Skera niður pening til EM kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 12:00 Dagný Brynjarsdóttir ræðir hér við þær Sveindísi Jane Jónsdóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á síðasta Evrópumóti þar íslensku stelpurnar voru meðal þátttökuþjóða. VÍSIR/VILHELM Svisslendingar eru ekki að vinna sér inn mörg stig í kvennafótboltaheiminum eftir nýjustu fréttir. Svissnesk stjórnvöld hafa nefnilega tilkynnt það að þau ætla að skera niður fjárútlát til Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss á næsta ári. Sviss var valið sem gestgjafi keppninnar 4. apríl í fyrra. Þetta er fjórtánda Evrópumót kvenna en það síðasta fór fram í Englandi 2022. The Swiss Federal Government is cutting finances for the UEFA Women s Euro 2025. With 82m Francs spent on the Men in 2008, the original plan was to spend 15m on the Women however they have announced it has been cut to just 4m.Inequality at its finest.https://t.co/fNLjYrjEa7— swiss wnt (@swisswnt) February 11, 2024 Sextán þjóðir komast á mótið sem verður haldið í átta borgum frá 2. til 27. júlí 2025. Knattspyrnusamband Evrópu ákvað að Sviss fengi mótið frekar en sameiginlegt framboð frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Úrslitaatkvæðagreiðslan fór 9-4 fyrir Sviss. Svissnesk stjórnvöld ætluðu að veita fimmtán milljónum svissneskra franka til mótsins en hafa skorið þessa upphæð verulega niður. Nú fara bara fjórar milljónir til mótsins. Fimmtán milljónir svissneskra franka eru 2,3 milljarðar íslenskra króna en fjórar milljónir eru 625 milljónir. Þegar Sviss hélt Evrópumót karla árið 2008 þá settu stjórnvöld 82 milljónir svissneskra franka í mótið. Þarna er gríðarlegur munur á milli kynjanna. Þessar fréttir eru frekar vandræðalegar fyrir Sviss ekki síst þar sem kvennafótboltinn er í gríðarlegri sókn og síðustu stórmót hans hafa aðeins aukið hróður hans út um allan heim. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer) Dregið verður í riðla fyrir undankeppni mótsins þann 5. mars. Óljóst er hvort Ísland verði í efsta eða næstefsta styrkleikaflokki. EM í Sviss 2025 Mest lesið Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Sjá meira
Svissnesk stjórnvöld hafa nefnilega tilkynnt það að þau ætla að skera niður fjárútlát til Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss á næsta ári. Sviss var valið sem gestgjafi keppninnar 4. apríl í fyrra. Þetta er fjórtánda Evrópumót kvenna en það síðasta fór fram í Englandi 2022. The Swiss Federal Government is cutting finances for the UEFA Women s Euro 2025. With 82m Francs spent on the Men in 2008, the original plan was to spend 15m on the Women however they have announced it has been cut to just 4m.Inequality at its finest.https://t.co/fNLjYrjEa7— swiss wnt (@swisswnt) February 11, 2024 Sextán þjóðir komast á mótið sem verður haldið í átta borgum frá 2. til 27. júlí 2025. Knattspyrnusamband Evrópu ákvað að Sviss fengi mótið frekar en sameiginlegt framboð frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Úrslitaatkvæðagreiðslan fór 9-4 fyrir Sviss. Svissnesk stjórnvöld ætluðu að veita fimmtán milljónum svissneskra franka til mótsins en hafa skorið þessa upphæð verulega niður. Nú fara bara fjórar milljónir til mótsins. Fimmtán milljónir svissneskra franka eru 2,3 milljarðar íslenskra króna en fjórar milljónir eru 625 milljónir. Þegar Sviss hélt Evrópumót karla árið 2008 þá settu stjórnvöld 82 milljónir svissneskra franka í mótið. Þarna er gríðarlegur munur á milli kynjanna. Þessar fréttir eru frekar vandræðalegar fyrir Sviss ekki síst þar sem kvennafótboltinn er í gríðarlegri sókn og síðustu stórmót hans hafa aðeins aukið hróður hans út um allan heim. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer) Dregið verður í riðla fyrir undankeppni mótsins þann 5. mars. Óljóst er hvort Ísland verði í efsta eða næstefsta styrkleikaflokki.
EM í Sviss 2025 Mest lesið Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Sjá meira