Áskorun til íslenskra stjórnvalda vegna fordæmalausrar stöðu á Gaza Steinunn Bergmann skrifar 12. febrúar 2024 12:01 Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til þess að bregðast við og leita leiða til að tryggja tafarlausa brottför þeirra einstaklinga á Gaza sem hafa hlotið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli laga um útlendinga og sameiningu fjölskyldna. Félagið hefur áður fordæmt ástandið á Gaza svæðinu og skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér í þágu mannréttinda og friðar. Ísraelsríki er undir eftirliti Alþjóðadómstólsins í Haag, vegna ásakana um þjóðarmorð í Palestínsku, þar sem meirihluti er á barnsaldri. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja á Gaza þar sem almennir borgarar ganga í gegnum hörmungar og fjöldi fólks hefur verið hrakin á flótta án þess að eygja möguleika á öruggu skjóli eða grunnþjónustu. Eins og ítrekað hefur verið bent á þá eykst fjöldi þeirra sem syrgja missi ástvina stöðugt og skelfingin vex með hverri mínútu. Þetta upplausnarástand mun leiða af sér alvarlegar langtíma afleiðingar og því mikilvægt að aðstoða fólkið til að komast í öruggt skjól. Fram hefur komið að stjórnvöld hafi átt í samráði við Norðurlönd og aðrar vinaþjóðir vegna dvalarleyfa og fjölskyldusameiningar palestínskra dvalarleyfishafa á Íslandi. Jafnframt hefur komið fram að Ísland fái hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd en hin Norðurlöndin. Þá hefur komið fram að Íslandi beri ekki lagaleg skylda til að aðstoða fólkið við að yfirgefa Gaza en það leysir ekki íslensk stjórnvöld undan siðferðilegri skyldu til aðstoðar. Hver dagur sem líður á Gaza ógnar lífi þessara einstaklinga og því þarf að bregðast við án tafar. Einstaklingsframtakið hefur sýnt að það er hægt að ná til fólks á Gaza og aðstoða yfir landamæri. Enn berast fréttir um aukna hörku í aðgerðum Ísraelshers og því þarf að hafa hraðar hendur. Ísland hefur um árabil sýnt palestínsku þjóðinni samstöðu og því ber að fylgja eftir með áframhaldandi stuðningi við fólk sem býr við þetta fordæmalausa ástand. Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum hvar sem þau eiga sér stað með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings. Félagsráðgjafafélag Íslands lýsir yfir samstöðu með félagsráðgjöfum í Palestínu sem verða einnig fyrir áhrifum af þessum hörmungum en reyna að standa vaktina með félagslegri ráðgjöf, stuðningi og aðstoð við fólk sem hefur orðið fyrir áfalli og skaða. Þeir kalla eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins og standa ráðþrota gagnvart þeirri kúgun sem fær að viðgangast, dæmi eru um palestínska félagsráðgjafa sem hafa verið handteknir og sitja nú í ísraelskum fangelsum án ákæru. Þeir biðla til alþjóðasamfélags félagsráðgjafa um að þagga ekki ástandið og draga ekki úr staðreyndum eins og valdaójafnvæginu sem felst í nýlendustefnu Ísraelsríkis gagnvart Palestínu og hefur leitt af sér gróf mannréttindabrot og kúgun. Félagsráðgjafafélag Íslands birti áskorun til stjórnvalda 20. október 2023 með ákalli um að þau beiti sér í þágu mannréttinda og friðar vegna átaka og mannréttindabrota á Gaza. Þann 10. desember 2023 ítrekaði félagið áskorun sína og hvatti félagsráðgjafa til að sýna samstöðu með því að undirrita hana en þegar hafa 80 aðilar undirritað. Margir félagsráðgjafar hafa tekið þátt í samstöðufundum og mótmælum með ákalli um aðgerðir í þágu mannréttinda og friðar. Stjórnvöld hafa fyrir hönd landsmanna, gert Ísland að málsvara mannréttinda og jafnréttis á alþjóðavettvangi. Sýnum samstöðu í verki, nú er fordæmalaus staða á Gaza sem krefst fordæmalausra aðgerða. Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að aðstoða einstaklinga sem eru í bráðum háska á Gaza og hafa sannarlega fengið viðurkenndan rétt sinn, frá íslenskum stjórnvöldum, til að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til þess að bregðast við og leita leiða til að tryggja tafarlausa brottför þeirra einstaklinga á Gaza sem hafa hlotið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli laga um útlendinga og sameiningu fjölskyldna. Félagið hefur áður fordæmt ástandið á Gaza svæðinu og skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér í þágu mannréttinda og friðar. Ísraelsríki er undir eftirliti Alþjóðadómstólsins í Haag, vegna ásakana um þjóðarmorð í Palestínsku, þar sem meirihluti er á barnsaldri. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja á Gaza þar sem almennir borgarar ganga í gegnum hörmungar og fjöldi fólks hefur verið hrakin á flótta án þess að eygja möguleika á öruggu skjóli eða grunnþjónustu. Eins og ítrekað hefur verið bent á þá eykst fjöldi þeirra sem syrgja missi ástvina stöðugt og skelfingin vex með hverri mínútu. Þetta upplausnarástand mun leiða af sér alvarlegar langtíma afleiðingar og því mikilvægt að aðstoða fólkið til að komast í öruggt skjól. Fram hefur komið að stjórnvöld hafi átt í samráði við Norðurlönd og aðrar vinaþjóðir vegna dvalarleyfa og fjölskyldusameiningar palestínskra dvalarleyfishafa á Íslandi. Jafnframt hefur komið fram að Ísland fái hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd en hin Norðurlöndin. Þá hefur komið fram að Íslandi beri ekki lagaleg skylda til að aðstoða fólkið við að yfirgefa Gaza en það leysir ekki íslensk stjórnvöld undan siðferðilegri skyldu til aðstoðar. Hver dagur sem líður á Gaza ógnar lífi þessara einstaklinga og því þarf að bregðast við án tafar. Einstaklingsframtakið hefur sýnt að það er hægt að ná til fólks á Gaza og aðstoða yfir landamæri. Enn berast fréttir um aukna hörku í aðgerðum Ísraelshers og því þarf að hafa hraðar hendur. Ísland hefur um árabil sýnt palestínsku þjóðinni samstöðu og því ber að fylgja eftir með áframhaldandi stuðningi við fólk sem býr við þetta fordæmalausa ástand. Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum hvar sem þau eiga sér stað með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings. Félagsráðgjafafélag Íslands lýsir yfir samstöðu með félagsráðgjöfum í Palestínu sem verða einnig fyrir áhrifum af þessum hörmungum en reyna að standa vaktina með félagslegri ráðgjöf, stuðningi og aðstoð við fólk sem hefur orðið fyrir áfalli og skaða. Þeir kalla eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins og standa ráðþrota gagnvart þeirri kúgun sem fær að viðgangast, dæmi eru um palestínska félagsráðgjafa sem hafa verið handteknir og sitja nú í ísraelskum fangelsum án ákæru. Þeir biðla til alþjóðasamfélags félagsráðgjafa um að þagga ekki ástandið og draga ekki úr staðreyndum eins og valdaójafnvæginu sem felst í nýlendustefnu Ísraelsríkis gagnvart Palestínu og hefur leitt af sér gróf mannréttindabrot og kúgun. Félagsráðgjafafélag Íslands birti áskorun til stjórnvalda 20. október 2023 með ákalli um að þau beiti sér í þágu mannréttinda og friðar vegna átaka og mannréttindabrota á Gaza. Þann 10. desember 2023 ítrekaði félagið áskorun sína og hvatti félagsráðgjafa til að sýna samstöðu með því að undirrita hana en þegar hafa 80 aðilar undirritað. Margir félagsráðgjafar hafa tekið þátt í samstöðufundum og mótmælum með ákalli um aðgerðir í þágu mannréttinda og friðar. Stjórnvöld hafa fyrir hönd landsmanna, gert Ísland að málsvara mannréttinda og jafnréttis á alþjóðavettvangi. Sýnum samstöðu í verki, nú er fordæmalaus staða á Gaza sem krefst fordæmalausra aðgerða. Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að aðstoða einstaklinga sem eru í bráðum háska á Gaza og hafa sannarlega fengið viðurkenndan rétt sinn, frá íslenskum stjórnvöldum, til að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun