Íslenski boltinn

Ræðir brott­fall efni­legs knatt­spyrnu­fólks úr í­þróttinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik Breiðabliks og FH í Bestu deild kvenna.
Frá leik Breiðabliks og FH í Bestu deild kvenna. Vísir/Hulda Margrét

Brottfall efnilegs íþróttafólks er alltaf mikið áhyggjuefni og ný rannsókn kannaði betur hver þróunin hefur verið í þessum málum.

Knattspyrnusamband Íslands býður í dag upp á súpufund á þriðju hæð í húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum. Fyrirlesari er Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir, sjúkraþjálfari og íþróttafræðingur. Fundurinn hefst klukkan 12.00.

Ragnheiður mun kynna niðurstöður meistararannsóknar um brottfall efnilegs knattspyrnufólks úr íþróttinni, hvað veldur og hvar við gætum gripið inn í.

Ragnheiður Lóa hefur mikinn áhuga á íþróttum og heilsu ungmenna. Hún starfar hjá Verkjalausnum, er sjúkraþjálfari landsliðshópa í blaki og hefur verið sjúkraþjálfari meistaraflokks kvenna hjá HK síðastliðin þrjú tímabil.

Frítt er á fyrirlesturinn og súpa verður í boði. Skráning á súpufundinn fer fram hér, bæði fyrir þau sem mæta og þau sem vilja fá fyrirlesturinn sendan til sín.

Fyrirlesturinn veitir öllum þjálfurum sem eru með KSÍ/UEFA þjálfaragráður, 2 endurmenntunarstig ef þeir eru viðstaddir. Fyrirlesturinn verður tekinn upp og hægt er að fá hann sendan að honum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×