar, af öllum kröfum tónlistarkonunnar Leoncie. Hún höfðaði meiðyrðamál á hendur Helga vegna lýsinga hans á ferli hennar sem tónlistarkonu og nektardansmær. Leoncie gerði alvarlegar athugasemdir við texta sem birtist um hana á Glatkistunni en þar er haldið utan um feril íslenskra tónlistarmanna. Hún krafðist þess að eftifarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk: 1. „Næstu árin starfaði Leoncie við nektardans og söng með hléum en dvaldi þess á milli erlendis um lengri og skemmri tíma en var alkomin til Íslands 1990, uppúr því sem hún fór aftur að láta að sér kveða á tónlistarsviðinu.“ 2. „Í ársbyrjun 1994 sýndi Ríkissjónvarpið þátt um Leoncie þar sem ferli hennar í máli og myndum var gerð skil, það sem olli þó mesta umtalinu var bútur sem ekki var í myndinni (sem klipptur hafði verið út af beiðni Sveinbjörns I. Baldvinssonar þáverandi dagskrárstjóra) en þar klæddi söngkonan sig í nærbuxur merktar Alþýðuflokknum sem Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra, hafði fært henni á einhverri skemmtun á Suðurnesjum.“ 3. „Þetta ár birtust fréttir þess efnis að Leoncie hefði landað stórum þriggja ára útgáfusamningi á Indlandi en líklega áttu þær fréttir aldrei við nein rök að styðjast.“ 4. „Næstu árin átti Leoncie eftir að leggja meiri áherslu á tónlistarferil sinn en áður, hún var hætt að strippa og plötur komu nú út tíðar en áður, 2002 kom næsta plata en hún bar titilinn Sexy loverboy. Tímaritið Sánd gaf plötunni frábæra dóma en miðað við það sem á undan hafði gengið er erfitt að lesa í raunverulega merkingu þess dóms.“ Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Helga af öllum kröfum Leoncie. Það var helst gert á þeim grundvelli að tjáning sem um var deilt rúmist innan tjáningarfrelsis Helga samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hans með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta teldist ekki uppfylla skilyrði um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi. Leoncie krafðist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi Helga en varð ekki kápan úr því klæðinu. Hún þarf aftur á móti að greiða Helga málskostnað fyrir Landsrétti í ofanálag við þær 1,4 milljónir sem hún þurfti að greiða í málskostnað í héraði. Dómsmál Tónlist Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Get ekki látið ykkur Íslendinga skrifa allskonar bull um mig“ Leoncie vinnur nú að nýrri ævisögu. Hún vill segja sögu sína sjálf. Hún er tónlistakona og skemmtikraftur og segist hafa nóg að gera. 20. desember 2023 10:07 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Leoncie gerði alvarlegar athugasemdir við texta sem birtist um hana á Glatkistunni en þar er haldið utan um feril íslenskra tónlistarmanna. Hún krafðist þess að eftifarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk: 1. „Næstu árin starfaði Leoncie við nektardans og söng með hléum en dvaldi þess á milli erlendis um lengri og skemmri tíma en var alkomin til Íslands 1990, uppúr því sem hún fór aftur að láta að sér kveða á tónlistarsviðinu.“ 2. „Í ársbyrjun 1994 sýndi Ríkissjónvarpið þátt um Leoncie þar sem ferli hennar í máli og myndum var gerð skil, það sem olli þó mesta umtalinu var bútur sem ekki var í myndinni (sem klipptur hafði verið út af beiðni Sveinbjörns I. Baldvinssonar þáverandi dagskrárstjóra) en þar klæddi söngkonan sig í nærbuxur merktar Alþýðuflokknum sem Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra, hafði fært henni á einhverri skemmtun á Suðurnesjum.“ 3. „Þetta ár birtust fréttir þess efnis að Leoncie hefði landað stórum þriggja ára útgáfusamningi á Indlandi en líklega áttu þær fréttir aldrei við nein rök að styðjast.“ 4. „Næstu árin átti Leoncie eftir að leggja meiri áherslu á tónlistarferil sinn en áður, hún var hætt að strippa og plötur komu nú út tíðar en áður, 2002 kom næsta plata en hún bar titilinn Sexy loverboy. Tímaritið Sánd gaf plötunni frábæra dóma en miðað við það sem á undan hafði gengið er erfitt að lesa í raunverulega merkingu þess dóms.“ Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Helga af öllum kröfum Leoncie. Það var helst gert á þeim grundvelli að tjáning sem um var deilt rúmist innan tjáningarfrelsis Helga samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hans með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta teldist ekki uppfylla skilyrði um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi. Leoncie krafðist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi Helga en varð ekki kápan úr því klæðinu. Hún þarf aftur á móti að greiða Helga málskostnað fyrir Landsrétti í ofanálag við þær 1,4 milljónir sem hún þurfti að greiða í málskostnað í héraði.
1. „Næstu árin starfaði Leoncie við nektardans og söng með hléum en dvaldi þess á milli erlendis um lengri og skemmri tíma en var alkomin til Íslands 1990, uppúr því sem hún fór aftur að láta að sér kveða á tónlistarsviðinu.“ 2. „Í ársbyrjun 1994 sýndi Ríkissjónvarpið þátt um Leoncie þar sem ferli hennar í máli og myndum var gerð skil, það sem olli þó mesta umtalinu var bútur sem ekki var í myndinni (sem klipptur hafði verið út af beiðni Sveinbjörns I. Baldvinssonar þáverandi dagskrárstjóra) en þar klæddi söngkonan sig í nærbuxur merktar Alþýðuflokknum sem Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra, hafði fært henni á einhverri skemmtun á Suðurnesjum.“ 3. „Þetta ár birtust fréttir þess efnis að Leoncie hefði landað stórum þriggja ára útgáfusamningi á Indlandi en líklega áttu þær fréttir aldrei við nein rök að styðjast.“ 4. „Næstu árin átti Leoncie eftir að leggja meiri áherslu á tónlistarferil sinn en áður, hún var hætt að strippa og plötur komu nú út tíðar en áður, 2002 kom næsta plata en hún bar titilinn Sexy loverboy. Tímaritið Sánd gaf plötunni frábæra dóma en miðað við það sem á undan hafði gengið er erfitt að lesa í raunverulega merkingu þess dóms.“
Dómsmál Tónlist Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Get ekki látið ykkur Íslendinga skrifa allskonar bull um mig“ Leoncie vinnur nú að nýrri ævisögu. Hún vill segja sögu sína sjálf. Hún er tónlistakona og skemmtikraftur og segist hafa nóg að gera. 20. desember 2023 10:07 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
„Get ekki látið ykkur Íslendinga skrifa allskonar bull um mig“ Leoncie vinnur nú að nýrri ævisögu. Hún vill segja sögu sína sjálf. Hún er tónlistakona og skemmtikraftur og segist hafa nóg að gera. 20. desember 2023 10:07