Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. febrúar 2024 15:38 Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru í Kaíró til að hitta fulltrúa Egyptalands, Ísraels og Norðurlandanna. Vísir/Einar Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. „Þá eru sömuleiðis fyrirhugaðir fundir með fulltrúum Norðurlandanna sem og Ísrael,“ segir enn fremur. Ekki liggur fyrir samkvæmt svari ráðuneytisins hversu lengi þau verða úti en ferðin var farin í þeim tilgangi „að sinna áframhaldandi undirbúningi utanríkisráðuneytisins“. Spurð um reynslu fulltrúanna við slík störf segir í svari utanríkisráðuneytisins að þau hafi „víðtæka reynslu úr utanríkisþjónustunni, af borgaraþjónustumálum sem og reynslu af störfum á mannúðarsvæðum.“ Taka fyrir beiðni sjálfboðaliða um fund Fram kom í viðtali við Semu Erlu Serdaroglu á Vísi í dag að hún, og aðrir sjálfboðaliðar sem eru staddir í Egyptalandi, hefðu sett sig í samband við ráðuneytið og hefðu áhuga á að komast í samband við þau. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að óformleg beiðni frá sjálfboðaliðunum í Kaíró sé til skoðunar í ráðuneytinu. Sjálfboðaliðarnir eru í Egyptalandi til að aðstoða fólk sem er komið með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar yfir landamærin. Eftir að fólk er komið yfir landamærin getur það leitað aðstoðar Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar til að komast til Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu sér félagsmálaráðuneytið alfarið um samskipti við stofnunina. Utanríkismál Egyptaland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október. 12. febrúar 2024 07:13 Átta milljónir söfnuðust á listaverkauppboði til styrktar fólki á Gasa Átta milljónir króna söfnuðust til styrktar neyðaraðstoðar á Gasa á listaverkauppboði sem nýlega fór fram á samfélagsmiðlinum Instagram. Styrkurinn var afhentur Félaginu Ísland-Palestína í dag. 12. febrúar 2024 00:13 „Bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar“ María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda. 11. febrúar 2024 16:33 Fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Kaíró Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins. 11. febrúar 2024 13:43 Palestínska fjölskyldan farin úr landi Palestínska fjölskyldan sem handtekin var af sérsveitarmönnum í gærmorgun hefur verið send úr landi og lagði af stað til Grikklands. 11. febrúar 2024 12:50 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Þá eru sömuleiðis fyrirhugaðir fundir með fulltrúum Norðurlandanna sem og Ísrael,“ segir enn fremur. Ekki liggur fyrir samkvæmt svari ráðuneytisins hversu lengi þau verða úti en ferðin var farin í þeim tilgangi „að sinna áframhaldandi undirbúningi utanríkisráðuneytisins“. Spurð um reynslu fulltrúanna við slík störf segir í svari utanríkisráðuneytisins að þau hafi „víðtæka reynslu úr utanríkisþjónustunni, af borgaraþjónustumálum sem og reynslu af störfum á mannúðarsvæðum.“ Taka fyrir beiðni sjálfboðaliða um fund Fram kom í viðtali við Semu Erlu Serdaroglu á Vísi í dag að hún, og aðrir sjálfboðaliðar sem eru staddir í Egyptalandi, hefðu sett sig í samband við ráðuneytið og hefðu áhuga á að komast í samband við þau. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að óformleg beiðni frá sjálfboðaliðunum í Kaíró sé til skoðunar í ráðuneytinu. Sjálfboðaliðarnir eru í Egyptalandi til að aðstoða fólk sem er komið með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar yfir landamærin. Eftir að fólk er komið yfir landamærin getur það leitað aðstoðar Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar til að komast til Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu sér félagsmálaráðuneytið alfarið um samskipti við stofnunina.
Utanríkismál Egyptaland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október. 12. febrúar 2024 07:13 Átta milljónir söfnuðust á listaverkauppboði til styrktar fólki á Gasa Átta milljónir króna söfnuðust til styrktar neyðaraðstoðar á Gasa á listaverkauppboði sem nýlega fór fram á samfélagsmiðlinum Instagram. Styrkurinn var afhentur Félaginu Ísland-Palestína í dag. 12. febrúar 2024 00:13 „Bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar“ María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda. 11. febrúar 2024 16:33 Fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Kaíró Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins. 11. febrúar 2024 13:43 Palestínska fjölskyldan farin úr landi Palestínska fjölskyldan sem handtekin var af sérsveitarmönnum í gærmorgun hefur verið send úr landi og lagði af stað til Grikklands. 11. febrúar 2024 12:50 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október. 12. febrúar 2024 07:13
Átta milljónir söfnuðust á listaverkauppboði til styrktar fólki á Gasa Átta milljónir króna söfnuðust til styrktar neyðaraðstoðar á Gasa á listaverkauppboði sem nýlega fór fram á samfélagsmiðlinum Instagram. Styrkurinn var afhentur Félaginu Ísland-Palestína í dag. 12. febrúar 2024 00:13
„Bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar“ María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda. 11. febrúar 2024 16:33
Fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Kaíró Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins. 11. febrúar 2024 13:43
Palestínska fjölskyldan farin úr landi Palestínska fjölskyldan sem handtekin var af sérsveitarmönnum í gærmorgun hefur verið send úr landi og lagði af stað til Grikklands. 11. febrúar 2024 12:50