Lifði nóttina af í sparifötum á gúmmíbát Boði Logason skrifar 18. febrúar 2024 07:00 Júlíus Víðir Guðnason er viðmælandi í nýjasta þættinum af Útkalli „Stundum kom sú hugsun til mín um nóttina að þetta gæti aldrei endað nema á einn veg. Ég var í raun ekki hræddur við það – þá yrði þessum þrautum lokið. En ég sætti mig ekki við það gagnvart aðstandendum mínum og vinum.“ Þetta segir Júlíus Víðir Guðnason, háseti á flutningaskipinu Suðurlandi, í nýjasta Útkallsþættinum. Hann og fjórir félagar hans lifðu af ótrúlega vist um borð í hálfbotnlausum gúmmíbáti eftir að skip þeirra sökk norðan við heimskautsbaug á jólanótt 1986. Mennirnir stóðu í sparifötunum einum í sjó upp í hné og stundum klof í fjórtán klukkustundir. Sex félagar þeirra fórust. Klippa: Útkall - Suðurlandið sökkur Stórkostleg björgun danska sjóhersins Júlíus lýsir því þegar mikið högg kom á skipið þegar áhöfnin var búin að taka upp jólapakkana. Eftir það fór Suðurlandið að halla og svo fóru allir ellefu skipverjarnir í sjóinn – engir flotgallar voru um borð. Átta komust í gúmmíbát, sem var lekur, en þrír náðu því ekki. Undir morgun voru aðeins fimm skipbrotsmenn enn á lífi. Engar björgunarþyrlur var hægt að senda af stað, hvorki frá Íslandi, Noregi eða Bretlandseyjum, en danska varðskipið Vædderen lagði af stað frá Færeyjum og sendi svo þyrlu af stað þegar hún var komin í flugdrægi við slysstað upp úr hádegi á jóladag. Þá voru fimmmenningarnir aðframkomnir. Eftir björgun þeirra hófst kapphlaup við tímann um að þyrlan næði aftur til skipsins. Tókst að lenda henni á þilfari Vædderen í miklum veltingi þegar örfáar mínútur voru eftir af eldsneytisbirgðum þyrlunnar. Myndefni tengt þessum atburðum er í þættinum. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis. Útkall Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fleiri fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát Sjá meira
Þetta segir Júlíus Víðir Guðnason, háseti á flutningaskipinu Suðurlandi, í nýjasta Útkallsþættinum. Hann og fjórir félagar hans lifðu af ótrúlega vist um borð í hálfbotnlausum gúmmíbáti eftir að skip þeirra sökk norðan við heimskautsbaug á jólanótt 1986. Mennirnir stóðu í sparifötunum einum í sjó upp í hné og stundum klof í fjórtán klukkustundir. Sex félagar þeirra fórust. Klippa: Útkall - Suðurlandið sökkur Stórkostleg björgun danska sjóhersins Júlíus lýsir því þegar mikið högg kom á skipið þegar áhöfnin var búin að taka upp jólapakkana. Eftir það fór Suðurlandið að halla og svo fóru allir ellefu skipverjarnir í sjóinn – engir flotgallar voru um borð. Átta komust í gúmmíbát, sem var lekur, en þrír náðu því ekki. Undir morgun voru aðeins fimm skipbrotsmenn enn á lífi. Engar björgunarþyrlur var hægt að senda af stað, hvorki frá Íslandi, Noregi eða Bretlandseyjum, en danska varðskipið Vædderen lagði af stað frá Færeyjum og sendi svo þyrlu af stað þegar hún var komin í flugdrægi við slysstað upp úr hádegi á jóladag. Þá voru fimmmenningarnir aðframkomnir. Eftir björgun þeirra hófst kapphlaup við tímann um að þyrlan næði aftur til skipsins. Tókst að lenda henni á þilfari Vædderen í miklum veltingi þegar örfáar mínútur voru eftir af eldsneytisbirgðum þyrlunnar. Myndefni tengt þessum atburðum er í þættinum. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis.
Útkall Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fleiri fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát Sjá meira