Telja að Rússar séu að lauma inn ólöglegum keppendum á ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 16:15 Úkraínumenn börðust gegn því að Rússar og Hvít-Rússar fengju að keppa á leikunum í París í sumar en þeim varð ekki að ósk sinni. Getty/Artur Widak Keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi mega ekki keppa undir fánum sinna þjóða á Ólympíuleikunum í París og það sem meira er að keppendur þaðan þurfa að uppfylla alls kyns skilyrði til að fá að keppa undir hlutlausum fána á leikunum. Íþróttayfirvöld í Úkraínu vildu banna alla keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi en varð ekki að ósk sinni. Alþjóða Ólympíunefndin opnaði dyrnar fyrir keppendum þaðan svo framarlega sem þeir tengjast ekki innrásinni í Úkraínu á nokkurn hátt. Úkraínumenn óttast það aftur á móti núna að Rússar séu að svindla á inntökuskilyrðum þeirra keppenda sem hafa fengið þátttökurétt hjá Alþjóða Ólympíunefndinni. The Ukrainian Olympic Committee sent a letter to IOC President Thomas Bach last week, asking him to investigate the behaviour of Russian and Belarusian athletes ahead of the Paris 2024 GamesRead more https://t.co/1A7bDTFbQX— insidethegames (@insidethegames) February 13, 2024 Úkraína hefur sent Thomas Bach, forseta Alþjóða Ólympíunefndarinnar, bréf samkvæmt frétt á vefsíðunni insidethegames. Þar skora þeir á Alþjóða Ólympíunefndina, IOC, til að fylgjast mjög vel og kanna vel hvort Rússar séu að fylgja þeim reglum sem þeim hefur verið sett. Úkraínumenn benda sérstaklega á glímuna sem grein þar sem þeir telja að það sé maðkur í mysunni. Hlutlausir keppendur frá þessum þjóðum mega nefnilega ekki hafa nein tengsl við her þjóðanna tveggja né heldur leyniþjónustuna í löndunum. Þeir mega heldur ekki hafa stutt við innrás Rússlands í Úkraínu. Það eru nítján keppendur sem Úkraínumennirnir setja spurningamerki við en þeir telja að sé um að ræða keppendur sem hafa meðal annars stutt innrás Rússa. Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira
Íþróttayfirvöld í Úkraínu vildu banna alla keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi en varð ekki að ósk sinni. Alþjóða Ólympíunefndin opnaði dyrnar fyrir keppendum þaðan svo framarlega sem þeir tengjast ekki innrásinni í Úkraínu á nokkurn hátt. Úkraínumenn óttast það aftur á móti núna að Rússar séu að svindla á inntökuskilyrðum þeirra keppenda sem hafa fengið þátttökurétt hjá Alþjóða Ólympíunefndinni. The Ukrainian Olympic Committee sent a letter to IOC President Thomas Bach last week, asking him to investigate the behaviour of Russian and Belarusian athletes ahead of the Paris 2024 GamesRead more https://t.co/1A7bDTFbQX— insidethegames (@insidethegames) February 13, 2024 Úkraína hefur sent Thomas Bach, forseta Alþjóða Ólympíunefndarinnar, bréf samkvæmt frétt á vefsíðunni insidethegames. Þar skora þeir á Alþjóða Ólympíunefndina, IOC, til að fylgjast mjög vel og kanna vel hvort Rússar séu að fylgja þeim reglum sem þeim hefur verið sett. Úkraínumenn benda sérstaklega á glímuna sem grein þar sem þeir telja að það sé maðkur í mysunni. Hlutlausir keppendur frá þessum þjóðum mega nefnilega ekki hafa nein tengsl við her þjóðanna tveggja né heldur leyniþjónustuna í löndunum. Þeir mega heldur ekki hafa stutt við innrás Rússlands í Úkraínu. Það eru nítján keppendur sem Úkraínumennirnir setja spurningamerki við en þeir telja að sé um að ræða keppendur sem hafa meðal annars stutt innrás Rússa.
Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira