Saklaus skinkubiti varð næstum banabiti í Garðabænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2024 15:48 Elísa og Koda á góðri stundu. Aðsend Hundaeiganda í Garðabæ brá verulega í brún þegar fjögurra mánaða papillon hvolpurinn hennar byrjaði að titra í eldhúsinu á föstudag. Í ljós kom að skinkubiti sem litli hvolpurinn fékk að borða hafði valdið eitrunaráhrifum. Elísa H. Hafþórsdóttir er sannkallaður hundavinur. Bæði þjálfar hún hunda og snyrtir. Hún hefur átt þá nokkra og nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er Koda. Koda var full orku í eldhúsinu á föstudag á meðan Elísa var að elda matinn. Elísa sagði frá atburðarásinni á Facebook-síðu sinni. Saklaus biti fyrir svangan hvolp „Eins og svo oft áður þá set ég hundunum mínum fyrir verkefni meðan ég er upptekin, svo þeir séu ekki að þvælast fyrir og fá í leiðinni smá þraut. Svo ég tók fram snákinn góða sem er gerður fyrir slíkt, og ætla að setja í hann lifrarpylsu svo Koda geti dundað sér í smá stund við að ná henni út. En ég á ekkert kjötkyns nema skinku, sem ég hef jú oft gefið mínum hundum gegnum tíðina.“ Elísa var meðvituð um að Koda hafði ekkert borðað um morguninn og illa af kvöldmatnum. Í ljósi þess fannst henni ekki stórmál að rífa niður eina sneið. Koda er heldur grönn og verður að nærast. Tuttugu mínútum síðar kom Koda inn í eldhúsið í allt öðruvísi ástandi. „Ég sé að það er enn skinka í snáknum en tek svo eftir að hún titrar öll eins og henni sé kalt. Íbúðin var mjög vel kynt enda verið að elda og allar græjur í gangi svo ég skoða hana betur og sé að augun í henni titra líka sem og augnlok.“ Brunað til dýralæknis Elísa grunaði strax að um eitrunareinkenni væri að ræða, líklega hefði Koda komist í niótínpúða eða étið lauf af kólusplöntu sem er í stofunni. „Skíthrædd og vitandi hve hratt eitrun versnar fer ég með hana á vaktina og þá er hún orðin mjög slæm þegar þangað er komið. Henni er gefin lyf, vökvi og látin æla.. ekkert í maganum sem útskýrir eitrun... bara skinka og smá matur sem kom upp.“ Koda var haldið sofandi og skilin eftir hjá dýralækninum yfir nóttina þar sem ekki leit út fyrir að ástandinu myndi linna. Hvolpurinn hafi verið í eins konar flogi samfleytt í tíu klukkustundir en loks skánað um klukkan sex um morguninn. Svo lá niðurstaðan fyrir. „Niðurstaða þessa máls er sú að eitrunin kom vegna E250 rotvarnar- og litarefnis í skinkunni sem hún borðaði,“ segir Elísa. Efnið er afar algengt í kjötvörum á Íslandi og getur verið hættulegt í miklu magni. Af hverju á Íslandi? Elísa er þungt hugsi yfir notkun efnisins eftir upplifun sína á föstudag. Efnið er bannað í löndum á borð við Noreg, Svíþjóð og Kanada. Sömuleiðis í hluta Þýskalands. „Samt finnst það í kjötvörum á Íslandi!! Í vörum sem við leggjum okkur til munns daglega og gefum börnunum okkar ?! Hvers vegna er þetta ekki bannað á Íslandi?“ Hún segir Koda hafa náð sér af eitruninni þó litlu hafi mátt muna. „Hún er svo ung og lítil og þess vegna hafði efnið þessi áhrif á hana, á meðan eldri og stærri hundur, og jú menn, finna ekki fyrir eitrunaráhrifum vegna þess að það þarf meira magn á hvert kíló til að verða fyrir eitrun af þessu eitri. Ég skil ekki hvernig það er löglegt að hafa þetta í mat, eða er allt í lagi að eitra fyrir fólki ef það er bara smá?“ Aðspurð hvort skinka hafi valdið eitrun hjá öðrum hundum hennar í gegnum tíðina segir Elísa þá alla hafa verið stærri og eldri en Koda. Koda hafi fengið smá skinku í gegnum tíðina en aldrei heila sneið. „Reglan hjá mér er nú sú að ég minnka aukabitana á móti matnum ef hundurinn hefur étið mikið. Svo í ljósi þess hún borðaði illa þann dag (er stundum matgrönn á þurrfóðrið) þá hafði ég ekki áhyggjur af þessu magni fyrir hana í þetta sinn.“ Hættulegt í miklu magni Á vef Matvælastofnunar er fjallað um E250, natríum nítrít. Þar segir að um sé að ræða aukaefni sem nota megi í ýmsar kjötvörur. Nítrat er, auk ýmissa kjötvara, einnig leyfilegt að nota í vissar tegundir osta og síldar. Efnin eru skilgreind sem rotvarnarefni enda koma þau í veg fyrir vöxt skaðlegra örvera, einkum Clostridium botulinum, og auka þannig geymsluþolið. Efnin hafa einnig þau áhrif í kjöti að þau varðveita lit þegar nítrít gengur í samband við vöðvarauðann (mýoglóbín) sem og þau hafa áhrif á bragð. Lykillinn að virkni nítrats er að það myndar nítrít sem er virka efnið. Notkun nítríta og nítrata í matvæli er háð ströngum skilyrðum enda ber hún með sér áhættu séu efnin í miklu magni. Nítrít binst við blóðrauða (hemóglóbín) og getur því valdið köfnun ef skammtar fara yfir visst mark. Þar að auki getur nítrít myndað N-nítrósamínsambönd í líkamanum og einnig í matvælum. Dýrarannsóknir hafa sýnt að nítrósamínsambönd sem myndast út frá háum styrk nítríts (mun hærri en kemur frá matvælum) séu krabbameinsvaldandi. Hjá mönnum er þetta ekki eins vel staðfest enda margir þættir sem spila saman við krabbameinsmyndun. Það er þó talið nær víst að þau hafi svipaða virkni í mönnum. Rannsóknir hafa sýnt að bæði C- og E-vítamín geta hindrað myndun nítrósamínsambanda. Íblöndun vítamínanna í matvæli þar sem nítrít og nítrat eru notuð sem og neysla matvæla sem eru rík af þessum vítamínum eru því til bóta. Nítrat umbreytist að hluta í nítrít í munni og maga og hefur því sömu áhættu í för með sér. Í reglugerð um aukefni (1333/2008/EB, innleidd á Íslandi með reglugerð nr. 978/2011) eru sett skilyrði um það í hvaða matvæli er leyfilegt að nota efnin og sett eru hámarksgildi fyrir notkun í mismunandi flokka matvara. Hámarksmagn miðast í flestum tilfellum við það hversu miklu af efnunum má bæta í í framleiðsluferlinu. Í nokkrum sérstökum tilfellum miðast hámarksmagn þó við leifar af efnunum í vörunni í lok framleiðslu. Leyfilegt magn miðast við að matvælin séu örugg til neyslu, bæði hvað varðar örverur svo og efnin sjálf. Endurskoðun á hámarksgildum er í gangi á Evrópuvettvangi en ekki liggur fyrir hvaða eða hvort breytingar verði gerðar. Hundar Matvælaframleiðsla Garðabær Dýr Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira
Elísa H. Hafþórsdóttir er sannkallaður hundavinur. Bæði þjálfar hún hunda og snyrtir. Hún hefur átt þá nokkra og nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er Koda. Koda var full orku í eldhúsinu á föstudag á meðan Elísa var að elda matinn. Elísa sagði frá atburðarásinni á Facebook-síðu sinni. Saklaus biti fyrir svangan hvolp „Eins og svo oft áður þá set ég hundunum mínum fyrir verkefni meðan ég er upptekin, svo þeir séu ekki að þvælast fyrir og fá í leiðinni smá þraut. Svo ég tók fram snákinn góða sem er gerður fyrir slíkt, og ætla að setja í hann lifrarpylsu svo Koda geti dundað sér í smá stund við að ná henni út. En ég á ekkert kjötkyns nema skinku, sem ég hef jú oft gefið mínum hundum gegnum tíðina.“ Elísa var meðvituð um að Koda hafði ekkert borðað um morguninn og illa af kvöldmatnum. Í ljósi þess fannst henni ekki stórmál að rífa niður eina sneið. Koda er heldur grönn og verður að nærast. Tuttugu mínútum síðar kom Koda inn í eldhúsið í allt öðruvísi ástandi. „Ég sé að það er enn skinka í snáknum en tek svo eftir að hún titrar öll eins og henni sé kalt. Íbúðin var mjög vel kynt enda verið að elda og allar græjur í gangi svo ég skoða hana betur og sé að augun í henni titra líka sem og augnlok.“ Brunað til dýralæknis Elísa grunaði strax að um eitrunareinkenni væri að ræða, líklega hefði Koda komist í niótínpúða eða étið lauf af kólusplöntu sem er í stofunni. „Skíthrædd og vitandi hve hratt eitrun versnar fer ég með hana á vaktina og þá er hún orðin mjög slæm þegar þangað er komið. Henni er gefin lyf, vökvi og látin æla.. ekkert í maganum sem útskýrir eitrun... bara skinka og smá matur sem kom upp.“ Koda var haldið sofandi og skilin eftir hjá dýralækninum yfir nóttina þar sem ekki leit út fyrir að ástandinu myndi linna. Hvolpurinn hafi verið í eins konar flogi samfleytt í tíu klukkustundir en loks skánað um klukkan sex um morguninn. Svo lá niðurstaðan fyrir. „Niðurstaða þessa máls er sú að eitrunin kom vegna E250 rotvarnar- og litarefnis í skinkunni sem hún borðaði,“ segir Elísa. Efnið er afar algengt í kjötvörum á Íslandi og getur verið hættulegt í miklu magni. Af hverju á Íslandi? Elísa er þungt hugsi yfir notkun efnisins eftir upplifun sína á föstudag. Efnið er bannað í löndum á borð við Noreg, Svíþjóð og Kanada. Sömuleiðis í hluta Þýskalands. „Samt finnst það í kjötvörum á Íslandi!! Í vörum sem við leggjum okkur til munns daglega og gefum börnunum okkar ?! Hvers vegna er þetta ekki bannað á Íslandi?“ Hún segir Koda hafa náð sér af eitruninni þó litlu hafi mátt muna. „Hún er svo ung og lítil og þess vegna hafði efnið þessi áhrif á hana, á meðan eldri og stærri hundur, og jú menn, finna ekki fyrir eitrunaráhrifum vegna þess að það þarf meira magn á hvert kíló til að verða fyrir eitrun af þessu eitri. Ég skil ekki hvernig það er löglegt að hafa þetta í mat, eða er allt í lagi að eitra fyrir fólki ef það er bara smá?“ Aðspurð hvort skinka hafi valdið eitrun hjá öðrum hundum hennar í gegnum tíðina segir Elísa þá alla hafa verið stærri og eldri en Koda. Koda hafi fengið smá skinku í gegnum tíðina en aldrei heila sneið. „Reglan hjá mér er nú sú að ég minnka aukabitana á móti matnum ef hundurinn hefur étið mikið. Svo í ljósi þess hún borðaði illa þann dag (er stundum matgrönn á þurrfóðrið) þá hafði ég ekki áhyggjur af þessu magni fyrir hana í þetta sinn.“ Hættulegt í miklu magni Á vef Matvælastofnunar er fjallað um E250, natríum nítrít. Þar segir að um sé að ræða aukaefni sem nota megi í ýmsar kjötvörur. Nítrat er, auk ýmissa kjötvara, einnig leyfilegt að nota í vissar tegundir osta og síldar. Efnin eru skilgreind sem rotvarnarefni enda koma þau í veg fyrir vöxt skaðlegra örvera, einkum Clostridium botulinum, og auka þannig geymsluþolið. Efnin hafa einnig þau áhrif í kjöti að þau varðveita lit þegar nítrít gengur í samband við vöðvarauðann (mýoglóbín) sem og þau hafa áhrif á bragð. Lykillinn að virkni nítrats er að það myndar nítrít sem er virka efnið. Notkun nítríta og nítrata í matvæli er háð ströngum skilyrðum enda ber hún með sér áhættu séu efnin í miklu magni. Nítrít binst við blóðrauða (hemóglóbín) og getur því valdið köfnun ef skammtar fara yfir visst mark. Þar að auki getur nítrít myndað N-nítrósamínsambönd í líkamanum og einnig í matvælum. Dýrarannsóknir hafa sýnt að nítrósamínsambönd sem myndast út frá háum styrk nítríts (mun hærri en kemur frá matvælum) séu krabbameinsvaldandi. Hjá mönnum er þetta ekki eins vel staðfest enda margir þættir sem spila saman við krabbameinsmyndun. Það er þó talið nær víst að þau hafi svipaða virkni í mönnum. Rannsóknir hafa sýnt að bæði C- og E-vítamín geta hindrað myndun nítrósamínsambanda. Íblöndun vítamínanna í matvæli þar sem nítrít og nítrat eru notuð sem og neysla matvæla sem eru rík af þessum vítamínum eru því til bóta. Nítrat umbreytist að hluta í nítrít í munni og maga og hefur því sömu áhættu í för með sér. Í reglugerð um aukefni (1333/2008/EB, innleidd á Íslandi með reglugerð nr. 978/2011) eru sett skilyrði um það í hvaða matvæli er leyfilegt að nota efnin og sett eru hámarksgildi fyrir notkun í mismunandi flokka matvara. Hámarksmagn miðast í flestum tilfellum við það hversu miklu af efnunum má bæta í í framleiðsluferlinu. Í nokkrum sérstökum tilfellum miðast hámarksmagn þó við leifar af efnunum í vörunni í lok framleiðslu. Leyfilegt magn miðast við að matvælin séu örugg til neyslu, bæði hvað varðar örverur svo og efnin sjálf. Endurskoðun á hámarksgildum er í gangi á Evrópuvettvangi en ekki liggur fyrir hvaða eða hvort breytingar verði gerðar.
Hundar Matvælaframleiðsla Garðabær Dýr Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira