Gríðarlegt áfall á Hlíðarenda: „Leyfum okkur að vera daprir yfir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 10:03 Joshua Jefferson hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá Val í vetur. Vísir / Hulda Margrét Valsmenn hafa orðið fyrir gríðarlegu áfalli, og vonir þeirra um Íslandsmeistaratitil í körfubolta minnkað til muna, eftir að í ljós kom að Bandaríkjamaðurinn Joshua Jefferson spilar ekki meira á leiktíðinni. Jefferson meiddist í leik gegn Haukum í síðustu viku og skoðun hefur nú leitt í ljós að hann sleit fremra krossband í hné, og verður því væntanlega frá keppni næstu 6-9 mánuði. „Maður finnur auðvitað mest til með honum,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, en viðurkennir að meiðsli Jefferson séu að sjálfsögðu áfall fyrir allt Valsliðið og að menn leyfi sér að vera daprir næstu daga. „Þetta er ungur strákur sem átti erfitt fyrsta ár í atvinnumennskunni í fyrra, en er búinn að vinna sig vel upp í vetur. Strákur sem við ákváðum að gefa tækifæri og rímaði vel við það sem okkur vantaði. Góður strákur. Þetta er högg fyrir hann eins og okkur alla.“ Vonin um titilinn úr sögunni? Eflaust telja margir að von Valsmanna um Íslandsmeistaratitil sé núna úr sögunni, þrátt fyrir að þeir séu með sex stiga forskot á toppi Subway-deildarinnar. „Maður útilokar svo sem ekki eitt né neitt, en vissulega er þetta annar leikstjórnandinn og þriðji leikmaðurinn sem við missum í meiðsli út tímabilið,“ segir Finnur en þeir Kári Jónsson og Benóný Svanur Sigurðsson eru einnig frá keppni vegna meiðsla. Finnur segir mögulegt að Kári taki einhvern þátt í úrslitakeppninni en að það verði þá í mýflugumynd. „Erum ekki af baki dottnir“ „Það er erfitt að gera ráð fyrir því, þegar maður setur saman lið, að báðir leikstjórnendurnir detti út. En við erum ekki af baki dottnir og höldum áfram þó að þetta flæki málin vissulega töluvert. Svona eru íþróttirnar, menn meiðast, og því miður höfum við verið ansi óheppnir með það í vetur,“ segir Finnur. Félagaskiptaglugginn lokaðist fyrir tveimur vikum og engin leið fyrir Valsmenn til að bregðast við stöðunni. Næsti leikur Vals er gegn Hetti á fimmtudaginn en svo tekur við hlé vegna landsleikja fram til 7. mars. „Kári og Josh eru báðir leikmenn sem gerðu tilkall í að verða besti leikmaður deildarinnar. Benóný er meira til að auka breiddina hjá okkur, en engu að síður vont líka að missa hann út. Þetta er þungt og við leyfum okkur að vera daprir yfir þessu. En svo þurfum við að nýta tímann vel í landsleikjapásunni, þjappa okkur saman og finna leiðir eins og við höfum gert í allan vetur,“ segir Finnur. Subway-deild karla Valur Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira
Jefferson meiddist í leik gegn Haukum í síðustu viku og skoðun hefur nú leitt í ljós að hann sleit fremra krossband í hné, og verður því væntanlega frá keppni næstu 6-9 mánuði. „Maður finnur auðvitað mest til með honum,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, en viðurkennir að meiðsli Jefferson séu að sjálfsögðu áfall fyrir allt Valsliðið og að menn leyfi sér að vera daprir næstu daga. „Þetta er ungur strákur sem átti erfitt fyrsta ár í atvinnumennskunni í fyrra, en er búinn að vinna sig vel upp í vetur. Strákur sem við ákváðum að gefa tækifæri og rímaði vel við það sem okkur vantaði. Góður strákur. Þetta er högg fyrir hann eins og okkur alla.“ Vonin um titilinn úr sögunni? Eflaust telja margir að von Valsmanna um Íslandsmeistaratitil sé núna úr sögunni, þrátt fyrir að þeir séu með sex stiga forskot á toppi Subway-deildarinnar. „Maður útilokar svo sem ekki eitt né neitt, en vissulega er þetta annar leikstjórnandinn og þriðji leikmaðurinn sem við missum í meiðsli út tímabilið,“ segir Finnur en þeir Kári Jónsson og Benóný Svanur Sigurðsson eru einnig frá keppni vegna meiðsla. Finnur segir mögulegt að Kári taki einhvern þátt í úrslitakeppninni en að það verði þá í mýflugumynd. „Erum ekki af baki dottnir“ „Það er erfitt að gera ráð fyrir því, þegar maður setur saman lið, að báðir leikstjórnendurnir detti út. En við erum ekki af baki dottnir og höldum áfram þó að þetta flæki málin vissulega töluvert. Svona eru íþróttirnar, menn meiðast, og því miður höfum við verið ansi óheppnir með það í vetur,“ segir Finnur. Félagaskiptaglugginn lokaðist fyrir tveimur vikum og engin leið fyrir Valsmenn til að bregðast við stöðunni. Næsti leikur Vals er gegn Hetti á fimmtudaginn en svo tekur við hlé vegna landsleikja fram til 7. mars. „Kári og Josh eru báðir leikmenn sem gerðu tilkall í að verða besti leikmaður deildarinnar. Benóný er meira til að auka breiddina hjá okkur, en engu að síður vont líka að missa hann út. Þetta er þungt og við leyfum okkur að vera daprir yfir þessu. En svo þurfum við að nýta tímann vel í landsleikjapásunni, þjappa okkur saman og finna leiðir eins og við höfum gert í allan vetur,“ segir Finnur.
Subway-deild karla Valur Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira