Hvað ef Xabi Alonso segir nei við Liverpool? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 08:01 Xabi Alonso er að gera frábæra hluti með Bayer Leverkusen liðið. AP/Martin Meissner Það er virðist vera fátt sem komi í veg fyrir að Spánverjinn Xabi Alonso verði næsti knattspyrnustjóri Liverpool. Það er helst hann sjálfur sem getur komið í veg fyrir það með því að hafna starfinu. Xabi Alonso hefur verið efstur á blaði hjá Liverpool fjölskyldunni síðan að Jürgen Klopp tilkynnti óvænt að hann væri að hætta eftir núverandi tímabil. Liverpool vill fá hann, stuðningsmennirnir vilja fá hann, sérfræðingarnir mæla flestir með honum og þetta lítur út fyrir að þetta snúist bara um ákvörðun hjá Xabi sjálfum. Í góðri samningsstöðu Thore Haugstad, fótboltasérfræðingur norska ríkisútvarpsins, skrifaði vangaveltur um stöðuna á stjóramálum Liverpool þar sem hann svarar meðal annars spurningunni: Hvað ef Xabi Alonso segir nei við Liverpool? Eftir frábæra frammistöðu sína með Bayer Leverkusen og vitandi af miklum áhuga úr herbúðum Liverpool þá er Xabi í afar góðri samningsstöðu þrátt fyrir frekar stuttan feril sem þjálfari í fremstu röð. Hann er ungur þjálfari en hefur samt þegar náð frábærum árangri með Leverkusen. Alonso tók við liðinu í slæmri stöðu á síðasta tímabili, breytti öllu hjá liðinu og er nú á góðri leið með að vinna titilinn í Þýskalandi. Sannfærandi sigur á Bayern um síðustu helgi færði liðinu fimm stiga forystu á toppnum og liðið er enn taplaust í öllum keppnum á tímabilinu. Liðið hefur náð í 55 af 63 mögulegum stigum og er búið að skora 55 mörk í 21 deildarleik. Markatalan er 41 mark í plús. Xabi Alonso í leik með Liverpool.Etsuo Hara/Getty Síðastur til að stela titli af Bayern var Klopp Það hefur enginn stolið titlinum af Bayern síðan að Klopp gerði það með Dortmund árið 2012. Nú er Xabi líklegur til að endurtaka leikinn og svo jafnvel fara sömu leið og Klopp fór nokkrum árum síðar. Xabi spilaði á sínum ferli undir stjórn öflugra þjálfara eins og John Toshack, Rafa Benítez, José Mourinho, Carlo Ancelotti, Vicente del Bosque og Pep Guardiola. Hann ætti að geta sótt ýmislegt til þeirra. Þegar þú ert með svona sterkan kandídat þá er oft erfitt að sætta sig við einhvern annan. Haugstad segir að næsti maður á óskalistanum sé Roberto De Zerbi, stjóri Brighton. Brighton liðið náði sjötta sætinu í ensku úrvalsdeildinni í fyrra en hefur hins vegar aðeins unnið fjóra deildarleiki siðan í september. De Zerbi hefur aldrei unnið titil og þá þekkir hann ekki Liverpool eins og Alonso. Þriðji á listanum er Pep Lijnders, aðstoðarmaður Klopp í dag. Hann gæti verið varaplan ef ekkert verður af komu Alonso. Maður sem þekkir liðið vel og hjálpaði Klopp mikið. Fjórði kosturinn er síðan Rúben Amorim sem hefur verið að gera góða hluti með Sporting. Hann hefur aftur á móti enga reynslu af því að spila eða þjálfa fyrir utan Portúgal. Xabi Alonso þegar hann klæddist aftur Liverpool treyjunni í góðgerðaleik.Getty/ LFC Foundation Gömlu hetja kemur heim Þetta eru allt góðir þjálfarar en enginn þeirra kemst nálægt því að vera Alonso. Liverpool stuðningsmenn sjá það hyllingum að fá gamla hetju heim. Síðan að Pep Guardiola tók við Barelona á sínum tíma, með frábærum árangri, hafa margar hetjur snúið heim til sinn félaga og tekið við stjórninni. Vissulega hefur árangurinn verið mismunandi. Menn eins og Zinédine Zidane (Real Madrid), Xavi (Barcelona), Mikel Arteta (Arsenal), Frank Lampard (Chelsea) og Ole Gunnar Solskjær (Manchester United) fengu allir tækifæri hjá félaginu þar sem þeir voru elskaðir sem leikmenn. Xabi þekkir Liverpool vel enda leikmaður liðsins í fimm ár frá 2004 til 2009. Hann vann Meistaradeildina með liðinu og var elskaður og dáður af stuðningsmönnum enda heimsklassa miðjumaður. Hann hefur talað um það sjálfur að hann dreymi um að taka við liðinu en er þetta rétti tímapunkturinn fyrir hann? Draumastarfið of snemma? Draumastarfið er kannski að koma allt of snemma en það er á móti ekkert öruggt um að starfið losni aftur í bráð. Klopp hefur setið í stólnum síðan í október 2015 og annar maður gæti setið þar lengi nýti hann tækifærið. Það eru samt fleiri gömul lið Xabi Alonso sem vilja fá hann en hann hefur líka verið orðaður við Bayern München og Real Madrid þar sem hann spilaði í lok ferilsins. Þegar málið er skoðað þá er staðan alveg ljós. Liverpool þarf bara að gera allt sem til þarf til að Xabi Alonso segi já við því að taka við liðinu í sumar. Enski boltinn Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Xabi Alonso hefur verið efstur á blaði hjá Liverpool fjölskyldunni síðan að Jürgen Klopp tilkynnti óvænt að hann væri að hætta eftir núverandi tímabil. Liverpool vill fá hann, stuðningsmennirnir vilja fá hann, sérfræðingarnir mæla flestir með honum og þetta lítur út fyrir að þetta snúist bara um ákvörðun hjá Xabi sjálfum. Í góðri samningsstöðu Thore Haugstad, fótboltasérfræðingur norska ríkisútvarpsins, skrifaði vangaveltur um stöðuna á stjóramálum Liverpool þar sem hann svarar meðal annars spurningunni: Hvað ef Xabi Alonso segir nei við Liverpool? Eftir frábæra frammistöðu sína með Bayer Leverkusen og vitandi af miklum áhuga úr herbúðum Liverpool þá er Xabi í afar góðri samningsstöðu þrátt fyrir frekar stuttan feril sem þjálfari í fremstu röð. Hann er ungur þjálfari en hefur samt þegar náð frábærum árangri með Leverkusen. Alonso tók við liðinu í slæmri stöðu á síðasta tímabili, breytti öllu hjá liðinu og er nú á góðri leið með að vinna titilinn í Þýskalandi. Sannfærandi sigur á Bayern um síðustu helgi færði liðinu fimm stiga forystu á toppnum og liðið er enn taplaust í öllum keppnum á tímabilinu. Liðið hefur náð í 55 af 63 mögulegum stigum og er búið að skora 55 mörk í 21 deildarleik. Markatalan er 41 mark í plús. Xabi Alonso í leik með Liverpool.Etsuo Hara/Getty Síðastur til að stela titli af Bayern var Klopp Það hefur enginn stolið titlinum af Bayern síðan að Klopp gerði það með Dortmund árið 2012. Nú er Xabi líklegur til að endurtaka leikinn og svo jafnvel fara sömu leið og Klopp fór nokkrum árum síðar. Xabi spilaði á sínum ferli undir stjórn öflugra þjálfara eins og John Toshack, Rafa Benítez, José Mourinho, Carlo Ancelotti, Vicente del Bosque og Pep Guardiola. Hann ætti að geta sótt ýmislegt til þeirra. Þegar þú ert með svona sterkan kandídat þá er oft erfitt að sætta sig við einhvern annan. Haugstad segir að næsti maður á óskalistanum sé Roberto De Zerbi, stjóri Brighton. Brighton liðið náði sjötta sætinu í ensku úrvalsdeildinni í fyrra en hefur hins vegar aðeins unnið fjóra deildarleiki siðan í september. De Zerbi hefur aldrei unnið titil og þá þekkir hann ekki Liverpool eins og Alonso. Þriðji á listanum er Pep Lijnders, aðstoðarmaður Klopp í dag. Hann gæti verið varaplan ef ekkert verður af komu Alonso. Maður sem þekkir liðið vel og hjálpaði Klopp mikið. Fjórði kosturinn er síðan Rúben Amorim sem hefur verið að gera góða hluti með Sporting. Hann hefur aftur á móti enga reynslu af því að spila eða þjálfa fyrir utan Portúgal. Xabi Alonso þegar hann klæddist aftur Liverpool treyjunni í góðgerðaleik.Getty/ LFC Foundation Gömlu hetja kemur heim Þetta eru allt góðir þjálfarar en enginn þeirra kemst nálægt því að vera Alonso. Liverpool stuðningsmenn sjá það hyllingum að fá gamla hetju heim. Síðan að Pep Guardiola tók við Barelona á sínum tíma, með frábærum árangri, hafa margar hetjur snúið heim til sinn félaga og tekið við stjórninni. Vissulega hefur árangurinn verið mismunandi. Menn eins og Zinédine Zidane (Real Madrid), Xavi (Barcelona), Mikel Arteta (Arsenal), Frank Lampard (Chelsea) og Ole Gunnar Solskjær (Manchester United) fengu allir tækifæri hjá félaginu þar sem þeir voru elskaðir sem leikmenn. Xabi þekkir Liverpool vel enda leikmaður liðsins í fimm ár frá 2004 til 2009. Hann vann Meistaradeildina með liðinu og var elskaður og dáður af stuðningsmönnum enda heimsklassa miðjumaður. Hann hefur talað um það sjálfur að hann dreymi um að taka við liðinu en er þetta rétti tímapunkturinn fyrir hann? Draumastarfið of snemma? Draumastarfið er kannski að koma allt of snemma en það er á móti ekkert öruggt um að starfið losni aftur í bráð. Klopp hefur setið í stólnum síðan í október 2015 og annar maður gæti setið þar lengi nýti hann tækifærið. Það eru samt fleiri gömul lið Xabi Alonso sem vilja fá hann en hann hefur líka verið orðaður við Bayern München og Real Madrid þar sem hann spilaði í lok ferilsins. Þegar málið er skoðað þá er staðan alveg ljós. Liverpool þarf bara að gera allt sem til þarf til að Xabi Alonso segi já við því að taka við liðinu í sumar.
Enski boltinn Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira