Austin aftur inn á sjúkrahús og aðstoðarráðherrann tekinn við í bili Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 08:58 Læknar gera enn ráð fyrir að Austin, sem er 70 ára, nái góðum bata eftir krabbameinsmeðferðina. AP/Kevin Wolf Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur falið aðstoðarráðherra sínum að sinna embættisskyldum sínum á meðan hann dvelst á spítala vegna vandamála í þvagblöðru. Ráðherrann var harðlega gagnrýndur fyrr á þessu ári fyrir að hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og lagst tvívegis inn á sjúkrahús, í desember og janúar, án þess að láta aðstoðarráðherrann og/eða Hvíta húsið vita. Í þetta sinn gaf varnarmálaráðuneytið því út yfirlýsingu í gær þar sem sagði að Austin hefði verið lagður inn á Walter Reed National Military Medical Center í Virginíu og að Hvíta húsinu og öðrum hefði verið gert viðvart. Nokkrum klukkustundum síðar var önnur tilkynning send út þar sem greint var frá því að Austin hefði falið aðstoðarvarnarmálaráðherranum Kathleen Hicks að sinna öllum embættisskyldum sínum. Læknar Austin segja umrætt vandamál sem ráðherrann glímir nú við í þvagblöðrunni ekki breyta því að þeir geri ráð fyrir að hann nái góðum bata eftir meðferðina við blöðruhálskirtilskrabbameininu. Austin gekkst undir skurðaðgerð vegna krabbameinsins í desember og var lagður aftur inn á nýársdag vegna verkja í fótum, mjöðm og kviði. Rannsóknir leiddu í ljós að um var að ræða þvagfærasýkingu og lá Austin inni í tvær vikur á meðan hann var að jafna sig. Ráðherrann boðaði til blaðamannafundar í síðustu viku þar sem sagðist iðrast þess mjög að hafa ekki látið vita af krabbameinsgreiningunni. Þá sagðist hann hafa beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta persónulega afsökunar. Hann hefði ekki beðið starfsmenn sína að halda sjúkdómsgreiningunni leyndri. Sem varnarmálaráðherra er Austin næstæðsti yfirmaður bandaríska hersins á eftir forsetanum. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. 10. janúar 2024 06:57 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Ráðherrann var harðlega gagnrýndur fyrr á þessu ári fyrir að hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og lagst tvívegis inn á sjúkrahús, í desember og janúar, án þess að láta aðstoðarráðherrann og/eða Hvíta húsið vita. Í þetta sinn gaf varnarmálaráðuneytið því út yfirlýsingu í gær þar sem sagði að Austin hefði verið lagður inn á Walter Reed National Military Medical Center í Virginíu og að Hvíta húsinu og öðrum hefði verið gert viðvart. Nokkrum klukkustundum síðar var önnur tilkynning send út þar sem greint var frá því að Austin hefði falið aðstoðarvarnarmálaráðherranum Kathleen Hicks að sinna öllum embættisskyldum sínum. Læknar Austin segja umrætt vandamál sem ráðherrann glímir nú við í þvagblöðrunni ekki breyta því að þeir geri ráð fyrir að hann nái góðum bata eftir meðferðina við blöðruhálskirtilskrabbameininu. Austin gekkst undir skurðaðgerð vegna krabbameinsins í desember og var lagður aftur inn á nýársdag vegna verkja í fótum, mjöðm og kviði. Rannsóknir leiddu í ljós að um var að ræða þvagfærasýkingu og lá Austin inni í tvær vikur á meðan hann var að jafna sig. Ráðherrann boðaði til blaðamannafundar í síðustu viku þar sem sagðist iðrast þess mjög að hafa ekki látið vita af krabbameinsgreiningunni. Þá sagðist hann hafa beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta persónulega afsökunar. Hann hefði ekki beðið starfsmenn sína að halda sjúkdómsgreiningunni leyndri. Sem varnarmálaráðherra er Austin næstæðsti yfirmaður bandaríska hersins á eftir forsetanum.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. 10. janúar 2024 06:57 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. 10. janúar 2024 06:57
Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58