Kannabis geri honum kleift að hreyfa sig Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2024 11:43 Hólmsteinn Bjarni Birgisson er 44 ára og greindist með tvo ólæknandi taugasjúkdóma fyrir tveimur árum. Sjúkdómarnir valda honum miklum erfiðleikum í daglegu lífi og er hann öryrki í dag vegna þeirra. Vísir Karlmaður sem er með stanslausa verki vegna ólæknandi taugasjúkdóma biðlar til stjórnvalda að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. Jurtin geri honum kleift að hreyfa sig um á daginn þar sem önnur lyf virki ekki. Hólmsteinn Bjarni Birgisson er 44 ára og greindist með tvo ólæknandi taugasjúkdóma fyrir tveimur árum. Sjúkdómarnir valda honum miklum erfiðleikum í daglegu lífi og er hann öryrki í dag vegna þeirra. „Þessu fylgir gigt en ég veit ekki nákvæmlega hvaða gigt það er því ég hef ekki komist til gigtarlæknis frá því að þetta ferli hófst. Ég fæ ekki tíma.“ sagði Hólmsteinn Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist vakna alla morgna út af verkjum. „Þetta er mjög lýjandi og erfitt.“ Vaknar verkjaður „Ef við tökum hjúkrunarskalann einn og upp í tíu, eins og að það sé að missa útlim, þá er mín upplifun að ég sé í níu á morgnanna. Ég vakna út af verkjum.“ Hólmsteinn segist hafa prófað fjölmörg hefðbundin lyf, verkjalyf en ekkert virki. „Og þá erum við komin að kannabisinu,“ segir þáttastjórnandinn Heimir Karlsson. „Þá erum við komin að því. Sá bolti byrjar í CBD, hreinu og fer úr því í Full Spectrum,“ segir Hólmsteinn. Efnið geri honum kleift að hreyfa sig Sem hafi reynst honum vel. Hann notar einn til tvo dropa af CBD olíunni, sem inniheldur náttúrulegan kannabínóða, til að geta hreinlega labbað um. „Því ég get ekki labbað um lyfjalaus, það er ekki hægt. Síðan í framhaldi af því þegar líður á daginn þá hef ég þurft að grípa í veipið og fá eitt veip. Eins og þegar ég kem heim eftir langan dag og hef verið á ferðinni.“ Biður stjórnvöld um hjálp Olían og veipið slái mjög á verkina þó verkirnir fari ekki alveg. Hann biður yfirvöld um hjálp og hvetur stjórnvöld til að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. „Við erum að tala um að þetta er lyf og ég horfi og tala um þetta sem lyf. Þetta er búið að vera það í fleiri þúsund ár. Ég bið fólk, þó það fletti ekki nema bara þúsund ár aftur í tímann, að renna yfir það með opnum huga. Það væri frábært.“ Kannabis Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Hólmsteinn Bjarni Birgisson er 44 ára og greindist með tvo ólæknandi taugasjúkdóma fyrir tveimur árum. Sjúkdómarnir valda honum miklum erfiðleikum í daglegu lífi og er hann öryrki í dag vegna þeirra. „Þessu fylgir gigt en ég veit ekki nákvæmlega hvaða gigt það er því ég hef ekki komist til gigtarlæknis frá því að þetta ferli hófst. Ég fæ ekki tíma.“ sagði Hólmsteinn Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist vakna alla morgna út af verkjum. „Þetta er mjög lýjandi og erfitt.“ Vaknar verkjaður „Ef við tökum hjúkrunarskalann einn og upp í tíu, eins og að það sé að missa útlim, þá er mín upplifun að ég sé í níu á morgnanna. Ég vakna út af verkjum.“ Hólmsteinn segist hafa prófað fjölmörg hefðbundin lyf, verkjalyf en ekkert virki. „Og þá erum við komin að kannabisinu,“ segir þáttastjórnandinn Heimir Karlsson. „Þá erum við komin að því. Sá bolti byrjar í CBD, hreinu og fer úr því í Full Spectrum,“ segir Hólmsteinn. Efnið geri honum kleift að hreyfa sig Sem hafi reynst honum vel. Hann notar einn til tvo dropa af CBD olíunni, sem inniheldur náttúrulegan kannabínóða, til að geta hreinlega labbað um. „Því ég get ekki labbað um lyfjalaus, það er ekki hægt. Síðan í framhaldi af því þegar líður á daginn þá hef ég þurft að grípa í veipið og fá eitt veip. Eins og þegar ég kem heim eftir langan dag og hef verið á ferðinni.“ Biður stjórnvöld um hjálp Olían og veipið slái mjög á verkina þó verkirnir fari ekki alveg. Hann biður yfirvöld um hjálp og hvetur stjórnvöld til að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. „Við erum að tala um að þetta er lyf og ég horfi og tala um þetta sem lyf. Þetta er búið að vera það í fleiri þúsund ár. Ég bið fólk, þó það fletti ekki nema bara þúsund ár aftur í tímann, að renna yfir það með opnum huga. Það væri frábært.“
Kannabis Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira