Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Valur 83-92 | Tíundi sigur Vals í röð Gunnar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 18:31 vísir/Bára Valur styrkti stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik þegar liðið vann Hött 83-92 á Egilsstöðum í kvöld. Heimamenn hittu vel framan af en þegar á leið fór Valur að loka vörninni. Bæði lið voru án lykilmanna. Fyrsti leikhluti var ljómandi skemmtilegur. Valsmenn tróðu boltanum oftar en einu sinni í körfuna meðan Hattarmenn hittu vel utan þriggja stiga línunnar. Það virtist vera upplegg heimamanna, að skjóta fyrir utan línuna. Eftir fyrsta leikhluta var Höttur yfir, 26-23. Annar leikhluti þróaðist með svipuðum hætti. Höttur hélt áfram rúmlega 50 prósent nýtni sinni fyrir utan þriggja stiga línuna. Valur elti áfram og í hálfleik munaði áfram þremur stigum, Höttur var yfir 49-46. Það var þegar á leið þriðja leikhluta sem leikurinn fór að snúast gestunum í vil. Þar munaði mestu um varnarleikinn, Valsmenn náðu að þrengja það svæði sem skyttur Hattar höfðu til að athafna sig þannig skotin fóru að geiga. Seinni hluta leikhlutans náði Valur 5-16 kafla og var þar með kominn yfir, 65-70. Fjórði leikhluti hófst á mikilli sýningu, í fjórum fyrstu sóknunum setti hvort lið tvær þriggja stiga körfur. En síðan fór leikurinn að færast í fyrra horf, Valsvörnin hélt og þótt sóknin væri ekki stórkostleg þá mallaði hún áfram. Höttur kom muninum niður í 74-76 en þá komu tvær þriggja stiga körfur frá Kristni Pálssyni sem í raun gerðu út um leikinn. Þreytumerki voru líka orðin sýnileg á Hetti. Mikið var um stöðubaráttu undir körfunni allan leikinn sem þegar uppi var staðið hentaði stórum Valsmönnum vel. Fleiri leikmenn vantaði í Hött en bæði lið voru án Bandaríkjamanna sinna. Joshua Jefferson hjá Val sleit krossband í síðasta leik og Deontaye Buskey hjá Hetti handarbrotnaði á æfingu í vikunni. Obie Trotter var stigahæstur hjá Hetti með 23 stig. Nemanja Knezevic átti góðan leik undir körfunni, skoraði 14 stig og tók 14 fráköst. Kristófer Acox bók 11 fráköst fyrir Val og skoraði 18 stig. Hann kom sterkur inn í síðasta leikhlutann, þar skoraði hann sjö stig og tók níu fráköst. Taiwo Badmus var þó stigahæstur gestanna með 22 stig. Hvað gekk vel? Fyrri hálfleikur gekk vel hjá Hetti, sérstaklega þriggja stiga skotin. Nýtingin á þeim í hálfleik var 10/21 eða 48 prósent. Hún féll niður í 41 prósent en það er samt ágætis árangur. Af hverju vann Valur? Sennilega sambland af reynslu, breidd leikmannahóps og getunni til að spila frábæra vörn. Það var hún sem snéri leiknum í þriðja leikhluta þegar tókst að loka á skyttur Hattar. Breiddin sýndi sig á því að Valur virtist eiga meira eftir í fjórða leikhluta, til dæmis að fá þá framlag frá Kristófer meðan Hattarmenn virtust orðnir þreyttir. Reynslan í að hægja leikinn niður og lengja sóknirnar þegar sigurinn var að hafast. Hverjir stóðu upp úr? Taiwo Badmus átti fínan dag hjá Val, 67 prósent nýtingu utan þriggja stiga línunnar og 80 prósent úr teignum. Hann dró vagninn framan af. Obie Trotter var frábær hjá Hetti, sallaði niður þriggja stiga skotum auk þess að spila fína vörn án þess að fá á sig margar villur – eins og venjulega. Hvað þýða úrslitin? Valur heldur áfram sex stiga forskoti á toppi deildarinnar og virðist vera að sigla í heimaleikjaréttinn. Spennan er meiri í kringum Hött sem berst við Stjörnuna og Tindastól um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Það að Tindastóll hafi unnið Stjörnuna þýðir að Höttur heldur sínu sæti í bili. Framundan eru leikir við liðin á þessu svæði. Viðar Örn: Góðir þrátt fyrir tap Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var heilt yfir ánægður með frammistöðu liðs síns þrátt fyrir 83-92 tap fyrir Val í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Höttur leiddi leikinn í hálfleik en þegar leið á þriðja leikhluta snéru gestirnir við taflinu. „Þetta veltur á því að þeir setja góð skot undir lokin. Þetta voru litlu hlutirnir. Mér fannst við góðir í kvöld. Seinni fimm mínúturnar í þriðja leikhluta skora þeir 16-5, tala syrpu þar þar sem þeir komast yfir. Við náðum því aldrei til baka. Undir lokin setur setur Kristinn Pálsson tvo stóra þrista. Síðan koma leiðinda dómar. Nemanja er með frábæran varnarleik þegar Badmus fer á línuna og Gísla er rutt niður en dæmd villa á hann. En svona er þetta. Frammistaðan var góð en hún dugði ekki í þetta skipti.“ Nýta það pláss sem Valur gefur Höttur var með tæplega 50 prósent nýtingu úr þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik og það virtist sem uppleggið væri að nota þau færi sem gæfust til að skjóta fyrir utan. Það gekk upp. „Valur er ofboðslega gott varnarlið og það verður að nýta það litla sem þeir gefa. Við gerðum það vel. Það koma kaflar þar sem jafnvægið riðlast aðeins eða við náum ekki að hreyfa vörnina eins og við hefðum viljað. Síðan vantaði okkur einstaklingsframtakið til að setja erfið skot á lykilstundum. Okkur vantaði (Deontaye) Buskey og (Matej) Karlovic í dag. Þeir eru kannski gæjarnir sem við leitum til á svona stundum til að búa til eitthvað úr litlu.“ Væri líka til í að geta selt svæðið í kringum flugvöllinn Þótt Viðar kvarti undan dómum í lokin var greinilegt að leikmenn fengu að takast hraustlega á inni í teignum í kvöld. „Þegar við Finnur vorum að pípa í byrjun útskýrðu dómararnir að þeir ætluðu að leyfa miklar snertingar inni í teignum í dag. Það tókst ágætlega nema mér fannst þeir aðeins missa flugið í lokið. En síðan voru Valsmenn aðeins betri enda eru þeir efstir í deildinni og búnir að vinna eina tíu leiki í röð. En við vorum líka góðir og nálægt þeim í þetta skipti.“ Það var kannski það sem virtist skilja á milli, Valsmennirnir voru þegar á reyndi aðeins betri sem skýrir mögulega sex stiga forskot þeirra í deildinni sem aftur endurspeglar að þeir eru trúlega besta lið landsins í dag. „Já, mér finnst það. Að minnsta kosti meðan þeir höfðu Jefferson. Síðan kemur kannski skrið á önnur lið núna eftir landsleikjahléið. Valur er gott lið en ég væri líka til í að geta selt flugvallarsvæðið hér fyrir neðan til að byggja á því íbúðir og keypt lið.“ Vonast eftir Karlovic og Buskey í mars Sem fyrr segir var Höttur án Karlovic og Buskey í kvöld. Karlovic hefur glímt við bakmeiðsli síðan hann lenti í árekstri á leið í útileik í byrjun desember. Buskey handarbrotnaði á æfingu síðasta sunnudag. Viðar vonast til að þeir verði báðir komnir til baka eftir þriggja vikna frí í deildinni vegna landsleikja. „Ég vonast til að þeir verði báðir komnir til baka þá. Þessa hlé kemur á góðum tíma fyrir okkur. Maður veit ekki með Matej, þar getur komið bakslag en hann hefur verið á réttri leið. Buskey á að vera klár eftir þrjár vikur. Það eru sterk bein í honum.“ Finnur Freyr: Valur þarf að breyta sínum leik til að bregðast við meiðslum Jeffersons Finnur Freyr Stefánsson var afskaplega ánægður með sigurinn í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir vikuna hafa verið erfiða hjá liðinu eftir að í ljós kom að Bandaríkjamaðurinn Joshua Jefferson yrði ekki meira með í vetur eftir að hafa slitið krossband. Þess vegna væri gott að eiga framundan þriggja vikna frí og hafa unnið Hött, 83-92, í síðasta leik fyrir það. „Mér fannst við gera margt vel þótt við værum varnarlega svolítið um um allt. Obie Trotter var að tæta okkur í sundur en síðan náði Hjálmar að koma með frábæra vörn á hann og þá fórum við að ná smá takti. Þetta hefur verið andlega erfið vika og miðað við það sem á undan er gengið erum við sáttir með að landa þessum sigri. Það er gott að fara inn í þetta hlé með sigur eftir áfallið í síðustu viku.“ Þar vísar Finnur til þess að Joshua meiddist í sigri Vals á Haukum fyrir viku. Í vikunni var staðfest að hann hefði slitið krossband sem þýðir að hann leikur ekki meira með Val í vetur. „Það er fyrst og fremst sorglegt fyrir hann því hann hefur vaxið og dafnað sem leikmaður og mér fannst líklegur til að sýna enn meira. Við erum leiðir fyrir hans hönd en svo þurfum við að þjappa okkur saman. Við þurum að breyta okkar leik þannig styrkleikar annarra nýtist, koma Justas (Tamulis) meira inn og fá fleiri hluti til að brúa það bil sem Joshua skilur eftir sig.“ Þarf að koma mönnum í hlutverk Valur fékk Justas til sín áður en lokað var fyrir leikmannaskipti um síðustu mánaðamót. Hann lék með KR seinni hluta tímabilsins í fyrr en spilaði í haust í heimalandi sínu Litháen. Hann skoraði 11 stig og gaf 4 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Val. „Hann kom mjög vel inn í liði, miðað við að hann náði einni æfingu með okkur. Hann sýndi strax hluti sem ég er mjög ánægður með. Við vitum að það er erfitt að koma inn í liðið á þessum tímapunkti, sérstaklega til að fara í hlutverk sem átti ekki að vera í. En hann leysti það mjög vel fyrir okkur í dag og á eftir að verða betri.“ Finnur ætlar því að nýta landsleikjahléið vel. „Já, það er gott að fá það. Ekki að það sé alltaf gott að fá það en þetta hefur verið verið mikil törn. Við þurfum eitthvað aðeins að skoða hlutina en á móti erum við með vopn út um allt. Við þurfum aðeins að fínpússa hvert við leitum á hvern og hvenær og koma mönnum í hlutverk. Síðan eru aðrir eins og Aron (Booker) að koma til baka og það hjálpar. Við eigum eftir vinnu og ætlum okkur að vera eins góðir og við getum.“ Subway-deild karla Höttur Valur
Valur styrkti stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik þegar liðið vann Hött 83-92 á Egilsstöðum í kvöld. Heimamenn hittu vel framan af en þegar á leið fór Valur að loka vörninni. Bæði lið voru án lykilmanna. Fyrsti leikhluti var ljómandi skemmtilegur. Valsmenn tróðu boltanum oftar en einu sinni í körfuna meðan Hattarmenn hittu vel utan þriggja stiga línunnar. Það virtist vera upplegg heimamanna, að skjóta fyrir utan línuna. Eftir fyrsta leikhluta var Höttur yfir, 26-23. Annar leikhluti þróaðist með svipuðum hætti. Höttur hélt áfram rúmlega 50 prósent nýtni sinni fyrir utan þriggja stiga línuna. Valur elti áfram og í hálfleik munaði áfram þremur stigum, Höttur var yfir 49-46. Það var þegar á leið þriðja leikhluta sem leikurinn fór að snúast gestunum í vil. Þar munaði mestu um varnarleikinn, Valsmenn náðu að þrengja það svæði sem skyttur Hattar höfðu til að athafna sig þannig skotin fóru að geiga. Seinni hluta leikhlutans náði Valur 5-16 kafla og var þar með kominn yfir, 65-70. Fjórði leikhluti hófst á mikilli sýningu, í fjórum fyrstu sóknunum setti hvort lið tvær þriggja stiga körfur. En síðan fór leikurinn að færast í fyrra horf, Valsvörnin hélt og þótt sóknin væri ekki stórkostleg þá mallaði hún áfram. Höttur kom muninum niður í 74-76 en þá komu tvær þriggja stiga körfur frá Kristni Pálssyni sem í raun gerðu út um leikinn. Þreytumerki voru líka orðin sýnileg á Hetti. Mikið var um stöðubaráttu undir körfunni allan leikinn sem þegar uppi var staðið hentaði stórum Valsmönnum vel. Fleiri leikmenn vantaði í Hött en bæði lið voru án Bandaríkjamanna sinna. Joshua Jefferson hjá Val sleit krossband í síðasta leik og Deontaye Buskey hjá Hetti handarbrotnaði á æfingu í vikunni. Obie Trotter var stigahæstur hjá Hetti með 23 stig. Nemanja Knezevic átti góðan leik undir körfunni, skoraði 14 stig og tók 14 fráköst. Kristófer Acox bók 11 fráköst fyrir Val og skoraði 18 stig. Hann kom sterkur inn í síðasta leikhlutann, þar skoraði hann sjö stig og tók níu fráköst. Taiwo Badmus var þó stigahæstur gestanna með 22 stig. Hvað gekk vel? Fyrri hálfleikur gekk vel hjá Hetti, sérstaklega þriggja stiga skotin. Nýtingin á þeim í hálfleik var 10/21 eða 48 prósent. Hún féll niður í 41 prósent en það er samt ágætis árangur. Af hverju vann Valur? Sennilega sambland af reynslu, breidd leikmannahóps og getunni til að spila frábæra vörn. Það var hún sem snéri leiknum í þriðja leikhluta þegar tókst að loka á skyttur Hattar. Breiddin sýndi sig á því að Valur virtist eiga meira eftir í fjórða leikhluta, til dæmis að fá þá framlag frá Kristófer meðan Hattarmenn virtust orðnir þreyttir. Reynslan í að hægja leikinn niður og lengja sóknirnar þegar sigurinn var að hafast. Hverjir stóðu upp úr? Taiwo Badmus átti fínan dag hjá Val, 67 prósent nýtingu utan þriggja stiga línunnar og 80 prósent úr teignum. Hann dró vagninn framan af. Obie Trotter var frábær hjá Hetti, sallaði niður þriggja stiga skotum auk þess að spila fína vörn án þess að fá á sig margar villur – eins og venjulega. Hvað þýða úrslitin? Valur heldur áfram sex stiga forskoti á toppi deildarinnar og virðist vera að sigla í heimaleikjaréttinn. Spennan er meiri í kringum Hött sem berst við Stjörnuna og Tindastól um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Það að Tindastóll hafi unnið Stjörnuna þýðir að Höttur heldur sínu sæti í bili. Framundan eru leikir við liðin á þessu svæði. Viðar Örn: Góðir þrátt fyrir tap Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var heilt yfir ánægður með frammistöðu liðs síns þrátt fyrir 83-92 tap fyrir Val í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Höttur leiddi leikinn í hálfleik en þegar leið á þriðja leikhluta snéru gestirnir við taflinu. „Þetta veltur á því að þeir setja góð skot undir lokin. Þetta voru litlu hlutirnir. Mér fannst við góðir í kvöld. Seinni fimm mínúturnar í þriðja leikhluta skora þeir 16-5, tala syrpu þar þar sem þeir komast yfir. Við náðum því aldrei til baka. Undir lokin setur setur Kristinn Pálsson tvo stóra þrista. Síðan koma leiðinda dómar. Nemanja er með frábæran varnarleik þegar Badmus fer á línuna og Gísla er rutt niður en dæmd villa á hann. En svona er þetta. Frammistaðan var góð en hún dugði ekki í þetta skipti.“ Nýta það pláss sem Valur gefur Höttur var með tæplega 50 prósent nýtingu úr þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik og það virtist sem uppleggið væri að nota þau færi sem gæfust til að skjóta fyrir utan. Það gekk upp. „Valur er ofboðslega gott varnarlið og það verður að nýta það litla sem þeir gefa. Við gerðum það vel. Það koma kaflar þar sem jafnvægið riðlast aðeins eða við náum ekki að hreyfa vörnina eins og við hefðum viljað. Síðan vantaði okkur einstaklingsframtakið til að setja erfið skot á lykilstundum. Okkur vantaði (Deontaye) Buskey og (Matej) Karlovic í dag. Þeir eru kannski gæjarnir sem við leitum til á svona stundum til að búa til eitthvað úr litlu.“ Væri líka til í að geta selt svæðið í kringum flugvöllinn Þótt Viðar kvarti undan dómum í lokin var greinilegt að leikmenn fengu að takast hraustlega á inni í teignum í kvöld. „Þegar við Finnur vorum að pípa í byrjun útskýrðu dómararnir að þeir ætluðu að leyfa miklar snertingar inni í teignum í dag. Það tókst ágætlega nema mér fannst þeir aðeins missa flugið í lokið. En síðan voru Valsmenn aðeins betri enda eru þeir efstir í deildinni og búnir að vinna eina tíu leiki í röð. En við vorum líka góðir og nálægt þeim í þetta skipti.“ Það var kannski það sem virtist skilja á milli, Valsmennirnir voru þegar á reyndi aðeins betri sem skýrir mögulega sex stiga forskot þeirra í deildinni sem aftur endurspeglar að þeir eru trúlega besta lið landsins í dag. „Já, mér finnst það. Að minnsta kosti meðan þeir höfðu Jefferson. Síðan kemur kannski skrið á önnur lið núna eftir landsleikjahléið. Valur er gott lið en ég væri líka til í að geta selt flugvallarsvæðið hér fyrir neðan til að byggja á því íbúðir og keypt lið.“ Vonast eftir Karlovic og Buskey í mars Sem fyrr segir var Höttur án Karlovic og Buskey í kvöld. Karlovic hefur glímt við bakmeiðsli síðan hann lenti í árekstri á leið í útileik í byrjun desember. Buskey handarbrotnaði á æfingu síðasta sunnudag. Viðar vonast til að þeir verði báðir komnir til baka eftir þriggja vikna frí í deildinni vegna landsleikja. „Ég vonast til að þeir verði báðir komnir til baka þá. Þessa hlé kemur á góðum tíma fyrir okkur. Maður veit ekki með Matej, þar getur komið bakslag en hann hefur verið á réttri leið. Buskey á að vera klár eftir þrjár vikur. Það eru sterk bein í honum.“ Finnur Freyr: Valur þarf að breyta sínum leik til að bregðast við meiðslum Jeffersons Finnur Freyr Stefánsson var afskaplega ánægður með sigurinn í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir vikuna hafa verið erfiða hjá liðinu eftir að í ljós kom að Bandaríkjamaðurinn Joshua Jefferson yrði ekki meira með í vetur eftir að hafa slitið krossband. Þess vegna væri gott að eiga framundan þriggja vikna frí og hafa unnið Hött, 83-92, í síðasta leik fyrir það. „Mér fannst við gera margt vel þótt við værum varnarlega svolítið um um allt. Obie Trotter var að tæta okkur í sundur en síðan náði Hjálmar að koma með frábæra vörn á hann og þá fórum við að ná smá takti. Þetta hefur verið andlega erfið vika og miðað við það sem á undan er gengið erum við sáttir með að landa þessum sigri. Það er gott að fara inn í þetta hlé með sigur eftir áfallið í síðustu viku.“ Þar vísar Finnur til þess að Joshua meiddist í sigri Vals á Haukum fyrir viku. Í vikunni var staðfest að hann hefði slitið krossband sem þýðir að hann leikur ekki meira með Val í vetur. „Það er fyrst og fremst sorglegt fyrir hann því hann hefur vaxið og dafnað sem leikmaður og mér fannst líklegur til að sýna enn meira. Við erum leiðir fyrir hans hönd en svo þurfum við að þjappa okkur saman. Við þurum að breyta okkar leik þannig styrkleikar annarra nýtist, koma Justas (Tamulis) meira inn og fá fleiri hluti til að brúa það bil sem Joshua skilur eftir sig.“ Þarf að koma mönnum í hlutverk Valur fékk Justas til sín áður en lokað var fyrir leikmannaskipti um síðustu mánaðamót. Hann lék með KR seinni hluta tímabilsins í fyrr en spilaði í haust í heimalandi sínu Litháen. Hann skoraði 11 stig og gaf 4 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Val. „Hann kom mjög vel inn í liði, miðað við að hann náði einni æfingu með okkur. Hann sýndi strax hluti sem ég er mjög ánægður með. Við vitum að það er erfitt að koma inn í liðið á þessum tímapunkti, sérstaklega til að fara í hlutverk sem átti ekki að vera í. En hann leysti það mjög vel fyrir okkur í dag og á eftir að verða betri.“ Finnur ætlar því að nýta landsleikjahléið vel. „Já, það er gott að fá það. Ekki að það sé alltaf gott að fá það en þetta hefur verið verið mikil törn. Við þurfum eitthvað aðeins að skoða hlutina en á móti erum við með vopn út um allt. Við þurfum aðeins að fínpússa hvert við leitum á hvern og hvenær og koma mönnum í hlutverk. Síðan eru aðrir eins og Aron (Booker) að koma til baka og það hjálpar. Við eigum eftir vinnu og ætlum okkur að vera eins góðir og við getum.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum