Enn án sigurs og gætu slegið martraðarmet Derby Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 14:31 Almería var til að mynda nálægt því að taka stig gegn toppliði Real Madrid en tapaði 3-2 eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Getty/Guillermo Martinez Ekkert lið í nokkurri af fimm bestu deildum Evrópu í fótbolta hefur átt eins skelfilega leiktíð og enska liðið Derby veturinn 2007-08. Það gæti hins vegar verið að breytast. Spænska liðið Almeria hefur nefnilega ekki enn unnið sigur í spænsku deildinni á þessari leiktíð, í 23 leikjum. Liðið er aðeins með sex stig og ef fram heldur sem horfir mun Almeria slá met Derby sem fékk aðeins ellefu stig í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Almeria fær nýtt tækifæri í kvöld til að landa sigri, þegar liðið tekur á móti Athletic Bilbao. Það er í raun merkilegt hve liðinu hefur vegnað illa miðað við frammistöðu liðsins í leikjum, sérstaklega gegn toppliðunum. Almeria komst til dæmis í 2-0 gegn Real Madrid en tapaði á marki á níundu mínútu uppbótartíma, eftir tvö mörk sem dæmd voru gild eftir skoðun á skjá. Liðið var einnig nálægt því að taka stig gegn Barcelona og Atlético Madrid. Ef horft væri til væntra marka (e. expected goals) þá ætti Almeria ekki einu sinni að vera í fallsæti, en liðið hefur farið svo illa með færin sín og fengið svo klaufaleg mörk á sig að það er heilum fjórtán stigum frá næsta örugga sæti. Almeria vann sig upp í efstu deild árið 2022 og forðaði sér frá falli á síðasta tímabili með því að gera 3-3 jafntefli við Espanyol í lokaumferðinni. Töpuðu gegn D-deildarliði í bikarnum Þjálfarinn Rubi hætti hins vegar óvænt eftir tímabilið og nýi þjálfarinn Vicente Moreno entist aðeins í sjö leiki áður en sádi-arabíski eigandinn Turki Al-Sheikh fékk nóg og rak hann. Þá var Almeria aðeins með tvö stig. Alberto Lasarte, þjálfari ungmennaliðsins, stýrði Almeria í einum leik og komst liðið þá í 3-0 gegn Granada, eftir þrennu framherjans Luis Suarez, en Granada jafnaði metin og Suarez meiddist og missti af næstu þremur mánuðum. Gaizka Garitano var svo ráðinn þjálfari liðsins í október og er enn við stjórnvölinn, en enn án sigurs. Liðið tapaði fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn en mesta niðurlægingin var sjálfsagt 1-0 tapið gegn D-deildarliði Barbastro í bikarnum í desember. Eftir þrjá tapleiki í röð er erfitt að sjá að Almería rétti úr kútnum en nái liðið að landa sex stigum til viðbótar tekst því þó að minnsta kosti að forðast að bæta sextán ára gamalt martraðarmet Derby. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
Spænska liðið Almeria hefur nefnilega ekki enn unnið sigur í spænsku deildinni á þessari leiktíð, í 23 leikjum. Liðið er aðeins með sex stig og ef fram heldur sem horfir mun Almeria slá met Derby sem fékk aðeins ellefu stig í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Almeria fær nýtt tækifæri í kvöld til að landa sigri, þegar liðið tekur á móti Athletic Bilbao. Það er í raun merkilegt hve liðinu hefur vegnað illa miðað við frammistöðu liðsins í leikjum, sérstaklega gegn toppliðunum. Almeria komst til dæmis í 2-0 gegn Real Madrid en tapaði á marki á níundu mínútu uppbótartíma, eftir tvö mörk sem dæmd voru gild eftir skoðun á skjá. Liðið var einnig nálægt því að taka stig gegn Barcelona og Atlético Madrid. Ef horft væri til væntra marka (e. expected goals) þá ætti Almeria ekki einu sinni að vera í fallsæti, en liðið hefur farið svo illa með færin sín og fengið svo klaufaleg mörk á sig að það er heilum fjórtán stigum frá næsta örugga sæti. Almeria vann sig upp í efstu deild árið 2022 og forðaði sér frá falli á síðasta tímabili með því að gera 3-3 jafntefli við Espanyol í lokaumferðinni. Töpuðu gegn D-deildarliði í bikarnum Þjálfarinn Rubi hætti hins vegar óvænt eftir tímabilið og nýi þjálfarinn Vicente Moreno entist aðeins í sjö leiki áður en sádi-arabíski eigandinn Turki Al-Sheikh fékk nóg og rak hann. Þá var Almeria aðeins með tvö stig. Alberto Lasarte, þjálfari ungmennaliðsins, stýrði Almeria í einum leik og komst liðið þá í 3-0 gegn Granada, eftir þrennu framherjans Luis Suarez, en Granada jafnaði metin og Suarez meiddist og missti af næstu þremur mánuðum. Gaizka Garitano var svo ráðinn þjálfari liðsins í október og er enn við stjórnvölinn, en enn án sigurs. Liðið tapaði fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn en mesta niðurlægingin var sjálfsagt 1-0 tapið gegn D-deildarliði Barbastro í bikarnum í desember. Eftir þrjá tapleiki í röð er erfitt að sjá að Almería rétti úr kútnum en nái liðið að landa sex stigum til viðbótar tekst því þó að minnsta kosti að forðast að bæta sextán ára gamalt martraðarmet Derby.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira